Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 20

Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 20
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra íslendinga Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stétt- arflokkur. Hann berst ekki fyrir vexti og eflingu einnar stéttar þjóðfélagsins á kostnað annarar, heldur miðar hann stefnu sína og starf við hagsmuni heild- arinnar. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa neyðzt til að viðurkenna, að þessi stefna hafi yfirburði yfir stéttapólitík- ina, að svo miklu leyti sem hún sé fram- kvæmanleg. En sér og sinni stéttapóli- tík hafa þeir leitað huggunar í því, að hin frjálslynda og víðsýna stefna Sjálf- stæðisflokksins sé fegri í orði en á borði, hún sé ekkert annað en hugsjón, sem aldrei fái staðist reynslunnar dóm. En þetta er hin versta firra, aðeins visið afsprengi hinnar gömlu og ljótu villutrúar, að eins dauði sé annars brauð. Sannleikurinn er þvert á móti sá, að sérhver stétt þjóðfélagsins og sér- hver þjóðfélagsþegn á sinn veraldlega velfarnað í miklu ríkari mæli undir heildarafkomunni, en flestir gera sér grein fyrir. Er þetta þó í rauninni auð- skilið mál, er meðal annars má sjá af því, með hve misjöfnum þunga byrði opinberra þarfa leggst á einstaklinginn, eftir því hvort afkoma heildarinnar er góð, og burðarþolið því almennt, eða rýr, og hópur gjaldenda því fámennari. Eða svo tekið sé skýrara og nærtæk- ara dæmi: í mörg ár hefir verkalýður landsins verið egndur til andstöðu og beinlínis andúðar gegn atvinnurekend- unum, og á alla lund verið reynt að telja verkamönnum trú um, að þessir tveir aðilar væru fæddir andstæðingar, er aldrei gætu átt samleið. Þetta er dökka hliðin á baráttu verkalýðshreyfingar- innar hér á íslandi, -— illgresi, sem um nokkurt árabil tók örum vexti, en nú hefir skrælnað í skugga vaxandi þroska og skilnings verkalýðsins. Hér sem víð- ar hefir sjón reynzt sögu ríkari. Verka- lýðurinn hefir nú þreifað á naglaförun- um, séð og skilið, að barátta atvinnu- rekendanna er þess eðlis, að lánist hún, sprettur í kringum hana mikill gróður, er skapar ótal mörgum öðrum lífvæn- leg framfærsluskilyrði. Verkalýðurinn hefir hlýtt á sögunnar dóm segja frá því, að á hinni miklu voröld einkafram- taksins, er hófst hér á landi upp úr síð- ustu aldamótum, lyftu hinir dugmiklu framherjar eigi aðeins sjálfum sér til bjargálna, heldur skópu þeir jafnframt öllum almenningi í landinu ný og bætt afkomuskilyrði. Og allir síðari kapítul ar þeirrar sögu eru frásögnin um það, hversu saman hefir farið velgengni at- vinnurekenda og lífvænleg afkoma verkalýðsins til lands og sjávar, sem og hitt, hversu hrun atvinnulífsins hefir komið fram á verkalýðnum í minnkandi atvinnu og versnandi afkomu. En enda þótt staðreyndirnar kveði óvíða jafn ótvírætt á um það, hversu samtvinnaðir eru hagsmunir einstakl- inga og stétta þjóðfélagsins, sem í við- skiptum atvinnurekenda og verkalýðs- ins, má segja að einu gildi hvert rennt er augunum, — allt atvinnulíf þjóðar- innar er talandi vitni þessa. Sjálfstæðisflokkurinn hefir frá önd- verðu byggt starfsemi sína á fullum 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.