Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 21
skilningi þessa mikilvæga sannleika. Á
sviði athafnalífsins kemur sú stefna til
framkvæmda á þann hátt, að Sjálfstæð-
isflokkurinn leggur megináherzlu á að
sem mest björg sé dregin í þjóðarbúið.
f því skyni vill hann efla framtak ein-
staklingsins á alla lund, í fullri viður-
kenningu þess, að í okkar ónumda landi
verður aldrei barizt til sigurs við óblíð
náttúruöfl án mikilla átaka einstaklings-
ins. Hitt er svo auðunnara, að skipta
réttlátlega verðmætunum, þannig að
þjóðfélagið í einu og öllu hafi sérstaka
gát á þörfum og hagsmunum þeirra, er
Hvoð »Óðirm« vill
Mér finnst það við-
eigandi, að skýra
nokkuð frá málum
þeim, sem helzt eru
til umræðu á fund-
um okkar Óðins-
manna, ef það gæti
að nokkru skýrt,
hvað Málfundafé-
lagið Óðinn, félag
Sjálfstæðisverka-
manna, er, og hvað það vill. — Mál-
fundafélagið Óðinn er fyrst stofnað
vegna yfirgangs rauðliða í atvinnu-
málum, og vegna þess, að Sjálfstæðis-
verkamenn voru næstum réttlausir, oft
hraktir frá atvinnu, vegna þjóðmála-
skoðana sinna.
1. Þjóðmál: Óðinn er félag Sjálf-
stæðisverkamanna og viðurkennir hina
þjóðhollu stefnu Sjálfstæðisflokksins í
atvinnumálum, athafnafrelsi og ein-
staklingsframtak, sem þá einu réttu. —
Hann viðurkennir fullkomlega lýðræði
örðugasta heyja lífsbaráttuna, minnst
bera úr býtum og verst eru settir, án
þess þó að svo þungar kvaðir séu lagð-
ar á stórhug og framtak, að ekki nýt-
ist af.
Út frá þessu höfuðsjónarmiði vill
Sjálfstæðisflokkurinn m. a. þjóna hags-
munum verkalýðsins í landinu, og í dag
fagnar Sjálfstæðisflokkurinn eigi að-
eins því, hversu margir verkamenn hylla
þá stefnu flokksins, heldur og hinu, að
trúin á hana breiðist ört út á meðal
fyrri andstæðinga flokksins.
Ólafur Thors.
og er andstæður öllum þeim, sem vilja
kollvarpa núverandi þjóðskipulagi. Óð-
inn vill, að stéttirnar vinni sameinaðar
að heill þjóðfélagsins, og sem mestur
jöfnuður ríki, án þess að það skerði
framsóknarþrá athafnamannsins. Óð-
inn vill gera rekstur ríkisins sem ein-
faldastan og ódýrastan, vill afnema öll
höft og bönn, svo að hægt sé að létta
byrðum af framleiðslunni, sem er und-
irstaða alls athafnalífs.
2. Réttur til vinnu: Óðinn heldur
fram þeirri skoðun, að Sjálfstæðisverka-
menn eigi eins mikinn rétt til vinnu
og aðrir. Óðinn er fyrst og fremst fé-
lag verkamanna, sem ver rétt þeirra
gegn hverjum sem er. Óðinn lítur svo á,
að í félögum verkamanna eigi eingöngu
að vera starfandi verkamenn. Óðinn við-
urkennir, að það sé hagur verkamanns-
ins að framleiðslufyrirtækjunum vegni
vel og gefi arð, því þá aukist atvinna
verkamanna og árskaup þeirra vaxi, en
árskaupið sé meira virði en hátt tíma-
Hannes Jónsson.
7