Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 41

Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 41
Bornaleikvellir hér og erlendis Mig langar að lýsa með fáum orðum því, sem einna mest hreif mig, er ég ferð- aðist til Englands sumarið 1936, en það var barnaleik- völlur einn í Lond- on, stór og fallegur, sem ég skoðajði og vakti hjá mér sér- staka hrifningu, eða meir en nokkuð annað, sem ég sá í hinni stóru borg, og hvað vel fór um börnin og hvað mikið og margbrotið þau höfðu sér til skemmt- unar, og að sjá brosandi andlitin þeirra af ánægju. Ég get nú ekki hugsað svo hátt, að við íslendingar eigum eftir að hafa eins fallega leikvelli og jafn fjölbreytileg skemmtiáhöld, en ósk mín væri sú, að börn okkar hefðu betri leikvelli heldur en þá, sem nú eru hér í bæ, og þá um leið fullkomnari leikföng en komið er. íslenzku börnin fara margs á mis, eins og að vísu á sér stað með flesta í þessari veröld. Hér í bænum eru leik- vellir í fyllsta máta ófullkomnir að leik- föngum og öllum aðbúnaði, og vil ég til samanburðar lýsa einum barnaleikvelli í London. Leikvöllur þessi er skammt frá Kings Cross. Það, sem fyrst vakti athygli mína, var vaðtjörn, sem börnin virtust una sér vel í. Voru sum börnin í sund- fötum, en svo voru önnur, sem aðeins fóru úr sokkunum, og þarna léku þau sér í ýmsum leikjum, sem voru við hvers hæfi, og af andlitum þeirra ljómaði sæla og ánægja. Þar voru og sólskýli, grasfletir, rólur, sem tóku 15—20 börn. Karlmenn gættu barnanna í leikjum þeirra og höfðu stjórn á öllu. Matur og kaffi var á vissum tíma og borðuðu þá þau börn, sem nesti höfðu. Börnin koma með mat, því að eins og gefur að skilja er tíminn langur, sem þau una þarna. Getum við íslendingar ekki gert meira fyrir börnin en orðið hefir? Það hafa að vísu á síðastliðnum árum verið byggðir leikvellir, en þeir eru að mestu snauðir að leikföngum, sem börnin myndu una sér við. Það væri æskilegt, að stjórnir þær, sem hafa með slíkt að gera, vildu taka til athugunar uppsetningu á fullkomn- ari leikföngum, og vildi ég mega nefna rólur, sem tækju fleiri í einu, sólskýli og rennur, sem hægt væri að ganga upp í þar til gerðum stiga, sezt efst á efri enda og rennt sér niður með miklum hraða. Það væri æskilegt að taka til athug- unar, hvað hægt er að gera fyrir börn- in, svo að leikvöllur þeirra gæti orðið fagur og vistlegur. Eins langar mig að endingu að stinga upp á, að gera leik- völl í suðurhluta Hljómskálatúnsins. Þar er sólríkt og mundi að sjálfsögðu verða mjög eftirsóttur af börnum bæj- arbúa. Það þarf að gera meira fyrir börnin en gert hefir verið, svo að þau hafi ann- an stað að aðhyllast en götur bæjarins, þar sem hættur og allskonar freistingar eru í hverju spori. Þetta er þýðingar- meira atriði en margur heldur, en það útheimtir tíma og peninga. Margt fleira mætti um þetta ræða, en Björgv. Kr. Grímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.