Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 37

Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 37
4 gerð Hafnarfjarðar og Neskaupstaðar harðleiknust dæmi. Enda var meining foringjanna með þjóðnýting ekki sú að bæta hag verkalýðsins, heldur aðeins sú að skapa hálaunaðar stöður fyrir þá sjálfa og sníkjudýr þau, sem á þeim lafa, menn, sem fyrir ýmsa ágalla og ómennsku ekki gátu komist áfram í frjálsri atvinnusamkeppni, en sem allt- af hugsa eingöngu um sinn hag. Foringjarnir fundu, að misskilnings gætti meðal verkamanna og vinnuveit- enda 1 kaupgjaldsmálum, misskilnings, sem létt hefði verið að jafna, ef vilji hefði verið. En foringjarnir notuðu sér þetta til að suridra þeim, sem saman áttu að vinna, og með því náðu þeir yfirráð- um yfir verklýðsfélögunum. Þeir ólu á sundrungu og hatri milli stéttanna, — sjálfum sér til fjár og pólitískra met- orða. Með höftum, bönnum og allskonar kvöðum er nú svo komið, að nú þarf ekki lengur að deila um það, hver bera skuli mest úr býtum af hagnaðinum, heldur um það, hver bera skuli töpin á framleiðslunni. Verkamennirnir eru at- vinnulausir og allslausir, en foringjarn- ir eru ríkir menn í háum stöðum. Þetta er árangurinn af þeirri óhappa- stefnu, sem foringjarnir hafa haldið fram. Hann er ekki glæsilegur fyrir okk- ur verkamenn, því að á okkur lenda af- leiðingarnar með atvinnuleysi og dýrtíð. En nú er verkamönnum orðið þetta Ijóst, þess vegna aðhyllast stöðugt fleiri verkamenn stefnu Sjálfstæðisflokksins. Verkamenn skilja nú nauðsyn þess, að framleiðslan beri sig og gefi arð, til þess að skapa athafnamönnum þrek og löngun til nýrra átaka. Það eykur vinnu verkamannsins. Verkamenn skilja nú, að betri er samúð og samvinna milli vinnuveitenda og vinnuþiggjenda, held- ur en sundrung og illvilji. Verkamenn skilja, að þessir aðiljar eiga að jafna öll sín ágreiningsmál í bróðerni, án þess að neinir milliliðir komist þar að. Það er báðum fyrir beztu, því að raunverulega eru þeir samstarfsmenn með fullkom- inni verkaskiptingu. Hagur atvinnurek- andans er jafnframt hagur verkamanns- ins, því að það eykur og tryggir atvinnu hans að fyrirtækinu vegni vel. Það verð- ur að koma í veg fyrir það, að verkföll og verkbönn geti átt sér stað í framtíð- inni, því að á þeim tapa verkamenn og vinnuveitendur, en þjóðin þó mest. Það má segja, að ekki þýði að sakast um orðinn hlut, og við Sjálfstæðisverka- menn gerum það ekki heldur. Við erum fúsir að gleyma því, sem liðið er, ef fyrri andstæðingar okkar sýna nú ein- lægni í samtökunum um viðreisn fram- leiðslunnar. Nú eru tímamót. Það hefir verið spyrnt við fótum. Nú er aðeins að vera samtaka. Athafnamannanna er að hefja framkvæmdir og okkar verkamanna að styðja þá. Leifum kommúnismans verður að út- rýma úr verklýðsfélögunum og þjóðfé- laginu í heild. Á því er byrjað hjá okkur í Dagsbrún. Síðustu kosningar sýndu, að Héðinn og kommúnistar hans eru þar í miklum minnihluta. Við næstu kosningar verður þeim útrýmt alveg. Það roðar af nýjum degi. Nýr tími er að hefjast 1 sögu hins íslenzka verka- lýðs, tími frelsis og hagsældar. Það þarf aðeins að fylgja vel eftir, og það verð- ur gert af okkur Sjálfstæðisverkamönn- um. Með Óðins kveðju. Gísli Guðnason. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.