Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 27

Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 27
► borgara, á auðvitað fyrst og fremst að mótast af því, hvaða stjórnmálastefnu hann telur líklegasta til að örva at- vinnulífið, veita mikla og arðbæra at- vinnu, og þar með skapa honum og öðrum bezt kjör og lífsskilyrði. — En reynsla allra þjóða á öllum öldum hefir sýnt, að þá verða framfarirnar mestar og atvinnulífið fjörugast, þegar ein- staklingsframtakið og athafnafrelsið fær að njóta sín, en þetta eru einmitt hyrningarsteinar sjálfstæðisstefnunnar. Meginhlutverk sjálfstæðra verka- manna er og verður það, að vinna stétt- arbræður sína til fylgis við viðreisnar- stefnu Sjálfstæðisflokksins, og tryggja henni aukin áhrif í þjóðfélaginu, en berjast af alefli gegn niðurrifsöflum kommúnismans, sem með þjóðnýtingar- þoðskap sínum, stéttahatri, stéttabar- áttu og sífelldum verkföllum er sem eyðandi engisprettur fyrir atvinnulíf hverrar þjóðar. Með baráttu sinni eru sjálfstæðir verkamenn fyrst og fremst að tryggja hagsmuni sinnar eigin stétt- ar, því að stærsta velferðarmál verka- manna er blómlegt atvinnulíf með stöð- ugri og arðvænlegri atvinnu og sem hæstu árskaupi. Sósíalistar einblína á aurana, sem verkamaðurinn fær fyrir tímann, Sjálfstæðismenn leggja megin- áherzlu á krónutöluna, sem þeir fá í árs- kaup. Sjálfstæðisflokkurinn viðurkennir fyllilega stéttarfélög verkamanna, þau eiga rétt á sér og eru nauðsynleg eins og hagsmunasamtök annara stétta. En aðalbarátta þeirra á að snúast að því, að beita sínum mikla mætti til stuðn- ings við atvinnuvegina, en ekki til of- sókna gegn þeim. En þótt Sjálfstæðismenn viðurkenni réttmæti verkalýðssamtakanna, þá á- telja þeir harðlega það fádæma misrétti og einræði, sem ríkir um skipulag þeirra og framferði. Alþýðusambandið, sem er, eða réttara sagt á að vera, alls- herjarsamtök allra verkamanna, er svo úr garði gert, að allir verkamenn eru þar sviptir kjörgengi, nema þeir séu Alþýðuflokksmenn. Og félagsgjöldum verkamanna, sem eiga að renna til sam- eiginlegrar hagsmunabaráttu stéttar- innar, er sóað í pólitíska starfsemi flokks, sem flestir þeirra eru andvígir. Á þessu ömurlega ástandi krefjast Sjálfstæðismenn breytinga. Þeir heimta Alþýðusamband, sem sé óháð pólitísk- um flokkum, og þar sem allir njóti jafn- réttis, hvaða flokki, sem þeir fylgja. — Þeir heimta hlutfallskosningar í félög- unum og mótmæla ráni á félagsgjöldum verkamanna til pólitískrar starfsemi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gekk ný- lega til þjóðstjórnar með Framsókn og Alþýðuflokknum, setti hann það sem ófrávíkjanlegt skilyrði, að Alþýðusam- bandinu yrði breytt, svo að fullkomið lýðræði og jafnrétti ríkti þar. Það verð- ur nú gert. Sjálfstæðismenn í verklýðsstétt! Þið eigið mikið hlutverk að vinna. Berjist af eldmóði fyrir lýðræði og jafnrétti innan verklýðssamtakanna og fyrir ger- breyttum starfsháttum þeirra. Beitið ykkur fyrir friðsamlegu samstarfi ykk- ar við vinnuveitendur, í stað stéttahat- urs og verkfalla. Berjist fyrir fram- gangi og útbreiðslu sjálfstæðisstefnunn- ar, sem ein er þess megnug að skapa hér blómlegt atvinnulíf og heilbrigt þjóðlíf. Gunnar Thoroddsen. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.