Stétt með stétt - 01.05.1939, Síða 27

Stétt með stétt - 01.05.1939, Síða 27
► borgara, á auðvitað fyrst og fremst að mótast af því, hvaða stjórnmálastefnu hann telur líklegasta til að örva at- vinnulífið, veita mikla og arðbæra at- vinnu, og þar með skapa honum og öðrum bezt kjör og lífsskilyrði. — En reynsla allra þjóða á öllum öldum hefir sýnt, að þá verða framfarirnar mestar og atvinnulífið fjörugast, þegar ein- staklingsframtakið og athafnafrelsið fær að njóta sín, en þetta eru einmitt hyrningarsteinar sjálfstæðisstefnunnar. Meginhlutverk sjálfstæðra verka- manna er og verður það, að vinna stétt- arbræður sína til fylgis við viðreisnar- stefnu Sjálfstæðisflokksins, og tryggja henni aukin áhrif í þjóðfélaginu, en berjast af alefli gegn niðurrifsöflum kommúnismans, sem með þjóðnýtingar- þoðskap sínum, stéttahatri, stéttabar- áttu og sífelldum verkföllum er sem eyðandi engisprettur fyrir atvinnulíf hverrar þjóðar. Með baráttu sinni eru sjálfstæðir verkamenn fyrst og fremst að tryggja hagsmuni sinnar eigin stétt- ar, því að stærsta velferðarmál verka- manna er blómlegt atvinnulíf með stöð- ugri og arðvænlegri atvinnu og sem hæstu árskaupi. Sósíalistar einblína á aurana, sem verkamaðurinn fær fyrir tímann, Sjálfstæðismenn leggja megin- áherzlu á krónutöluna, sem þeir fá í árs- kaup. Sjálfstæðisflokkurinn viðurkennir fyllilega stéttarfélög verkamanna, þau eiga rétt á sér og eru nauðsynleg eins og hagsmunasamtök annara stétta. En aðalbarátta þeirra á að snúast að því, að beita sínum mikla mætti til stuðn- ings við atvinnuvegina, en ekki til of- sókna gegn þeim. En þótt Sjálfstæðismenn viðurkenni réttmæti verkalýðssamtakanna, þá á- telja þeir harðlega það fádæma misrétti og einræði, sem ríkir um skipulag þeirra og framferði. Alþýðusambandið, sem er, eða réttara sagt á að vera, alls- herjarsamtök allra verkamanna, er svo úr garði gert, að allir verkamenn eru þar sviptir kjörgengi, nema þeir séu Alþýðuflokksmenn. Og félagsgjöldum verkamanna, sem eiga að renna til sam- eiginlegrar hagsmunabaráttu stéttar- innar, er sóað í pólitíska starfsemi flokks, sem flestir þeirra eru andvígir. Á þessu ömurlega ástandi krefjast Sjálfstæðismenn breytinga. Þeir heimta Alþýðusamband, sem sé óháð pólitísk- um flokkum, og þar sem allir njóti jafn- réttis, hvaða flokki, sem þeir fylgja. — Þeir heimta hlutfallskosningar í félög- unum og mótmæla ráni á félagsgjöldum verkamanna til pólitískrar starfsemi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gekk ný- lega til þjóðstjórnar með Framsókn og Alþýðuflokknum, setti hann það sem ófrávíkjanlegt skilyrði, að Alþýðusam- bandinu yrði breytt, svo að fullkomið lýðræði og jafnrétti ríkti þar. Það verð- ur nú gert. Sjálfstæðismenn í verklýðsstétt! Þið eigið mikið hlutverk að vinna. Berjist af eldmóði fyrir lýðræði og jafnrétti innan verklýðssamtakanna og fyrir ger- breyttum starfsháttum þeirra. Beitið ykkur fyrir friðsamlegu samstarfi ykk- ar við vinnuveitendur, í stað stéttahat- urs og verkfalla. Berjist fyrir fram- gangi og útbreiðslu sjálfstæðisstefnunn- ar, sem ein er þess megnug að skapa hér blómlegt atvinnulíf og heilbrigt þjóðlíf. Gunnar Thoroddsen. 13

x

Stétt með stétt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.