Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 29
►
af öðrum, en vilja ekkert leggja í söl-
urnar sjálfir. Enda er aðferð þeirra nú
búin að dæma sig sjálf, því að fyrir að-
gerðir þeirra er nú allt atvinnulíf kom-
ið í kaldakol, og afleiðing þess fyrir
okkur verkamenn er atvinnuleysi og
dýrtíð.
Og síðan kommúnistar komust inn í
verkamannasamtökin, hefir þar enginn
friður verið. Við verkamenn verðum að
taka höndum saman, hverja skoðun sem
við höfum, til að útiloka áhrif þessara
æsingaseggja.
Á síðastliðnu ári var stofnað hér Mál-
fundafélagið Óðinn, félag Sjálfstæðis-
verkamanna. Þá fyrst fór að rofa til í
málefnum okkar verkamanna, þegar
stefna Sjálfstæðisflokksins fór að hafa
áhrif í Dagsbrún.
Nú ætlum við Óðinsmenn, og aðrir
Sjálfstæðismenn, í fyrsta sinn að halda
hátíðlegan 1. maí, frídag verkamanna.
Og nú vil ég vera með. Við höldum sam-
komur með ræðuhöldum og skemmtun-
um. Við gefum út blað í tilefni dagsins
og við seljum merki okkar Óðinsmanna,
sem ég vona að allir Sjálfstæðismerm
vilji bera.
Ég vona, að allir verkamenn fylgi
okkur. Mér væri það þung raun, að sjá
félaga mína í flokki kommúnistanna.
Með Óðins kveðju.
Björn Benediktsson.
Út í sólskinið
1 dag gangast sjálfstæðisfélögin í
Reykjavík fyrir hátíðahöldum, — ekki
fyrst og fremst í fjáröflunarskyni, held-
ur til að treysta þau bönd, sem tengja
stétt við stétt innan vébanda Sjálfstæð-
isflokksins.
Það er vitað mál, að ár frá ári stækk-
ar sá hópur verkamanna, sem farið er
að skiljast, að stefna Sjálfstæðisflokks-
ins í atvinnu- og fjármálum þjóðarinn-
ar er miðuð við þeirra hagsmuni, ekki
síður en annara stétta. Að hún er ekki
lýðskrum, með stundarhagsmuni flokks-
ins fyrir augum, heldur byggð á þeirri
þekkingu á atvinnulífi þjóðarinnar, sem
reynslan ein getur veitt.
Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir því,
að þjóðfélagið geti uppfyllt þær kröf-
ur, sem þessir menn gera um stöðuga
atvinnu, og að þeir geti lifað eins og
frjálsbornir menn. Af þeim ástæðum
nálgast sú stund óðum, að Sjálfstæðis-
flokkurinn verði stærsti verkalýðsflokk-
urinn í landinu. Hann getur þá heldur
ekki lengur látið undir höfuð leggjast
að taka í sínar hendur aðalhátíðahöld-
in þennan dag verkalýðsins.
En jafnframt því, að sjálfstæðisfélög-
in gangast fyrir hátíðahöldum af fram-
angreindum ástæðum, þá hafa þau á-
kveðið að stuðla að því, að sjálfstæðis-
menn meðal allra stétta hér í höfuð-
staðnum geti tekið höndum saman um
það þennan dag, að leggja grundvöllinn
að einhverju því velferðarmáli hinna
fátækustu meðal þjóðfélagsins, sem ekki
verður hrundið í framkvæmd nema með
almennum samtökum.
Þegar um slíkt er að ræða, þá verður
manni jafnan fyrst fyrir að hugsa til
15