Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 45

Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 45
V að vita hver maðurinn er — ekki bara hvað hann er. „Embættið þitt geta allir séð, en ert þú, sem ber það, maður?“ segir Einar Benediktsson. Það er engin tilviljun, að mesta kraftaskáld Islend- inga mótar hér þá spurningu, sem allt- af leynist í íslenzkri þjóðarsál. Gull- hnappar og titlatog hefir ekki villt okk- ur sýn. Við höfum alltaf vitað, að „ef að úr buxunum fógetinn fer og frakk- anum svolitla stund“, þá er hann skap- aður eins og þú og ég. Fógetinn hefir nefnilega oft haft buxnaskipti fyrir augunum á okkur. Sú „fjarlægð, sem gerir mennina mikla“, er lítt hugsanleg í þjóðfélagi, þar sem allir þekkja alla. Þess vegna eru lítil líkindi til þess, að nokkrum Islendingi takist að gera sig að guði í augum þjóðarinnar. Það, sem ég vildi með þessu sagt hafa, er þetta: Við íslendingar höfum betri skilyrði til þess að skilja hvern annan, en nokkur önnur þjóð. Við höfum betri tök til að meta hag hvers annars og að- stöðu. Við þurfum ekki að berjast við arfgenga hleypidóma, sem staðfesta óbrúanlegt djúp milli stétta þjóðfélags- ins. Við vitum að „lokun Selvogsbanka“ bitnar jafnt á þeim, sem ræður yfir framleiðslutækjunum og hinum, sem leggur fram hina líkamlegu vinnu. Við vitum að sama blóðið rennur í æðum verkamannsins og útgerðarmannsins, bóndans og kaupmannsins, iðnaðar- mannsins og ráðherrans. Af öllu þessu ætti að mega ráða, að harðvítug og illvíg stéttabarátta getur ekki þrifist hér til lengdar. Kjörorð sundrungarmannanna „stétt gegn stétt“ á sér ekki djúpar rætur í hugsunar- hætti Islendinga. Þótt því hafi farið fram um sinn, að nokkuð hafi skorizt í odda, er engin ástæða til að ætla að svo verði til langframa. Hjá ágreiningi verður ekki komizt. En við höfum betri skilyrði en allir aðrir til þess að jafna ágreininginn með gagnkvæmum skiln- ingi. Af öllum flokkum þjóðarinnar er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini, sem ekki er stéttaflokkur. Hann hefir tekið upp kjörorðið „stétt með stétt“. Með því hefir hann tekizt þann vanda á hendur að vera jafnt flokkur verkamannsins og atvinnurekandans. Og hann hefir til þessa verið þeim vanda vaxinn. Fleiri og fleiri verkamenn skipa sér daglega undir merki Sjálfstæðisflokksins: Stétt með stétt. Árni Jónsson. Sjálfstæðismenn og konur! Sækið fundi og skemmtanir dagsins. ★ Útifundurinn við Varðarhúsið hefst kl. iy4 e. h. ★ Skemmtunin í Gamla-Bíó hefst kl. 3 e. h. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. h. og kosta 1 krónu. ★ Barnadagsskemmtunin í Nýja-Bíó hefst kl. 3 e. h. Aðgöngumiðar seldir þar frá kl. 11 f. h. og kosta 50 aura. ★ Slkemmtunin að ’Hótel Borg hefst kl. 9 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Varðarhúsinu uppi og kostis 2 krónur. ★ Kaupið merki Óðins; kosta 50 aura. ★ Kaup|ið stærsta rit dagsÆns |„Stétt með stétt“, kostar 1 krónu. ★ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.