Stétt með stétt

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stétt með stétt - 01.05.1939, Qupperneq 19

Stétt með stétt - 01.05.1939, Qupperneq 19
framboðslistanna, eftir því sem þeir töldu skárra, af tvennu illu. Þá má og minna á þann mikla styrk, sem Málfundafélagið Óðinn veitti stétt- arbræðrum sínum og samherjum 1 Hafn- arfirði nú í vetur, þegar Bæjarútgerð- in þar á staðnum gerði hina ódrengileg- ustu herferð á samtök hafnfirzkra verkamanna. Sú barátta gefur okkur nokkra hugmynd um þá nauðsyn, að allir sjálfstæðisverkamenn hvar á land- inu sem þeir eru búsettir, sameinist í eina órjúfandi heild til varnar og sókn- ar í hinni hörðu lífsbaráttu. Læt ég þessi dæmi nægja til þess að gefa lesendum mínum nokkra hugmynd um hið mikla og margþætta starf, sem Málfundafélagið Óðinn hefir unnið á þessu fyrsta starfsári sínu. En eins og sjá má af dæmunum, hefir það eitt ver- ið gert hér að umtalsefni, sem snertir baráttu félagsins út í frá. Hitt eru þó að sínu leyti engu minni afköst, hvað áunnizt hefir í hinum raunverulegu mál- efnum félagsins inn á við. En þar sem að þau mál eru óviðkomandi almenn- ingi og aðeins séreign félagsins, verður ekki farið út í þau að þessu sinni. Ég vil þó ekki skilja við þennan lið á starfsemi Málfundafélagsins Óðinn, án þess að láta þá skoðun mína í ljós, að ég tel það fyrst og fremst þess verk, að dagur hinnar stritandi alþýðu þessa bæjar er nú í fyrsta skipti haldinn há- tíðlegur undir sameiginlegum átökum allra sjálfstæðisfélaganna hér í Reykja- vík. III. Liðlega eitt ár er liðið frá því að Mál- fundafélagið Óðinn var stofnað, en af því, sem hér hefir verið drepið á af störfum þess, sem þó er aðeins ómerki- legt sýnishorn, má greinilega sjá, að meðlimir félagsins hafa ekki alltaf leg- ið á Iiði sínu. Það má og fullyrða, að sérhvert starf, sem félaginu hefir auðn- azt að framkvæma á þessu fyrsta starfs- ári sínu, og sérhver unninn sigur þess, hafi skapað meðlimum þess aukið þrek og bjartara viðhorf til enn stærri átaka, unz það að lokum hefir náð þeirri bjarg- festu, sem mun hafa í för með sér ger- breytingu á íslenzkum verkalýðssamtök- um, er mun byggjast á samstarfi allra stétta þjóðfélagsins til viðreisnar landi og lýð, í stað þeirra sundrungar- og eyðileggingarafla, sem þar hafa verið æðst ráðandi að undanförnu. Núverandi stjórn Málfundafélagsins Óðinn skipa þessir menn: Kristinn Árnason, form., Sveinn Sveinsson, varaform., Axel Guðmundsson, ritari, Gísli Guðnason, gjaldkeri, Jón Björnsson, fjármálaritari, Meðstjórnendur: Sveinn Jónsson og Ingvi Hannesson. Um þessa menn verður ekki ann- að sagt en að þeir séu mjög lík- legir til góðra átaka, og er þess fyllilega að vænta, að Málfundafélagið Óðinn eigi eftir að stíga mörg framfaraspor undir þeirra forustu. Vona ég, að hver einasti félagi geri skyldu sína með því að styðja þá eftir föngum í því starfi, og þá mun þess ekki langt að bíða, að Málfundafélagið Óðinn verði eitt af öfl- ugustu félögum Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Halldórsson. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Stétt með stétt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.