Stétt með stétt - 01.05.1939, Síða 23

Stétt með stétt - 01.05.1939, Síða 23
'r numda landi hinna ótakmÖrkuðu mögu- leika eigi þegnskylduvinna ekki við. Það þurfi að eins að gefa þjóðinni fullt frelsi til aukins framtaks. Hver vinna, sem unnin sé, eigi og megi til að vera þess virði, sem hún kostar. Óðinn æskir þess, að haldið verði uppi vinnu fyrir unglinga, líkt og verið hefir á Þingvöllum undan- farin sumur, og sem gefizt hefir ágæt- lega. Hann álítur, að á sama hátt mætti skipuleggja vinnuflokka unglinga úti um sveitirnar, undir stjórn æfðra manna, til hjálpar bændum. En Óðinn er andstæður hugmyndinni um vinnu- skóla. Það er lífrænt starf, sem ungling- arnir þarfnast mest, því með því öðlazt þeir heilbrigðan þroska. 10. Afstaðan til Alþýðuflokksins og óháð fagsamband: Því miður hefir Óðinn hvað eftir annað orðið að taka afstöðu gegn Alþýðuflokknum og vinna með kommúnistum. Þessu hefir valdið afstaða Alþýðuflokksins til undanfar- innar ríkisstjórnar, sem hefir verið gagnstæð hagsmunum verkamanna. Og einnig óhæfileg stirfni Alþýðusam- bandsins. Þess vegna hafa Sjálfstæðis- verkamenn orðið að vinna með komm- únistum, þó þeim væri það mjög óljúft. Nú ætti þetta að geta breytzt og finnst okkur, að Alþýðufl. ætti nú að hliðra svo til með breytingu á lögum Alþýðu- sambandsins, að þessir tveir flokkar gæti haft nána samvinnu í verklýðsmál- um. Það væri mjög eðlilegt og æskilegt. Til þess þarf Alþýðuflokkurinn aðeins að sýna réttlæti og lýðræði, og það ætti honum að vera ljúft. Hið svokallaða ó- háða fagsamband er engin framtíðar- lausn. Enda sýnir það sig strax, að þó að það ætti að vera ópólitískt, þá hefir það ekki verið meining kommúnista. 11. Dagsbrúnarkosningin: Síðasta kosning í Dagsbrún varð mjög til að skýra skoðanir verkamanna. Þó þetta væri alveg óundirbúin prófkosning af hendi okkar Óðinsmanna, þá fengum við þó um 30% greiddra atkvæða. Við at- hugun á kosningunni er mér það ljóst, að Sjálfstæðismenn í Dagsbrún munu vera nær 900. Það var af tvennu, að við ekki fengum fleiri atkvæði nú og unn- um kosninguna. Sumir verkamenn van- möttu fylgi okkar Sjálfstæðismanna, og vildu þá af tvennu illu heldur kommún- istana heldur en jafnaðarmenn, vegna afstöðu þeirra til Framsóknarflokksins. Aðrir verkamenn hafa litið svo á, að Sjálfstæðisflokkurinn væri fyrst og fremst flokkur atvinnurekenda, og vildu því ekki fela honum forustu í verka- mannafélagi, þó þeir fylgdu honum við þingkosningar og bæjarstjórnarkosn- ingar. Þeim var nefnilega ekki nægjan- lega ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn vill engu síður hag verkamanna en atvinnu- rekenda. Og Óðinn, sem stóð að þessum kosningum og hefði borið ábyrgð á stjórn Dagsbrúnar, er fyrst og fremst félag verkamanna. Nú er verkamönnum orðið þetta tvennt ljóst, og nú þekkja þeir styrk- leika Óðins. Og næsta ár tökum við Óð- insmenn við stjórn Dagsbrúnar og vænt- anlega fleiri verklýðsfélaga. 12. Gengislækkun og þjóðstjórn: Um þessi tvö mál voru aldrei mjög skiptar skoðanir í Óðni. Verkamenn skildu strax þörf þess, að hjálpa framleiðslunni, því það var um leið tilraun til að hjálpa þeim sjálfum. Þeir tóku því fúslega á sig byrðar gengislækkunarinnar. Og Óð- insmenn munu gera allt til að styrkja viðleitni foringja Sjálfstæðisflokksins til að rétta við hag framleiðslunnar. Félagslíf í Óðni er gott, og félagarnir 9

x

Stétt með stétt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.