Stétt með stétt - 01.05.1939, Side 36

Stétt með stétt - 01.05.1939, Side 36
Litið um öxl Við þessi tímamót, er við Sjálfstæðis- verkamenn fyrst höldum hátíðlegan 1. maí, frídag okkar verkamanna, verður manni á.að líta um öxl og íhuga ástand það, sem við verkamenn höfum orðið að búa við af hendi foringja þeirra, er töldu sig sjálfkjörna málsvara verka- lýðsins, foringja, sem hafa ginnt okk- ur til fylgis við sig með loforðum og lýðskrumi, sér sjálfum til upphefðar, en okkur til tjóns. Eitt af loforðum þeirra var það, að auka menntun og menningu verkalýðs- ins. Þeir vissu, að verkamenn finna sárt til þess að þá skortir menntun, til þess að vera starfhæfari í baráttunni fyrir tilverunni, menntun, sem gerir þá að nýtari borgurum og þjóðinni gagnlegri. En efndirnar á loforðunum eru þær, að byggðir eru margir skólar, óhentugir og rándýrir vegna fyrirhyggjuleysis. Og þangað er hrúgað kommúnistum fyr- ir kennara og uppfræðara unglinganna. Afleiðing þessa er sú, að fullt er af hálf- menntuðum æskumönnum, mörgum sið- ferðisveikluðum fyrir áhrif kommún- ista, æskumönnum, sem hafa lært að- eins eitt til fullnustu, það, að fyrirlíta vinnuna. Þetta eru efndirnar á loforðunum um menntun verkalýðsins. Að foringjunum hafi dottið í hug að fá hæfa fræðimenn til að halda fyrirlestra fyrir okkur verkamenn, hefir ekki komið fyrir. Við áttum að vera áfram jafn menntunar- snauðir, aðeins hlusta á foringjana og hlýða þeim. Verkamenn óska ekki þeirrar mennt- unar, sem gerir menn að kommúnistum og auðnuleysingjum. Þeir óska þeirrar Gisli Guðnason. menntunar, sem gerir þá frjálsa og sjálfstæða, sem gerir þá færari til að taka upp lífrænt starf í framleiðslu þjóðarinnar. Verkamenn hafa andúð á sníkjumenning þeirra, sem raða sér á ríkissjóðsjötuna, snapandi þar eftir beinum og bitlingum, manna, sem eru byrði á samstarfi verkamanna og vinnu- veitenda. Ríkisbáknið með öllum sínum tollum og sköttum, höftum, bönnum og einka- sölum er orðið þjóðinni um megn. — Tekjuþörf ríkisins verður að minnka stórkostlega með því að gera rekstur ríkisins einfaldari og ódýrari, svo hægt sé að létta á framleiðslunni og um leið skapa okkur verkamönnum lífvænlegt starf. Þjóðnýting hefir verið eitt af boð- orðum foringjanna. Ekki hefir hún reynzt okkur verkamönnum eða þjóð- inni happadrjúg, og eru þar bæjarút- Á 18

x

Stétt með stétt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.