Stétt með stétt - 01.05.1939, Qupperneq 47
Sláturfélag Suðurlands
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Landsins fullkomnasta úrval af
allskonar kjöti, bjúgum, áskurði á brauð
og öðrum tilheyrandi vörum.
Heildsala: Lindargötu 39.
Smásala: Matardeildin, Hafnarstræti 5, sími 1211.
Matarbúðin, Laugavegi 42, sími 3812.
Kjötbúð Sólvalla, Sólvallagötu 9, sími 4879.
Kjötbúðin, Týsgötu 1, sími 4685.
Kjötbúð Austurbæjar, Laugavegi 82, sími 1947.
Heildsölubirgðir frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
Engin önnur næring
getur komið í stað mjóíkur
segir prófessor E. Langfeldt. Og hann segir ennfremur:
„í mjólk eru öll næringarefni: Eggjahvítuefni, kolvetni,
fita, sölt og fjörefni. Mjólkurneyzla kemur í veg fyrir
næringarsjúkdóma og tryggir hinni uppvaxandi kynslóð
hreysti og heilbrigði“.
Yfirlæknir dr. med. A. Tanberg segir m. a.: ,,Það getur
ekki leikið á tveim tungum, að rétt notkun mjólkur og
mjólkurafurða í daglegri fæðu er eitt áhrifamesta raðið
til þess að auka hreysti og heilbrigði þjóðarinnar".