Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 13

Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 13
STETT MEÐ STÉTT ð Sigurður Halldórsson: Samtök sjálfstæðisverka- manna og sjómanna. Rösk þrjú ár eru liðin frá því, að sjálfstæðisverkamenn og sjómenn mynduðu fyrstu samtök sín hér á landi, með stofnun málfundafélags- ins Öðinn í Reykjavík. Með þeirri fé- lagsstofnun þófst nýr og 'víðtækur þáttur í útbreiðslustarfsemi Sjálf- stæðisflakksins, jafn-framt þýðingar- mikilli hreytingu á skipulagningu hans. En framar öllu öðru, skapaði, þó stofnun M. f. Öðinn nýtt viðhorf til verkalýðsmálan-na, og markar þvi raunverulega merkileg tímamót í sögu alþýðusamtakanna hér á landi. Framí að þeim tíma, að M. f. öð- inn var stofnað, hafði Sjálfstæðis- flokkurinn í raun pg sannléíka ekki tekið.neina beina afstöðu til verka- lýðsmálanna, enda litið svo á, að samtök verkamanna ættu að vera hrein fagleg samtök, ó- háð öllum pólitískum flokkum. Forustumenn flokksins höfðu þó ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd, að vegna óheppilegrar forustú, verka- lýðsfélaganna, sem meir byggðist á pólitískri valdastreitu einstakra manna, en umhyggju fyrir bættri lífsafkomu verkalýðsins sjálfsí, hafði þessi eðlilega og réttmæta skoðun Sjálfstæðisflokksins verið knésett um ófyrirsjáanlegan tíma innan verka- lýðssamtakann-a. En það er þó ekki fyrr en nokkru, eftir að Alþýðuflokk- urinn hefur með lögum tryggt sér fullkomið einræði innan Alþýðusam- bandsins, að ráðamenn Sjálfstæðis- flokksins skilja til fullnustu,, hvar á vegi þeir eru staddir í þessum efn- um. Það verður þó að segjast flokks- forustunni til málshóta, að hun hafði raunar miklu verri aðstöðu tij allra afskipja af málefnum verkamanna, en aðrir stjórnmálaflokkar í landinu,, sem árum saman höfðu; hrúgað inn í verkalýðsfélögin hinum og öðrum kjaftafinnum, sem hvorki höfðu lært að halda á skóflu né haka, en engu að síður töldui s,;jálfum: sér og öðrum trú um það, að þeir væru skapaðir til forustu fyrir hinar vinnandi stéttir. Það samrýmdist hins vegar ekki virð- ingu Sjálfstæðisflokksins fyrir hags- munasamtökumi íslenzkrar alþýuu, að gera þau að sníkjudýrsæti pólitískra loddará, eins og rauðliðar höfðu gert, án allrar blygðunartilfinningar. En hins vegar höfðu leiðandi menn flokksins enga löngun til þess, að bregoast þeirri skyldu sinni. við

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.