Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 24

Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 24
20 STÉTT MEÐ STÉTT AMTOXYD ryðvarnarmálning er bezta vörnin gegn ryði og fúa Fœst í mörgum smekklegum litum syni prestsins, síðan með Gvendi syni læknisins. — Allt lukkaðist. Hún gat haft áhrif á þá. Þeir lutu henni. Vit- anlega visisu þeir ekki sjálfir af því. — Það var svo spennandi. — Og nú var hún komin í bæinn. Þangað sem allar æfintýrasögurnar, sem hún hafði heyrt„ gerðust. — Hún var einkaritari; í 3 mánuði hafði hún blikkað forstjórann um leið og hann fór fram hjá henni, og alltaf hafði hann litið svo spanskt til henn- ar. — Hann var svo fyndinn — og einu sinni þegar hann var að fara út, klappaði hann svo voða blítt á kollinn á henni og sagði, að hún ætti að vera góð stúlka. — Ha — hæ. — Það var svo gaman að þessu, — Hann hélt víst, að hún þekkti ekki lífið -— og svo kom hann á morgnana. Svei mér ef það var ekki skrítið að hann skyldi koma á morgnana. — Barasta til að segja henni hvað hún ætti að gera á daginn <— því ekki að segja henni það á kvöldin eða á skrifstof- unni á moirgnana. — Hann gat þó komið þangað svona snemma eins og heim til hennar. — Já, hann var sVo fyndinn. — Það lá eitthvað á bak við þessar morgunheimsóknir hans. — Já — hvort hún myndi ekki slá hann í gegn. Sá skyldi nú svei mér finna að hún var engin viðvaningur. — Hún byllti sér til í rúminu. Sparkaði ofan af sér og byrjaði að klæða sig úr náttfötunum. öðru hverju leit hún til dyranna löngun- arfullum augum. — Hún þráði svo mikið að hann kæmi. — En guð, — ef hann kæmi nú, og hún hálf nakin. — Hjarta hennar fór að slá örar. — Hún var

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.