Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 15

Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 15
STETT með stett 11 anna, um ]>að bil sem M.f. öðinn var stofnað, til þess að lesendur mínir geti betur áttað sig á því, hve geypileg grettistök það hafa verið, sem sam- tökum sjálfstæ'ðisverkamanna og sjó- manna hefir auðnast að lyfta, á jafn skömmum tíma og liðinn er frá stofn- un þeirra. En þó h.ér hafi aðeins ver- ið minnst á ástandið eins og það var innan verkalýðsfélaganna hér í Rvík, mun eitthvað svipaða sögu að segja af flestum þeim stöðum, þar sem nú eru starfandi samskonar félög og M.f. öðinn. Það yrði bæði langt mál cg óþarft, að rekja hér til hlítar hið margþætta starf M. f. Öðinn, í þau þrjú ár, sem liðin eru frá stofniun þess, enda ekki til þess ætlast, svo mjög sem það er kunnugt öllum almenningi, í helstu atriðumi. Auk þess mun eitthvað að því vikið á öðrum stað hér í b'laoinu. Þó skal þéss getið hér, að þrátt fyrir látlausar ofsóknir og allskonar erfið- leika, hefir M. f. öðinn tekizt á mjög skömmum tíma, að marka þau spor innan verkalýossamtakanna, sem ald- rei rnunu afmást, á meðan verkalýðs- mál verða rædd á Islandi. Hefir það hvað eftir annað unnið hina glæsileg- ustu sigra innan félagsskapar verka- manna, sem vakið hafa almenna at- hygli út um land allt. Auk þess sem það hefir við tvær síðustu stjórnar- kosningar í V.m.f. Dagsbrún fengið þrjá fulltrúa af fimm kosna í stjórn félagsins. Tæpu ári eftir að M.f. öðinn var stofnað eða 15. janúar 1939, fetuðu sjálfstæðisverkamenn og sjómenn í Hafnarfirði í fótspor stéttarbræðra sinna hér í Reykjavík, með því að stofna þar M.f. Þór, sem engu síður en M.f. öðinn hefir unnið hina stór- kostiegustu sigra innan verkalýðs- samtakanna. Hafa sjálfstæðisverka- menn í Hafnarfirði unnið fullkominn sigur á andstæðingum sínum, við tvær síðustu stjórnarkosningar í V.m.f. Hlíf, og er stjórn þess þvi ein- göngu skipuð sjálfstæðismönnum. Alls eru nú á landinu fast að tutt- ugu starfandi málfundafélög sjálf- stæðisverkamanna og sjómanna, og mun þeim enn halda áfram að fjölga. Starfsemi þessara félaga stendur víð- ast hvar með miklum blóma og með- limatala þeirra fer stöðugt vaxandi. Sem dæmi upp á lífrænt starf þess- ara félaga skal þess getið, að fyrir tilstilli M.f. Heimirs í Vestmannaeyj- um eiga sjálfstæðismenn tvo fulltrúa af fimm í stjórn verkalýðsfélagsins þar á staðnum. Á Þingeyri hafa þeir fengið einn fulltrúa kosinn í stjórn verkalýðsfélagsins þar á staðnum og sömu sögu er að segja frá Flateyri og Stokkseyri, jafn- framt því, sem sjálfstæðisverka- menn á síðast nefnda staðnum hafa fengið hlutfallskosningar viðurkennd- ar innan verkalýðsfélagsins þar. En það er eitt af höfuð stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í verkalýðsmál- um. Snemma á síðastliðnu sumri geng- us,t Málfundafélögin öðijin og Þór fyrir því, að stofnað var Landssam- band sjálfstæðisverkamanna og sjó- manna, til styrktar hinum sameigin- legu átökum allra félaganna. En fyr- ir tilstilli þess hafa þegar unnizt þeir sigrar, sem stórkcstlega þýðingu munu hafa fyrir framtíðarstarf sjálf-

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.