Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 21

Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 21
STÉTT MEÐ STÉTT 17 greina hana og hrista, því sandur var í henni og oft ábótavant um fleira. Petta var um aldamótin og kaupið var 15 au. um tímann fyrir konur og 25 au. fyrir karla. Eitt sinn er Tryggvi gamli Gunnarsson hafði um- fcjón með því verki er vioí unnum að, hélt hún áfram, benti Tryggvi karl- mönnum á það, að við konurnar vær- um handfljótari við fiskinn en þeir, því verkin sýndu merkin og hækkaði kaupið okkar upp í 17 au. og þótti það ekki lítil búbót, því þá var hver eyrir hnitmiðaður og peningar mjög af skornum skammti manna á meðal og mikils virði«. Mér eru minnisstæðar margar eyr- arvinnukonur er bárui kola og salt- pokana á bakinu og gáfu körlunum þar ekkert eftir, þá voru þær ekkí slakari við vatnsburðinn, fisk- og tau- þvottinn, pakkasauminn, móvinnsl- unp, breiða og taka saman, stafla o. s. frv. Allar ættu þær það sameigin- legt uffl fram karlmennina, að hafa einnig á sinni könnu margvísleg heim- ilisstörf auk vinnunnar utan heimilis. Það er ekki, fjarri lagi að mörg verka- konan hafi sömu sögu að segja ennþá, en þeir er mu,na tvenna tímana, vita að einhver munur var þó á þægind- um þá Otg nú, og að allt er nú hægt að fá í búð, eða svo hefur verið und- anfarið, er nöfnum tjáir að nefna, en heimilin uro.u hér áður að treysta svo mjög á sjálf sig í flestum. greinum og kom þar mest til kasta konunnar. Hvað er þessi Soffía að lofsyngja vinnuna og verkakonuna núna, er vinnan er vaxin okkur upp yfir höf- uð, vistarstúlkur og kaupakonur eru Mikið úrval af allskonar snmarskófatnaði °g sokknm. Stefán Gunnarsson Skóverzlun. Austurstræti 12. VÖRPUGARN LINUGARN BINDIGARN Ennfr. BOTNVÖRPUR stórar ogsmáar jafnan fyrirliggjandi. Hf. Hampiðjan Símar 4390 — 4536. Símn.: Hampiðja. að hverfa úr sögunni og peningarnir vaða uppi? Svarið iiggur beint við því fyrra. Vinnan er í eðli sínu jafn göfgandi og góð, hvort hún er mikii ipða lítil, og hægt er að svara því síð- ara á þann veg: Að hver og ein verð- ur að ráða það við sjálfa sig, hvað hollast og happadrýgst muni reynast henni og þá þjóðinni hvað störf henn- ar snertir og kjör. S. M. 0.

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.