Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 20

Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 20
16 Soffía M. Olafsdóttir: Verkakonan fyrr og nú. Það hefir verið mörg verkakonan hér á landi, og á ég þar við konuna ier sjaldan fellur verk úr hendi, allt frá landnámstíð, því svo að segja hver almenn kona hér, vann myrkr- anna á milli allt fram á vora daga og hin raunverulega verkakona gerir I>að enn. Það er því ekki síður íslenzkui kon- unni að þakka að gróðursett var su virðing fyrir vinnunni er markar sín spor í vinnulífi voru og gerir Islend- inga svoi jafna og tillitsgjarna, þó mis- munandi störf vinni, því hún taldi hverri stund. bezt borgið við vinnuna sína, .hjalaði við börnin og þuldi upp dýrustu ljóð og sögur með vinnuna í höndunuim og var aldrei glaðari en þegar hugur og hönd gat unnið svo prýðilega saman. Þaðan er okkur kominn vinnuþrótt- urinn, að okkar vinnusömu, foreldr- ar litu ósmáum augum starfið og aumkuðu þá er ekki gátu rétt þar hendur fram. Mun því óvíða betrí skilyrði frá náttúrunnar hendi til jafnari kjara og bræoralags, en ein- mitt hér., hvort um vinnuyeitanda eða þiggjanda er að ræða. Ég fór eigi alls fyrir löngu í heim- sókn til kunningjakonu minnar í sveit, ekkju, sem hefur átt 18 börn og kour- ið flestum upp með mikilli prýði. Hún var að koma gangandi af engjunum með prjónana í höndunum er ég reið STÉTT MEÐ STÉTT 3» í hlaðið. »Ekki er nú eftirgefið, og þú, sem átt prjónavél«, varð mér að orði. »Ég geri það svona að gamni mínu«, var svarið, »mér er það svo tamt«, og hið ljúfasta bros lék um varir hennar. Mér kom ósjálfrátt til hugar, að ajíslenzkt efni og vinna, væri í raun og veru heilög vinna og handbragð, ef svo mætti1 segja. Eg átti nýlega tal við 75 ára ekkju er ég þekki frá því ég var barn, fyr- irmyndar húsmóður, og sívinnandi öllum stunidum. Ég fór að inna hana eftir því hvernig hefði verið í fisk- vinnunni forðum, því ég mundi eftir því er dóttir hennar og ég, sem erum jafnaldra, komum til hennar sem litl- ar telpur í pakkhúsið hjá Zimsen og Þorsteinn Guðtaundsson hafði þar verkstjórn. »Það var nú betra að halda á spöðunum í þá daga, Soffa. mín«, sagði þessi aldraða vina mín, Og ekki var það síður ullin er hand- tökin þurfti við snör og fús, að skil-

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.