Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 6

Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 6
2 STÉTT MEÐ STÉTT Bjarni Benediktsson, borgarstjóri: Sjálfstædismálid Allir íslendingar voru sammála um þær ályktanir, sem Alþingi gerði 10. apríl 1940,, er það tók að’ öllu í Islands hendur meðferð utanríkismála og landhelgisgæzlu og flutti handhöfn konungsvaldsjns inn í landið. Ein- staka maður taldi að vísu, að í álykt- unum þessum væri of skammt geng- ið. Rétt væri að rifta sambandslög- unum algerlega og stofna lýðveldi þegar í stað. Þeir, sem þessa skoðun höfðu, voru ásáttir ályktununum svo langt, sem þær náðu, en töldu þær þó varlegar um; of. Meginþorri landsmanna var hins- vegar alveg fyrirvaralaust ánægður með aðgerðir þessar og virtist með þeim ratað hið rétta meðalhóf. Verð- ur og að telja, að svio hafi verið. Hin eina vörn, setm smáríki slíkt sem Is- land á, er virðingin fyrir lögum og rétti. Island má því ekki í neinum athöfnum sínum brjóta gegn þeim. I fyrra vor var eigi víst nema ástand það, sem skapaðist við hernám Dan- merkur, stæði einungis skamma stund, og engan veginn öruggt nema atvik yrðu þau, að taka hefði mátt mjög bráðlega upp fyrra samband landanna. Atvikin, sem þá varð að álykta frá, vorui því mjög óviss. 1 samþykktum Alþingis var því slegið föstu, að Dan- ir gætu ekki farið með þau mál, sem þeim var í sambandslögunum fengið að fara með fyrir Islands hönd. Með þessu var fullyrt, að fyrir hendi væri vanefnd þeirra á samningnum, og á þeirri vanefnd vorn aðgerðir þingsins byggðar. Þessar ályktanir voru gerð- ar áður en staðreynt var, að vanefnd- ir væri framkomnar, heldur einung- is byggt á því, að þeir hlyti að koma fram. Það að óttast er, að vanefnd á milliríkjasamningi kunni að eiga sér stað, er hinsvegar ekki nóg til riftingar honum. Vanefndin verður að vera fram komin, og ef hún- er þeim, er1 vanefndi, að saklausu, eins og hér verður að telja, að verið hafi, er öruggast, að hún sé á verulegu atriði samningsins. 1 upphafi varð því að fara varlega á meðan ÖU þessi atrið'i voru að skýr- ast. ★ Nú er að því komið, að taka eigi ákvörðun um næsta áfangann í þessu máli. En um hann eru menn því mið- ur ekki eins sammála og þeir voru um ályktunina í fyrra. Fer það að vonum, því að mörg þau; atvik, sem til hliðsjónar um ákvörðun þarf að hafa, eru enn mjög á huldu og jafn- vel fremur en í fyrra virtist, en frelsi Islendinga til að fara þá leið, sem þeir sjálfir vilja, hinsvegar eigi fram- ar hindrað af þeim réttar-hömlum, sem á voru fyrir ári. Því hefir að: vísu heyrst fleygt, að Islendingar væru enn skuldbundnir af sambandslögunum, og væri því óheimilt að slíta til fulls sambandinu við Dani með öðrum hætti en þar segir. Ef Islendingar gerðu það, þá seittu, þeir sig á bekk með þeim ríkj-

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.