Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 25

Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 25
STÉTT MEÐ STÉTT 21 BURFELL er venjulega vel byrg af 1. flokks dilkakjöti, nautakjöti af ungu, nýlögudu kjötfarsi, middegispylsum ásamt okkar vel- pekktu kmdabjúgum. Mimið §ímann 1506. komin úr náttfötunum og kastaði þeim hirðuleysislega á rúmgaflinn. — Hún var nú allsnakin. Taugar hennar voru eilítið óstyrkar. — Hjart- að barðist, í brjósti hennar — barm- ur hennar svall. Fögur brjóstin bif- uðust. — Hún lá endilöng í rúminu og naut æsandi hugsana sem svifu um hug hennar. — Æ — hún var svoi óstyrk, gat bara alls ekki klætt sigv— Ö — guð ------guð, ef hann kæmi nú. — Hún varð að klæða sig í einhver föt og það strax. — Hann gat komið á hverri mínútu. — Þegar hún reis upp til að klæoía sig, sá hún andlit sitt í spegl- inum á borðinu. — En guð •— að hugsa sér, hún var barasta alveg eins og ræfill. — Hárið allt úfið og storka í augunum og kringumi munninn. — Guð •— hún varð þó að laga sig dá- lítið til. — Hún teygði sig yfir á servantborðið og náði sér í votan svamp. — Settist á fætur sínar í rúm- inu og tók til að þurrka framan úr sér. — Hún hélt á speglinum í vinstri hendinni og lét hann sýna sér hvern- ig hressandi blær færðist yfir and- litið undan köldum og blautum svamp- inum. — En allt í einu hætti hún þvættinum. Spegillinn hneig niður með vinstri hendinni unz hann stöðv- aðist á krepptum fæti hennar. Svamp- inum hélt hún í óvirkri hægri hend- inni eins og fet frá andlitinu. — Augnablik sat hún í þessari stellingu og horfði dreymandi augum fram fyrir sig. — Svo leið hægt andvarp af munni hennar. — Guð, ef hann kæmi nú. Kl. var hálf tíu. ITún átti eftir að greiða hárið, laga augabrýrn- ar, mála varirnar, krema sig og púðra

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.