Fréttablaðið - 14.12.2022, Side 2
Giljagaur kom í heimsókn
Aukin krafa í samfélaginu
um dýrar jólagjafir veldur
ónotum hjá einstæðri móður
á Akureyri. Þung áskorun
að þurfa að hugsa um hverja
einustu krónu.
bth@frettabladid.is
AKUREYRI Einstæð móðir á Akureyri
segir að samfélagskröfur um dýrar
gjafir og annan aukakostnað fyrir
jólin séu sligandi áskorun. Allstór
hluti þjóðarinnar kvíði að geta ekki
uppfyllt óskir barna sinna um jólin.
„Einstætt foreldri þarf alltaf að
hugsa um hverja einustu krónu,“
segir Þórlaug Þorfinnsdóttir, leik-
skólakennari og móðir tveggja
drengja.
Þótt f lestir hlakki til jólanna og
sjái fyrir sér andstæðu depurðar-
innar þegar hátíðin gengur í garð
er einnig til allstór hópur sem upp-
lifir desember sem erfiðan tíma.
Ein ástæða þessa er vaxandi krafa
í samfélaginu um „dýr jól“ að sögn
Þórlaugar. Hún segir að synir hennar
séu nægjusamir og sparsamir en
þeir beri sig saman við félaga sína
er kemur að jólagjöfum og jóla-
haldi. Sem leikskólakennari finni
hún einnig að ung börn geri æ meiri
kröfur.
„Það er of boðslegur jólagjafa-
þrýstingur núna í samfélaginu.“
Þórlaug leigir íbúð í blokk og
greiðir um 180.000 krónur í mánað-
arleigu. Hún fær meðlag, samanlagt
um 87.000 með báðum drengjunum
á mánuði. Meðlagið dugar skammt,
einkum þegar mikill jólakostnaður
bætist við.
„Drengirnir mínir eru báðir í
íþróttum og því fylgir mikill kostn-
aður, ekki síst vegna ferðalaga. En ég
set það aldrei fyrir mig, því strák-
arnir mínir eru alltaf í forgangi.“
Þórlaug viðurkennir að loka sig
stundum af og eiga erfiðar stundir
út af fjárhagsáhyggjum. Tíminn nú
sé sérlega viðkvæmur.
„Ég fæ stundum sting í magann,
f inn kvíðann koma. Hvernig á
maður að fara að því að veita drengj-
unum allt það besta sem ég óska
þeim?“
Stundum hugsi hún hve gott
það væri að eiga maka, fjárhags-
lega, félagslega og uppeldislega. Því
kerfið geri í raun ráð fyrir tveimur
fyrirvinnum.
„Ég er örugglega ekki ein um að
hugsa: Guð minn góður, nú er kom-
inn desember og ég þarf að eyða
öllum þessum peningum, sem ég á
ekki.“
Þórlaug telur að hækka þurfi
meðlag og barnabætur, einkum ef
ekki fylgi annar fjárstuðningur frá
því foreldri sem ekki fer með forsjá.
Þrátt fyrir áskoranir hlakkar hún
og drengirnir hennar til jólanna.
„En þetta líf er ekki alltaf dans á
rósum.“ n
Segir aukakostnað vegna
jólanna valda kvíðasting
Þórlaug Þorfinnsdóttir leiskólakennari segir að aukin krafa sé í samfélaginu
um dýrar jólagjafir. Það geti valda kvíða hjá foreldrum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
bth@frettabladid.is
NEYTENDUR Framkvæmdastjóri
Bónuss segir mikið um að neytendur
hringi eða sendi tölvupósta til að fá
upplýsingar um fyrirtæki og vöru-
merki vegna kröfu um sniðgöngu
á tilteknum vörum. Sama á við um
Hagkaup.
Verkalýðsforkólfar eru meðal
hundraða Íslendinga sem hafa deilt
á Facebook brýningu um að neyt-
endur hundsi vörur frá Langasjó,
félaginu sem rekur Ölmu, vegna
leiguhækkana. Um ræðir vörumerki
svo sem Freyju, Ali og Matfugl.
„Enn sem komið er sjáum við ekki
mikil áhrif af þessari brýningu, en
maður veit ekki hvað gerist, jóla-
ösin er ekki hafin,“ segir Guðmundur
Marteinsson, framkvæmdastjóri
Bónuss. Hann segir að eigi að síður
hafi orðið viðbrögð. Mikið sé hringt
og spurt um söluna á þessum vörum.
„Bónus er ekki í pólitík og mun
aldrei verða en neytandinn tekur
upplýsta ákvörðun og við þurfum að
haga okkar innkaupum í samræmi
við það,“ segir Guðmundur.
Sigurður Reynaldsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaups, segir of
snemmt að spá fyrir um áhrifin.
„Hins vegar hefur verið nokkuð
um fyrirspurnir þar sem viðskipta-
vinurinn vill vita meira um ákveðn-
ar vörur og hvaðan þær koma.
Málið hefur því vakið athygli,“ segir
Sigurður. n
Mikið spurt um sniðgönguvörur
Guðmundur
Marteinsson,
framkvæmda-
stjóri Bónuss
Ég er örugglega ekki
ein um að hugsa: Guð
minn góður, nú er
kominn desember og
ég þarf að eyða öllum
þessum peningum,
sem ég á ekki.
Þórlaug Þorfinnsdóttir,
leiskólakennari
Giljagaur kom í heimsókn á Þjóðminjasafnið í gær og söng með börnunum sem voru ánægð að sjá hann. Nú eru jólasveinarnir farnir að tínast til byggða, í nótt
kom Stúfur og í kvöld kemur Þvörusleikir. Það er því um að gera fyrir öll börn að vera stillt og góð svo þau fái ekki kartöflu í skóinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANOTON BRINK
benediktarnar@frettabladid.is
DÓMSMÁL Sakborningum í hryðju-
verkamálinu var sleppt úr gæslu-
varðhaldi í gær eftir að Landsréttur
felldi úrskurð héraðsdóms um
áframhaldandi gæsluvarðhald úr
gildi.
Úrskurður Landsréttar byggir
á því að í geðmati segir að menn-
irnir séu hættulausir sjálfum sér og
öðrum.
Einar Oddur Sigurðsson, verj-
andi annars sakborningsins, segir
að með úrskurðinum megi sjá að
Landsréttur sé ósammála mati lög-
reglu og héraðsdóms um að menn-
irnir uppfylli skilyrði hegningarlaga
um að teljast hættulegir. „Að mínu
mati dregur þetta að miklu leyti
úr þessum sakargiftum á hendur
mönnunum,“ segir Einar. „Það hljóta
að vera uppi núna vangaveltur hjá
héraðssaksóknara um hvort þeir
ætli að standa við þessa ákæruliði
sem varða hryðjuverkin. Þetta er
stórt atriði og það verður fróðlegt að
fylgjast með,“ segir Einar. n
Tveir meintir
hryðjuverkamenn
lausir úr haldi
Einar Oddur
Sigurðsson,
lögmaður
2 Fréttir 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ