Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.12.2022, Qupperneq 10
Eftirspurnin er svo mikil að þetta er eigin- lega nauðsynlegt. Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, rekstrarstjóri Inter Continen- tal Aviation *Verðskrá Airbus og Boeing samkvæmt sögulegum verðum fyrir A320neo og Boeing 737 Max. Heimildir: Bloomberg, Airbus, Boeing, Simple Flying © GRAPHIC NEWS Kínverjar framleiða sína fyrstu farþegaþotu FarþegaŒöldi Hámarksdrægi Pantanir í vinnslu Flugvélar framleiddar Verð (milljarðar ISK)* 158–192 5.550 km Meira en 1.100 Ekki vitað 14,2 140–244 8.740 km 6.200 10.616 15,9 137–230 7.129 km 3.590 11.025 17,5 Comac C919 Samanburður €ugvéla Kínverska vélin er ekki eins hagkvæm og Airbus/Boeing hvað varðar eldsneytisnýtingu og drægi. Airbus og Boeing hafa samt áhyggjur af að C919 muni draga úr pöntunum til þeirra innan Kína. Airbus A320 Boeing 737 China Eastern Airlines varð fyrsta €ugfélagið til að fá a‡enta Comac C919-€ugvél og markar það mikil tímamót í samkeppni Kína við Airbus og Boeing. COMAC C919: Birgjar Flugriti General Electric (GE) Lendingar- búnaður Liebherr Aerospace Hrey¡ar CFM International (Samvinna á milli GE og Safran) Dekk, hemlar Honeywell Stél, vængir Aviation Industry Corporation of China (AVIC) Álið í skrokki vélarinnar Arconic Samskipta- og leiðsöguker¤ Rockwell Collins Sérfræðingur í flugmálum segir C919-farþega- þotuna vera tilraun til að auka sjálfstæði Kínverja í flug- vélaframleiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Fyrsta kínverska farþega- þotan var afhent fyrir helgi og mun áætluð jómfrúarferð hennar fara fram næsta vor. Viðskiptaáætlun framleið- anda þotunnar er metnaðar- full en framleiðandanum gæti reynst erfitt að keppa við Boeing og Airbus. Í seinustu viku varð China Eastern Airlines fyrsta f lugfélagið í heim- inum til að fá afhenta Comac C919- farþegaþotu. Flugvélin er sú fyrsta sinnar tegundar sem framleidd er í Kína og markar hún mikil tímamót í samkeppni Kínverja við Airbus og Boeing. Þotan er smíðuð af kínverska ríkisrekna fyrirtækinu Comac og er hún hugsuð sem eins konar keppinautur við Airbus A320neo og bandarísku Boeing 737 Max f lug- vélarnar. Vélin á rætur að rekja til ársins 2008 þegar framleiðandinn Comac var stofnaður. Það hefur ekki enn fengist stað- fest hve miklum fjármunum kín- verska ríkið hefur veitt í þetta verkefni, en sérfræðingar telja það vera á milli 49 til 72 milljarðar Bandaríkjadala. Xi Jinping, forseti Kína, hefur lagt mikla áherslu á að þjóðin framleiði sína eigin farþega- þotu en fram til þessa hefur Boeing verið helsti söluaðili á kínverskum flugmarkaði. Boeing býr yfir meira en 100 ára reynslu í f lugiðnaði en Kínverjar byrjuðu aftur á móti ekki að prófa sig áfram í þeim geira fyrr en á áttunda áratug seinustu aldar. Á tíunda áratugnum fór eftirspurn eftir f lugferðum í landinu ört vax- andi og árið 2017 framleiddi Boeing meira en 200 nýjar f lugvélar fyrir kínverska markaðinn. Á sama ári hófu hins vegar bandarísku og kínversku ríkis- stjórnirnar viðskiptastríð og í fram- haldi af því stöðvuðu Kínverjar allar nýjar pantanir frá Boeing. Með þeirri ákvörðun opnaðist gluggi fyrir innlendan framleiðanda. Hönnunin á Comac C919-vél- inni er ekki mjög frábrugðin hinni sígildu Boeing 737 Max. Báðar eru með einn gangveg, eru jafn breiðar og rúma svipaðan farþegafjölda. Hreyflar beggja f lugvéla eru einnig mjög svipaðir en þeir eru frá fyrir- tækinu CFM, sem er sameiginlegt verkefni bandaríska fyrirtækisins General Electric og hins franska fyrirtækis Safran. Comac C919 er smíðuð í Kína en reiðir sig engu að síður á erlenda varahluti og hefur það skapað ákveðin vandamál fyrir framleið- andann. Sérfræðingar innan f lug- geirans segja að alþjóðlegir sam- starfsaðilar hafa verið hikandi við Kínverjar svífa inn á flugmarkaðinn Helgi Steinar Gunnlaugsson helgisteinar @frettabladid.is að afhenda hátæknibúnað til kín- verskra fyrirtækja sökum ótta við brot á hugverkarétti. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur í gegnum tíðina ásakað Kína um að stela hátækniupplýsingum og var Comac um tíma sett á svartan lista hjá Bandaríkjastjórn yfir fyrirtæki sem sögð voru styðja kínverska herinn. Annað sem gæti valdið Comac erfiðleikum í framtíðinni er viðhald á C919-flugvélunum. Framleiðend- ur eins og Boeing og Airbus hafa í gegnum árin byggt upp alþjóð- legt tengslanet en það gæti reynst alþjóðlegum flugfélögum erfitt að gera við sínar Comac-þotur ef allar viðgerðir þurfa að fara fram í Kína. Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, rekstrarstjóri hjá Inter Continental Aviation, segir að innleiðing Comac á f lugmarkað muni ekki koma til með að hafa neikvæð áhrif á sam- keppnisaðila. Fyrirtækin Boeing, Airbus og Embraer hafa einfaldlega ekki náð að anna gríðarmikilli eft- irspurn eftir minni farþegaþotum á alþjóðavísu. „Ég held að þetta sé mjög gott fyrir framboðið á þessum markaði. Eftirspurnin er svo mikil að þetta er eiginlega nauðsynlegt. En svo er auðvitað punktur líka að Kínverjar eru með þessu að gera tilraun til að vera ekki eins háðir Evrópu og Bandaríkjunum með flugvélafram- leiðslu,“ segir Eyjólfur. n Nana Akufo-Addo, forseti Gana, hefur verið gagnrýndur vegna viðbragða sinna við efnahagskreppu landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA helgisteinar@frettabladid.is Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til- kynnti í gær að hann hefði samið við ríkisstjórn Gana um 426 millj- arða króna neyðarlán, en vestur- afríska þjóðin glímir við mikla efnahagskreppu um þessar mundir. Ríkisstjórn Gana, sem er þegar mjög skuldsett, stendur frammi fyrir sögulega hárri verðbólgu, um 40 prósentum. Ganverski gjaldmið- illinn, cedi, hefur einnig tekið á sig gríðarlegt högg í kjölfar stríðsins í Úkraínu. „Það gleður mig mjög að tilkynna að AGS og ganverska ríkisstjórnin hafa samið um þriggja milljarða dala lán sem dreift verður yfir þriggja ára tímabil,“ segir Stephanie Roudet, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Gana. Talsmenn AGS segjast vonast eftir því að lánið muni hjálpa Gana að endurheimta stöðugleika og sjálf- bærni í skuldaferli sínu. Samkomu- lagið verður yfirfarið í Washington þar sem framkvæmdastjórn sjóðs- ins mun veita lokasamþykki sitt fyrir því. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna viðbragða sinna við efna- hagskreppu landsins og þá sérstak- lega fyrir það að leita aðstoðar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. For- setinn fullyrti fyrir fjórum árum að þjóð hans þyrfti ekki lengur á utan- aðkomandi aðstoð að halda. Íbúar Gana hafa þurft að búa við síhækkandi verðlag og óttast nú að lánið muni neyða ríkisstjórnina til að grípa til íþyngjandi niðurskurð- araðgerða. Efnahagur landsins hefur verið aðkrepptur frá því í byrjun árs 2022 og hækkaði verðbólga meðal ann- ars úr 13,9 prósentum í janúar í 37,2 prósent í september. Sumir sérfræðingar segja aftur á móti að opinberar tölur standist ekki og að raunveruleg verðbólga gæti jafnvel verið í kringum 98 pró- sent. Verð á bensíni og dísilolíu í landinu hefur til að mynda hækkað um 88,6 prósent og 128,6 prósent og gjald fyrir almenningssamgöngur hefur hækkað um 100 prósent. Gana er mikill gull- og kakó- framleiðandi og býr yfir miklum gasforða, en greiðslubyrði lána hefur rokið upp úr öllu valdi. Þar að auki hefur stríðið í Úkraínu haft gríðarlega neikvæð áhrif á efnahag þjóðarinnar, sem og stóran hluta Vestur-Afríku. n Gana og AGS sættast á yfir fjögur hundruð milljarða neyðarlán 10 Fréttir 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.