Fréttablaðið - 14.12.2022, Side 16
Nýlega kom út þriðja bókin um
íslensku ofurhetjurnar Land-
verðina. Bókin, sem heitir
Landverðirnir & Kafteinn Ísland:
Fyrstu íslensku ofurhetjurnar, er
með breyttu sniði í ár þar sem hún
er bæði lita- og þrautabók með
söguþræði segir Úlfar Svansson,
einn af rithöfundum bókarinnar.
„Í þessari æsispennandi lita- og
þrautabók sameinast Landverð-
irnir og Kafteinn Ísland í fyrsta
skipti. Saman takast þau á við að
berjast við illmenni landsins, á
borð við Tjöruna, með hjálp les-
andans sem þarf að leysa þrautir
og sýna eigin ofurkrafta í verki.“
Í bókinni er lesandanum einnig
boðið upp á að búa til sínar eigin
ofurhetjur og illmenni. „Land-
verðirnir vilja sjá listamanninn
sem býr innra með okkur öllum,
hver veit nema að þín teikning
verði með í næstu bók um Land-
verðina. Lesendur geta litað sínar
uppáhalds íslensku ofurhetjur,
hjálpað þeim að leysa þrautir
og stöðvað illmenni bókarinnar
ásamt því að búa til sínar eigin
ofurhetjur. Þetta verkefni snýst
um að gera öðrum gott, því það er
það besta sem við getum gert.“
Hugrekki og vinátta grunnurinn
Fyrri tvær bækurnar um Land-
verðina komu út árin 2020 og 2021
og heita Landverðirnir – Atlas
og Avion og Landverðirnir 2:
Íra. „Landverðirnir eru hópur af
íslenskum ofurhetjum sem eiga
það allar sameiginlegt að bera
ofurkraft íslensku náttúrunnar.
Atlas stjórnar vatninu, Íra stjórnar
ísnum, Avion stjórnar vindinum
og illmennið Azar stjórnar eld-
inum. Markmið Landvarðanna er
að stöðva Azar og hamfarateymi
hans sem hafa valdið náttúru-
hamförum á Íslandi. Til þess að
takast það þurfa þau að sýna
hugrekki og vináttu. Það þarf að
standa saman til þess að láta gott
af sér leiða.“
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Sterkur hópur á bak við
Landvarðabækurnar
Upphafið af bókunum um Land-
verðina má rekja til æskuvinanna
Úlfars Konráðs Svanssonar og
Dags Lárussonar frá Hafnarfirði
sem byrjuðu að skrifa sögurnar um
Landverðina árið 2019 eftir að hafa
séð Tom Holland mæta sem Spider
Man upp á barnaspítala í Banda-
ríkjunum.
„Hugmyndin hjá strákunum
var að skapa íslenskar ofurhetjur
sem gætu látið gott af sér leiða hér
á landi,“ segir Ólíver Þorsteinsson,
einn af höfundum bókarinnar og
útgefandi hennar. „Fannar Georg
kom næstur inn í teymið með sinn
hæfileika sem listamaður og teikn-
ari. Hann hannaði ofurhetjurnar
út frá veikum hugmyndum rithöf-
undanna og úr varð teymið Land-
verðirnir. Ég sjálfur er eigandi Leó
bókaútgáfu sem gefur bækurnar út
og kom sterkur inn í teymið fyrir
þessa þriðju bók okkar þannig
að við gátum gefið hana út í tæka
tíð. Listamaðurinn Arnar Marvin
myndskreytti svo lita- og þrauta-
bókina ásamt Fannari Georg.“
Landverð-
irnir eru
hópur af
íslenskum
ofur-
hetjum
sem eiga
það allar
sameigin-
legt að bera
ofurkraft
íslensku
náttúr-
unnar.
Úlfar Svansson
Láta gott af sér leiða
Allur hagnaður af litabókinni
rennur til Barnaspítala Hringsins
að sögn þeirra félaga eins og af
fyrri bókunum tveimur. „Við
höfðum enga sérstaka tengingu
áður við Barnaspítala Hringsins en
vildum búa til íslenskar ofurhetjur
sem væru bæði hetjur í bókunum
og einnig utan þeirra. Fyrsta árið
gáfu Landverðirnir Barnaspítal-
anum hálfa milljón og árið 2021
voru keyptar Playstation 5 leikja-
tölvur ásamt tölvuleikjum og leik-
föngum fyrir börnin á spítalanum.
Við stefnum alltaf á að stækka og
geta á sama tíma gefið meira af
okkur. Vonandi næla sem flestir
sér í eintak af nýju bókinni og taka
þannig þátt í þessu skemmtilega
ævintýri með Landvörðunum og
Kafteini Ísland.“
Björt framtíð
Framtíðin er björt hjá Landvörð-
unum, segja þeir Úlfar og Ólíver.
„Það bætist stöðugt við persónu-
flóru bókanna og við erum strax
tilbúnir með næstu bók þar sem
við kynnum tvo nýja karakt-
era til leiks, systkinin Flóru og
Agor sem stjórna gróðrinum og
steinum landsins. Á sama tíma
eru Landvarðaleikföng á leiðinni
í takmörkuðu upplagi sem lista-
konan Hildur Hörn hefur hannað
og handmálað frá grunni. Þetta
er bara rétt að byrja hjá okkur í
Landvörðunum.“ n
Nánari upplýsingar á Facebook (@
landverdirofficial).
2 kynningarblað A L LT 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR