Fréttablaðið - 14.12.2022, Síða 17

Fréttablaðið - 14.12.2022, Síða 17
Ég mæli hiklaust með mjólkurþistli yfir hátíðarnar. Ekki bara fyrir þá sem ætla að gera vel við sig í mat og drykk heldur bara flesta. Hlynur hefur sett stefnuna á að komast á HM og Ólympíuleikana. MYND/AÐSEND Hlynur Andrésson hafnaði í 55. sæti af 83 keppendum á EM í víðavangshlaupi sem fram fór í nágrenni Tórínó á Ítalíu á sunnudaginn. Hlynur hljóp rúma 10 kíló- metra á 31,53 mínútum.  gummih@frettabladid.is „Ég varð í 39. sæti á þessu móti árið 2019. Ég hélt að ég myndi gera töluvert betur núna en sú varð ekki raunin. Ég var svolítið svekktur en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég að stefna á aðra hluti og þetta hlaup, sem ég tók þátt í, var bara svona til að vera með,“ segir Hlynur. Það er margt spennandi á döf- inni hjá Hlyni en í byrjun nýs árs fer hann til Afríkuríkisins Nami- bíu í fjögurra vikna æfingabúðir til undirbúnings fyrir Sevilla-mara- þonið sem verður haldið á Spáni 19. febrúar. Hleypur sitt annað maraþon Hlynur tekur þátt í sínu öðru maraþoni á ferlinum í Sevilla en í mars í fyrra setti hann nýtt glæsilegt Íslandsmet í sínu fyrsta maraþoni sem fram fór í Dresden í Þýskalandi. Hlynur hljóp mara- þonið á tímanum 2:13,37 klukku- stundum og sló met Kára Steins Karlssonar um þrjár og hálfa mínútu. Hann hafnaði í 5. sæti í hlaupinu. „Að undirbúa sig fyrir maraþon er töluvert öðruvísi heldur en að undirbúa sig undir víðavangs- hlaup og nú er ég kominn á fullt að undirbúa mig fyrir maraþonið í Sevilla. Draumamarkmið mitt á ferlinum er að hlaupa maraþon undir 2,10 klukkustundum. Ég veit að ég þarf mikinn grunnhraða til þess og ég vildi hlaupa hratt fyrst í styttri vegalengdunum áður en ég myndi hella mér út í maraþonið. Ég er orðinn 29 ára gamall og það er kominn tími á að einbeita sér meira að maraþoninu,“ segir Hlynur. Hann á einnig Íslands- metið í 10 kílómetra götuhlaupi en hann setti metið í janúar á þessu ári, 29,24 mínútur. Hlynur kom fyrstur í mark í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en tími hans var 1:08,56 klukku- stundir. Hlynur hefur verið búsettur á Ítalíu í eitt ár þar sem hann æfir með atvinnumönnum. „Það er ekki hægt að æfa fyrir maraþon og ætla sér að hlaupa undir 2,10 klukkustundum með því að vinna 40 tíma á viku. Í dag er standardinn það hár að þú þarft að vera atvinnumaður í því sem þú gerir. Það er gott að vera með æfingafélögum og veðuraðstæður á Ítalíu eru töluvert betri en heima á Íslandi og það er miklu ódýrara að lifa hér. Ég tel þetta vera einu leiðina sem er í boði fyrir mig til að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana. Það hefur verið svona drifkrafturinn af hverju maður hefur haldið sig í sportinu af þessum krafti,“ segir Hlynur. Stefnir á HM og Ólympíuleikana Hlynur ætlar að taka þátt í 10 kílómetra götuhlaupi í Bolzano á Ítalíu á gamlársdag og heldur síðan til Namibíu þar sem hann leggur lokahönd á undirbúning fyrir maraþonhlaupið í Sevilla. „Maður fær vel borgað fyrir að taka þátt í þessum götuhlaupum og ég er bara að taka þátt í þessu hlaupi fyrir peningaverðlaunin. Í Sevilla ætla ég að reyna við lág- mörkin fyrir heimsmeistaramótið og Ólympíuleikana. HM fer fram í Búdapest í Ungverjalandi næsta sumar og ári síðar verða Ólympíu- leikarnir haldnir í París. Ég fer í fjögurra vikna æfingabúðir til Namibíu í byrjun janúar. Þar get ég æft í góðu sumarveðri og í meiri hæð sem gefur líkamanum kleift að aðlagast erfiðari aðstæðum. Þegar ég kem til baka frá Namibíu hef ég tvær vikur til ná mér aftur ferskum fyrir maraþonið í Sevilla,“ segir Hlynur. n Á leið til Afríku í æfingabúðir Í Sevilla ætla ég að reyna við lágmörk- in fyrir heimsmeistara- mótið og Ólympíuleik- ana. HM fer fram í Búdapest næsta sumar og Ólympíuleikarnir verða haldnir í París ári síðar. Hlynur Andrésson Hrafnhildur Hákonardóttir hefur tekið Mjólkurþistil frá ICEHERBS um árabil og segir bætiefnið vera daglegan gleðigjafa. Mjólkurþistillinn er þekktur fyrir hreinsandi áhrif og það veitir svo sannarlega ekkert af því yfir hátíðarnar. Hrafnhildur hefur þjáðst af slitgigt síðastliðin sex ár og segir mjólkur- þistilinn hafi bætt líðan sína til muna. Hún tekur líka D-vítamín, Magnesíum með fjallagrösum, Astaxanthin og stundum fjalla- grös, allt frá ICEHERBS. „Það er nú kannski svolítið pjatt- að hjá mér, en ég heillaðist fyrst af pakkningunum en er nú aðallega hrifin af þeim því bætiefnin frá ICEHERBS eru náttúruleg og hrein. Allar upplýsingar eru á íslensku og boxin fara vel í eldhússkúffunni og ofan í mig. Það er auðvelt að finna þessi vítamín í hillunum í apótekum og verslunum og ég veit hvað þau innihalda,“ segir Hrafn- hildur. Hjálpar lifrinni „Ég er slæm af slitgigt og finn fyrir verkjum í hálsliðum, baki, höndum og fótum. Ég tek verkja- lyf oftar á veturna en sumrin því kuldinn fer alls ekki vel í gigtina. Vinur minn mælti með mjólkur- þistli með verkjalyfjum því hann hefur hreinsandi virkni á líkam- ann og hjálpar lifrinni að hreinsa út óæskileg efni. Mjólkurþistillinn hefur gert sitt gagn. Ég veit það vegna þess að ég fer á þriggja mánaða fresti í blóðprufu til að mæla lifrargildi innkirtla og annarra kerfa. Ég er enginn unglingur en gildin eru alltaf í góðu lagi. Ég tek tvö hylki af ICEHERBS Mjólkurþistli á morgnana mjög samviskusamlega og hann fer alltaf með mér í ferðalög.“ Ómissandi yfir hátíðarnar Jólin eru alveg að koma með öllum sínum freistingum, reyktu kjöti, konfekti, smákökum, desertum, ís og víni. „Það er erfitt að sniðganga þennan góða mat þó allir viti að allt þetta gúmmulaði sé ekkert sérstak- lega gott fyrir kerfið. En það þarf nú stundum að njóta og leyfa sér. Ég hryn nú alveg í það í mat og drykk en þá bæti ég við tveimur hylkjum af mjólkurþistli fyrir svefn. Þetta tryggir betri svefn hjá mér og ég er orkumeiri daginn eftir þar sem líkaminn er ekki að ströggla við allt það sem ég innbyrði daginn áður. Í stuttu máli sagt þá líður mér betur í líkamanum þegar mjólkur- þistillinn er með mér og ég finn að líkaminn er í betra jafnvægi. Ef mér líður vel í líkamanum þá verður myrkrið, kuldinn, stressið og allt annað mun bærilegra. Ég mæli hiklaust með mjólkur- þistli yfir hátíðarnar. Ekki bara fyrir þá sem ætla að gera vel við sig í mat og drykk heldur bara flesta. ICEHERBS Mjólkurþistillinn með íslenskum fjallagrösum hjálpar til við að hreinsa líkamann af umframefnum sem safnast fyrir í lifrinni og líkam- anum.“ Náttúruleg hreinsun ICEHERBS Mjólkurþist ill inniheldur hreinan mjólkurþistil og íslensk fjallagrös. Mjólkurþistill inniheldur virka efnið sylimarin sem er þekkt fyrir að hafa góð áhrif starfsemi lifrar og nýrna. Efni úr mjólkurþistli á að hjálpa lifrinni við myndum nýrra lifrarfrumna og er þannig náttúruleg hreinsun fyrir lifrina. Þá hefur plantan andoxandi virkni og hjálpar til við að losa óæskileg efni út úr líkamanum. Sumir nota mjólkur- þistilinn þegar þeir hafa neytt áfengis vegna hreinsandi áhrifa hans. Íslensk fjallagrös eru þekkt sem Gingseng Íslands og ekki að ástæðulausu. Þau innihalda betaglúkantrefjar sem eru þekktar fyrir að auka þyngdartap, bæta meltingu og styrkja þarmana. Fjallagrös eru rík af steinefnum, einkum járni og kalsíum, og bera í sér fléttuefni sem hindra óæski- legar bakteríur. Fjallagrös hjálpa til við að draga úr bjúg og er þessi hreinsandi blanda frábær fyrir almenna desembergleði. Íslensk og kröftug bætiefni ICEHERBS framleiðir hrein og náttúruleg bætiefni. Þar er lögð áhersla á að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar innihaldsefnanna viðhaldi sér að fullu. Vörurnar eru framleiddar á Íslandi og innihalda engin óþarfa fylliefni. n ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum og í vef- verslun iceherbs.is. Mjólkurþistill gerir lífið léttara um jólin Hrafnhildur Hákonardóttir segist finna mikinn mun á sér eftir að hún fór að taka ICEHERBS Mjólkurþistil. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2022

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.