Fréttablaðið - 14.12.2022, Qupperneq 22
Það var norski landkönnuðurinn
Roald Amundsen sem leiddi fyrsta
leiðangurinn til að komast á suðurpól
jarðar. Amundsen hafði upphaflega
hugsað sér að verða fyrstur manna til
að komast að norðurpólnum en hætti
við eftir að amerísku landkönnuðirnir
Frederick Cook og Robert Peary héldu
því fram árið 1909 að þeir hefðu hvor
um sig komist að pólnum. Amundsen
beindi sjónum sínum því suður á
bóginn fyrir leiðangur sem yrði mun
erfiðari.
Vegnar áhyggna af að bakhjarlar leið-
angursins myndu draga stuðning sinn
til baka þegar þeir heyrðu af breyttum
áformum ákvað Amundsen að halda
nýrri áætlun sinni leyndri. Ekki einu
sinni áhöfnin vissi af því að ferðinni
væri heitið að Suðurskautslandinu fyrr
en skip þeirra, Fram, var farið úr höfn í
Madeira í Portúgal.
Þegar komið var til Suðurskauts-
landsins 1910 settu pólfararnir upp
búðir og undirbjuggu sig fyrir leiðang-
urinn. Við fyrstu tilraun neyddist föru-
neytið til að snúa til baka í búðirnar þar
sem enn var miður vetur og kalt í veðri.
Það var svo þann 19. október 1911
þegar Amundsen og fjórir förunautar
hans lögðu af stað á fjórum sleðum
með fimmtíu og tveimur hundum.
Förin var löng og erfið en á endanum
náðu Amundsen og félagar á suður-
pólinn þar sem þeir settu niður norska
fánann.
Fjórum dögum síðar var förinni heit-
ið aftur í búðirnar og náðu þeir þangað
25. janúar 1912. Þaðan var siglt til Ástr-
alíu þar sem Amundsen tilkynnti um
að för sín hefði heppnast. Hann vissi af
leiðangri breska landkönnuðarins Ro-
berts F. Scott sem hafði líka ætlað sér
að verða fyrstur manna á pólinn. Teymi
Scotts náði á pólinn fimm vikum á eftir
norska teyminu en allir í föruneytinu
létust á leiðinni til baka.
Amundsen átti eftir að lenda í þó
nokkrum ævintýrum í viðbót en hann
hvarf árið 1928 þegar hann tók þátt
í björgunaraðgerð í Norðuríshafi.
„Aldrei hefur nokkur maður náð mark-
miði sem er jafn þveröfugt óskum
hans,“ sagði Amundsen eitt sinn um
pólförina. „Svæðið í kringum norður-
pólinn – djöfullinn hirði það – hafði
heillað mig frá barnæsku og nú var ég
hér á suðurpólnum. Gæti nokkuð verið
brjálaðra?“ n
Þetta gerðist: 14. desember 1911
Fyrstu menn stíga á suðurpólinn
Roald Amundsen, landkönnuður.
Hljómsveitin Fjaðrafok skemmtir
gestum í Húsi máls og menningar
í kvöld með slögurum frá þriðja
áratug síðustu aldar.
arnartomas@frettabladid.is
Þriðji áratugur síðustu aldar virðist vera
að sækja í sig veðrið þessa dagana eins
og sjá má á öllum þeim Gatsby-partíum
sem dúkkað hafa upp á samfélags-
miðlum með tilheyrandi fjaðralengjum,
hálsfestum og munnstykkjum. Hljóm-
sveitin Fjaðrafok var stofnuð í kófinu í
fyrra með það að markmiði að taka þátt
í þessari bylgju og stígur á stokk í Húsi
máls og menningar í kvöld.
„Við erum að spila tónlist sem var vin-
sæl á árabilinu 1920–1930, „the roaring
twenties“,“ segir Katrín Guðnadóttir,
söngkona Fjaðrafoks. Hópurinn kom
upphaflega saman í fyrrasumar og fljót-
lega hófst ráðabrugg um tónleikahald.
„Vinkona mín, sem hafði mikinn áhuga
á þessum áratug, fékk mig upphaflega til
að taka þátt í þessu og þetta hefur verið
mjög skemmtilegt.“
Ásamt Katrínu skipa sveitina Ari Agn-
arsson á trommur, Ari Páll Kristinsson á
kontrabassa, Magnús Pálsson á klarin-
ett og Konstantín Shcherbak á banjólín.
Katrín segir sveitina sækjast eftir slög-
urum frá tímabilinu hvaðanæva, eins
lengi og þeir séu skemmtilegir.
„Mörg af þessum lögum voru gerð vin-
sæl seinna meir af tónlistarfólki eins og
Ellu Fitzgerald, svo við fórum aftur í tím-
ann til að finna upphaflegu útgáfurnar
af lögunum,“ segir hún. „Við viljum taka
þetta í sama stíl og áður.“
Hvað er það við þennan áratug sem
heillar fólk svona mikið?
„Það er góð pæling, það er þessi djass
og svo er þetta svo hresst og skemmti-
legt,“ svarar Katrín. „Eftir Covid fór fólk
að tengja við ýmsa atburði sem áttu sér
stað fyrir hundrað árum síðan, eins og
spænsku veikina og þess háttar erfið-
leika. Það er kannski einhver nostalgíu-
bylgja í gangi bara.“
Herlegheitin í kvöld verða aðrir tón-
leikar Fjaðrafoks í Húsi máls og menn-
ingar en þar fyrir utan hefur sveitin verið
að spila á Gallerí Fold, árshátíðum og á
götum Reykjavíkurborgar. Stundum
hefur verið fenginn liðsauki frá lindý-
hopp-dönsurum til að taka skrallið upp
á næsta plan.
„Þetta eru svona dansar sem kannski
ekki allir kunna svo það hefur verið
gaman að fá lindýhopp-dansarana með.
Þá hefur fólk ákveðið að tjútta með og
dilla sér þótt það sé ekki með sporin á
hreinu. Það er stemning í þessu.“
Tónleikar í Húsi máls og menningar
í kvöld verða tvennir, þeir fyrri eru frá
klukkan 16.30–17.30 og þeir seinni
frá 18.00–19.00. Aðgangur er ókeypis. n
Aldargamlir slagarar
Hljómsveitin Fjaðrafok dúkkaði fyrst upp fyrir ári síðan. MYND/AÐDEND
Það er kannski einhver
nostalgíubylgja í gangi
bara.
1136 Haraldur gilli Noregskonungur drepinn í Björgvin af
Sigurði slembidjákni.
1287 Grandi milli Norðursjávar og grunns stöðuvatns í
Hollandi gefur sig og veldur fimmta stærsta flóði
sögunnar. 50.000 manns létu lífið en flóðið braut
líka hafinu leið að Amsterdam sem eftir það gat
þróast sem hafnarborg.
1890 Eyrarbakkakirkja vígð. Altaristafla hennar er eftir
Lovísu Danadrottningu, máluð árið 1891.
1910 Vísir til dagblaðs í Reykjavík hefur göngu sína. Vísir
og Dagblaðið sameinuðust í DV 26. nóvember 1981.
1912 Stórbruni á Akureyri. Tólf hús brunnu til ösku en
enginn fórst.
1934 Golfklúbbur Reykjavíkur er stofnaður undir nafninu
Golfklúbbur Íslands.
1935 Um mestallt Ísland geisar fárviðri og verður mikið
manntjón. Tuttugu og fimm manns farast, síma-
línur slitna niður og skemmdir verða á húsum.
1977 Ofviðri samfara stórflóði veldur tjóni víða á suður-
strönd Íslands, til dæmis á Stokkseyri. Þetta voru
talin mestu flóð á tuttugustu öldinni.
1989 Í Chile eru haldnar fyrstu lýðræðislegu kosning-
arnar í sextán ár.
2003 Saddam Hussein finnst í byrgi nálægt Tikrit í Íran og
er tekinn höndum af Bandaríkjaher.
Merkisatburðir
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Guðrún Hulda Hansen
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á
Akureyri þann 9. desember síðastliðinn.
Útför hennar fer fram miðvikudaginn
21. desember kl. 13.00 í Akureyrarkirkju.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar.
Viðar Hansen
Eyjólfur Hannesson
Jónbjörg S. Hannesard. Guðrúnard.
Hannes Bjarni Hannesson
makar og barnabörn
Elskuleg móðir, tengdamóðir
og amma,
Elínborg Jóna Pálmadóttir
sem lést á Landspítalanum í
Fossvogi laugardaginn 10. desember
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 21. desember kl. 13.
Sóley Jónsdóttir Helgi Pétursson
Fjóla Jónsdóttir Jón Ari Jónsson
Lilja Jónsdóttir Kristóbert Fannberg Gunnarsson
Jón Pétur, Hafþór, Arnbjörg Ella, Árný Lind
og Hafdís Fannberg
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Anna Petersen
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í
Reykjanesbæ þriðjudaginn 6. desember.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði mánudaginn 19. desember
klukkan 15.
Jón Hörður Hafsteinsson Guðfinna Ósk Kristjánsdóttir
Lilja Hafsteinsdóttir Eiríkur Bragason
Jóna Marý Hafsteinsdóttir Birgir Ómar Ingason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar,
afi og tengdafaðir,
Gunnar Torfason
verkfræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
sunnudaginn 4. desember.
Starfsfólkið á Skjóli fær innilegar þakkir
fyrir góða umönnun á liðnum árum.
Anna Gunnarsdóttir Jóhanna Jónsdóttir
Laufey Gunnarsdóttir Nanna Dís Jónsdóttir
Jóhann Heiðar Jóhannsson
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR