Fréttablaðið - 14.12.2022, Side 28

Fréttablaðið - 14.12.2022, Side 28
ninarichter@frettabladid.is Þann 30. nóvember síðastliðinn barst tíu ára stúlku í Los Angeles bréf frá Dýraeftirliti Los Angeles. Bréfið innihélt svar við beiðni barnsins, stúlku að nafni Made- leine, um að halda einhyrning í garðinum hjá sér. Í bréfinu hlaut Madeleine kærar þakkir fyrir að sýna framúrskarandi ábyrga hegðun í tengslum við dýra- hald. Formlegt samþykki var veitt að uppfylltum eftirfarandi skil- yrðum. 1. Að einhyrningurinn skuli hljóta umönnun samkvæmt tíundu reglugerð laga í Los Angeles um- dæmi. 2. Að þarfir einhyrningsins séu í öllu tilliti uppfylltar hvað varðar aðgengi að sólarljósi, geislum mánans ásamt reglulegu aðgengi að regnbogum. 3. Eiganda er skylt að gefa ein- hyrningnum vatnsmelónu, eftir- læti einhyrninga, að minnsta kosti einu sinni í viku. 4. Horni einhyrningsins skal haldið við góða heilsu. Það feli í sér að pússa hornið að minnsta kosti mánaðar lega með mjúkum klút. 5. Allt glimmer og gljáskraut sem notað er á einhyrninginn skuli vera í samræmi við reglugerðir, án eiturefna og endurvinnanlegt. Bréfinu fylgdi sérlegt útprentað leyfi fyrir einhyrningahaldi, stimpl- að og undirritað af Marciu Mayeda, formanni stofnunarinnar. Þá var tekið fram í bréfinu að hugsanlega gæti reynst erfitt að finna einhyrn- ing í ljósi þess hve sjaldgæfir þeir væru, en þangað til gæti Madeleine hugsað um lítinn tuskueinhyrning sem bréfinu fylgdi. n Bréfið sem stúlkan ritaði Leyfið sem barst frá stofnuninni Hlaut formlegt samþykki til að halda einhyrning Einhyrn- ingurinn sem bréfinu fylgdi. Hinn fimm ára gamli Grettir Thor Árnason vantar lítið upp á til að ná að safna fyrir fram- leiðslu á sínu eigin barnaefni á Karolina Fund. Móðir hans, Þórhildur Stefánsdóttir, segir son sinn stórhuga. odduraevar@frettabladid.is „Hann er algjör dýrakall og á held ég svona fimm hundruð dýr hérna heima og hefur alltaf verið að búa til sögur,“ segir Þórhildur Stefáns- dóttir um fyrsta myndbandið sem hún bjó til með syni sínum Gretti Thor Árnasyni á YouTube. Myndbandið var um Lilla Tígur og vini hans og er um að ræða svo- kallað stop motion-myndband. „Hann var veikur heima og við gerðum saman myndband sem var nú bara upp á gamanið en svo eigin- lega fengum við ekki frið,“ segir Þór- hildur hlæjandi. Viðbrögðin voru afar mikil og myndbandið sló hreinlega í gegn. „Þetta var líka rosalega krútt- legt, enda fékk hann að stjórna þessu alveg sjálfur og handritið er pínu kostu- legt,“ segir Þórhildur hlæj- andi. Nú er búið að horfa á Lilla Tígur yfir 4.000 sinnum. „Ég var farin að fá endalaust af fyrir- spurnum um hvenær næsta myndband með Lilla Tígri kæmi. Sem ég skil auðvitað mjög vel, þetta virðist hafa slegið í gegn enda er leikstjórinn, handritshöf- undurinn og framleiðandinn fimm ára strákur sem skilur hvað það er sem krakkar vilja horfa á. Þannig að við ákváðum bara að slá til og henda í söfnun. Fyrsta myndbandið var nefnilega gert á frekar frumstæðan hátt, við tókum upp hljóðið á iPhone-heyrnartól og svona og eftir öll þessi viðbrögð og þessa miklu eftirspurn eftir f leiri myndböndum ákváðum við að slá til, enda eru myndvinnsluforrit og búnaður mjög dýr.“ Söfnun hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðast- liðinn og lýkur á föstudag- inn. Þórhildur er vongóð um að nóg muni safnast til að Grettir geti gert hið minnsta tíu myndbönd til viðbótar í tveimur seríum. Aðspurð hvort Grettir fái ekki að ráða öllu við gerð þáttanna segir Þór- hildur hlæjandi að það verði að sjálfsögðu þann- ig. „Hann auðvitað bara leikur sér að þessu og gerir þetta á sinn hátt og veit að sjálfsögðu ýmislegt um vináttu og umhverfismál og svoleiðis en ég hef kannski aðeins verið að ýta honum í þá átt að hafa smá boð- skap um vináttu, menningarheima og umhverfismál í þessu,“ segir Þór- hildur hlæjandi. Sjálf hefur Þórhildur reynslu af myndbandagerð. „En þetta er merkilega einfalt. Það er líka ótrú- lega gaman að verja tímanum svona saman og fá að gera YouTube-mynd- bönd með barninu sínu, frekar en til dæmis þegar maður er að vinna við þetta,“ segir Þórhildur. n Fimm ára safnar til að gera fleiri þætti um tígur Mæðginin eru spennt fyrir því að gera fleiri myndbönd um Lilla Tígur og vonast til þess að ná að ljúka söfnuninni á tilsettum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Ég var farin að fá endalaust af fyrir- spurnum um hvenær næsta myndband með Lilla Tígri kæmi. ninarichter@frettabladid.is Hegðun bandarísku poppstjörn- unnar Britney Spears á samfélags- miðlum heldur áfram að valda heilabrotum meðal fylgjenda og aðdáenda. Fyrir viku leit út fyrir að Instagram-reikningi stjörnunnar hefði verið eytt, en þar hefur hún verið dugleg að deila nektarmynd- um og dansmyndböndum sem vakið hafa meiri furðu en hrifningu. Þá hefur Britney ritað kraftmiklar yfirlýsingar, ásakanir og f leira í myndatextum við Insta gram- færslurnar. Reikningurinn birtist aftur þremur dögum seinna og þá vakti mikla athygli útskýringin sem söngkonan gaf á hvarfi reikn ings ins. „Úbbs … ég ýtti óvart á rangan hnapp,“ sagði hún. Þeir sem þekkja til Instagram vita að slík aðgerð er tekin í nokkrum skrefum og það er næsta ómögulegt að eyða Insta- gram-reikningi án þess að ætla sér það. Nú hafa kenningar af ýmsum toga farið eins og eldur um sinu. Ein kenn- ing er á þá leið að Britney Spears sé ekki manneskjan á myndum og myndböndum frá afmæli söngkon- unnar í vikunni, heldur hafi teymi söngkonunnar einfaldlega ráðið leikkonu til að þykjast vera hún. Önnur kenningin er á þá leið að Britney Spears sé vistuð á stofnun. Britney er stödd í New York og hefur vakið athygli að hún hefur hvergi birst með aðdáendum sínum eða komið opinberlega fram, og þykir kenningasmiðum það gefa slíkri atburðarás byr undir báða vængi. Eiginmaður Britney, Sam Ashgari, hvatti fylgjendur sína á dögunum til að virða einkalíf söngkonunnar og benti á að stundum þyrfti fólk ein- faldlega að draga sig í hlé frá sam- félagsmiðlum. n Hegðun Britney veldur heilabrotum Brotthvarf Britney af Instagram í síðustu viku vakti furðu. 24 Lífið 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 14. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.