Fréttablaðið - 14.12.2022, Page 32

Fréttablaðið - 14.12.2022, Page 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Vínartónleikar Sinfóníunnar 5., 6. OG 7. JANÚAR MIÐASALA Á SINFONIA.IS Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Önnu Sigrúnar Baldursdóttur n Bakþankar Sagt hefur verið að hroki sé ein- kenni þeirra sem engar dyggðir hafi til að bera. Þess vegna verður hrokinn svo áberandi í framgöngu hrokafulls fólks, það bara hefur ekki öðru til að dreifa í sam- skiptum við aðra. Hvers vegna fólk er hrokafullt er vafalaust misjafnt, en í þeim tilvikum sem mér dettur hroki í hug þegar ég horfi á sér- staklega valdafólk koma þannig fram, hefur mér komið tvennt í hug. Annars vegar virðist mikið innra óöryggi um eigið ágæti, þrátt fyrir mikil metorð, ráða för. Segja má að eins konar blekkingar- heilkenni (e. imposter syndrome) en þó af sjúkari sortinni hrjái þetta fólk. Þau sem þjást af blekk- ingarheilkenninu efast um að þau séu í raun vel að frama sínum komin og að einn daginn komist upp um þau, tjöldin falli. Þetta á venjulega við um heiðarlegt fólk sem er óþarflega auðmjúkt en virðist líka geta brotist fram í and- hverfu sinni; yfirlæti, stælum og hroka, þegar betur færi á auðmýkt og virðingu. Hins vegar er hinn hefðbundni hroki sem við þekkjum öll. Ein- hver þykist betri en aðrir, af því að pabbi þeirra, fótboltalið eða jafnvel stjórnmálaskoðanir hefji þau yfir samferðafólkið. Allt byggir þetta á ímynduðum „rétti“ (e. entitlement) til einhverra gæða, umfram aðra. Ágætur vinur minn talar um eintittlinga í þessu sam- hengi. Yfirlætið og hrokinn er ein- hvern veginn náttúrulegri þessum hóp og fer þeim eiginlega betur en hinum. Sumir rugla saman sjálfsöryggi og hroka. En eins og ónefndur sagði þarf þess alls ekki, því örþunn lína auðmýktarinnar skilur þarna á milli; sjálfsöryggið brosir, hrokinn glottir. n Hroki Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur @66north Jólagjöfin er 66°Norður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.