Fréttablaðið - 15.12.2022, Page 2

Fréttablaðið - 15.12.2022, Page 2
Kærleikskúlan 2022 Kúla með stroku eftir Karin Sander Fáanleg til 23. desember kærleikskúlan.is Tímamót í Sundahöfn Landtenging flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn var formlega tekin í notkun í gær um borð í Dettifossi. „Um er að ræða tímamótaverkefni á sviði loftslags- mála á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningastarfsemi,“ segir á vef Eimskips. Er þetta samstarfsverkefni Eimskips, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Faxaflóahafna og Veitna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skrásetningargjald í Háskóla Íslands hækkar um 20.000 krónur. Skólanum er ætlað að skera niður. Erfitt er að reka skóla þegar nemendafjöldi sveiflast mikið til, segir rektor. bth@frettabladid.is MENNTUN Háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt harðorða bókun þar sem ráðið lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum niður- skurði fjárveitinga árið 2023. „Eftir mikla fjölgun nemenda í kjölfar Covid þar sem brugðist var við óskum stjórnvalda um að opna skólann fyrir f leiri nemendum er boðuð lækkun fjárveitinga með skömmum fyrirvara,“ segir í bókun Háskólaráðs. Einnig segir í bókuninni að erfitt sé fyrir háskólann að bregðast við. Rektor muni ræða við stjórnvöld um stöðuna sem komin er upp. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld að hann vonaðist til að samtöl sem hann hefði átt við stjórnvöld síðustu daga skiluðu árangri með auknum fjármunum. Fyrir aðra umræðu fjárlaga sé um 500 milljóna króna gat. Fréttablaðinu er kunnugt um að óvinsælar hagræðingar- og niður- skurðaraðgerðir bitni með mis- miklum hætti á deildum skólans að óbreyttu. Meðal annars eru til skoð- unar tillögur sem munu þrengja að einkaskrifstofum kennara. Jón Atli rektor segir þó ekki alla von úti og óvíst sé hve harkalega þurfi að bregðast við. Erfitt sé að reka skóla þegar nemendafjöldi sveiflist svo mikið til vegna heims- faraldurs. Fyrir liggur einnig að skrásetn- ingargjald verður hækkað verulega næsta ár, það fer að líkindum úr 75.000 krónum í 95.000. Í bókun Brynhildar Ásgeirsdóttur fulltrúa stúdenta í Háskólaráði segir: „Það er sorgleg staða að óskað sé eftir því að stúdentar beri uppi rekstur opinberrar háskólamennt- unar með þessum hætti. 95.000 krónur er margfalt meira en tíðkast á Norðurlöndunum.“ Stúdentar telja að gjaldið sé í raun dulbúið skólagjald en rektor bendir á að gjaldið hafi lengi verið óbreytt og nauðsynlegt sé að hækka það. Ekki sé um skólagjald að ræða heldur tryggingu fyrir að geta veitt ákveðna þjónustu. „Almenningi og þar á meðal stúd- entum hefur verið talin trú um að hér sé búið þannig um að opinber háskólamenntun sé gjaldfrjáls að öðru leyti en að gjald renni í skrá- setningu. Þegar betur er að gáð stenst það ekki, enda eiga umræddar 95.000 krónur að renna í skipulag prófa, skipulag kennslu, og ýmsan rekstur,“ segir í bókun fulltrúa stúdenta. n Ósammála um hvort gjöld við HÍ séu ígildi skólagjalda Rektor HÍ, Jón Atla Benediktsson, og fulltrúa stúdenta í Háskólaráði greinir á um hvort hækkun á skrásetningargjaldi megi kalla skólagjald eða ekki. MYND/KRISTINN INGVARSSON benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Sögufélag mælir ekki með tillögu um að setja upp að nýju skjaldarmerki sem var á Alþingis- húsinu á vígsludegi þess 1. júlí 1881. Um er að ræða tvö skjaldarmerki, annars vegar hinn krýnda þorsk Íslands og hins vegar hin krýndu ljón Danmerkur. Færa eigi framhlið hússins í upprunalegt horf. Í umsögn sögufélagsins sem Brynhildur Ingvarsdóttir ritar segir að ekki sé endilega ljóst að gömlu skjaldarmerkin tvö hafi verið fastur hluti af ytri gerð þess þótt þau hafi vissulega hangið þar á vígsludegi og í rúmlega tvo áratugi eftir það. Þá bendir félagið á að núverandi framhlið hússins hafi fyrir löngu áunnið sér fasta hefð í huga þjóðar- innar og þykir ekki rétt að hrófla við henni nú með þeim hætti sem lagt er til með tillögunni. Að lokum bendir félagið á að merki Kristjáns IX. Danakonungs prýði enn húsið og virðist það fullnægjandi til að halda sögulegum tengslum land- anna tveggja á lofti. n Skjaldarmerkið á Alþingi óbreytt Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR benediktarnar@frettabladid.is KÓPAVOGUR Lukasz Frydrychewicz, íbúi við Marbakkabraut í Kópavogi, segir að Kópavogsbær og trygginga- félögin vilji ekki hjálpa honum og kærustu hans, eftir að kaldavatns- lögn við Kársnesbraut rofnaði og vatn lak inn í íbúðir í hverfinu. Sagði Lukasz í gær að hann vissi ekki hvar hann og Ewa Jaszczuk, kærasta hans, ættu að sofa . „Við eigum enga fjölskyldu á Íslandi til að hjálpa okkur og hvorki Kópavogsbær né tryggingafélögin vilja hjálpa,“ sagði Lukasz. Hann hafi spurt Kópavogsbæ hvort það væri hægt að koma þeim fyrir í félagslegri íbúð á meðan þau leysa úr stöðunni. „Þau sögðu mér að fara á vefsíðuna sína og sækja um, það væru engar íbúðir lausar núna. Ég hef ekki tíma í þetta núna, ég get varla hugsað.“ n Á köldum klaka eftir kaldavatnsleka Lukasz Frydryc- hewicz og Ewa Jaszczuk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 95.000 krónur er margfalt meira en tíðkast á Norðurlönd- unum. Úr bókun fulltrúa stúdenta í Háskólaráði HÍ 2 Fréttir 15. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.