Fréttablaðið - 15.12.2022, Page 6

Fréttablaðið - 15.12.2022, Page 6
Því miður er raunin sú að sumir hafa greiðari aðgang að nefndinni en aðrir. Kristrún Frosta- dóttir, formaður Samfylkingar- innar Allar jólavörur á 25% afslætti Jólatrén eru komin Verð frá 5.995 Það er eitthvað við lyktina af grenitrjám. Sumir elska að skreyta það á meðan öðrum finnst skemmtilegast að velja það Öll okkar tré eru sérvalin og ættu því öll að geta fundið sitt fullkomna jólatré Danskur nordmannsþinur og sérvalin stafafura frá Skógræktinni Í fjárlaganefnd var 100 millj­ óna króna styrkur sem N4 bað um kynntur sem almenn aukning við fjölmiðlastyrk. Framkvæmdastjóri fjölmiðla hjá Sýn segir stjórnmálamenn vilja geta refsað eða umbunað fjölmiðlum. kristinnhaukur@frettabladid.is ALÞINGI Tillaga um að styrkja sjón­ varpsstöðvar á landsbyggðinni um 100 milljónir króna, sem einungis getur átt við um tvær stöðvar, var kynnt sem almenn hækkun á fram­ lögum til fjölmiðla í fjárlaganefnd. Var þessu svo breytt þegar erindið fór frá nefndinni. „Þegar tillaga um hækkun fjöl­ miðlastyrks var borin upp af hálfu meirihlutans í nefndinni fyrir úttekt málsins var hún ekki eyrna­ merkt neinu sérstöku verkefni,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar sem situr fyrir minni­ hlutann í fjárlaganefnd. „Það var minn skilningur framan af að þetta snerist um að styrkja einkarekna fjölmiðla almennt um 100 milljónir króna sem myndu bætast við fram­ lögin.“ Minnihluti nefndarinnar styður ekki neina fjárbeiðni heldur ákvarð­ ar meirihlutinn þær einhliða. Málið hefur vakið nokkra furðu, enda eru N4 og Víkurfréttir afar starfsmannafáir fjölmiðlar. 100 milljónir eru meira en fimmtungur af heildarfjölmiðlastyrkjunum. Meðal annars hefur Blaðamanna­ félag Íslands gagnrýnt þetta, sem og ritstjórar einstakra miðla en N4, sem er að stórum hluta í eigu Sam­ herja og Kaupfélags Skagfirðinga, báðu fjárlaganefnd um 100 milljóna króna styrk. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, for­ maður fjárlaganefndar, segir það vilja nefndarinnar að styrkja sér­ staklega sjónvarp á landsbyggðinni en nefnt hefur verið að hún og fleiri Norðlendingar séu fjölmennir í fjár­ laganefnd. Kristrún segir að beiðnir líkt og frá N4 ættu ekki lengur að koma inn til fjárlaganefndar, heldur beint til ráðherra sem beri ábyrgðina. „Ég tel að það sé hægt að setja spurningar­ merki við að fjárlaganefnd sé enn þá að afgreiða stakar beiðnir,“ segir hún. „Því miður er raunin sú að sumir hafa greiðari aðgang að nefndinni en aðrir.“ Þórhallur Gunnarsson, fram­ kvæmdastjóri fjölmiðla hjá Sýn, segir þennan gjörning meirihluta fjárlaganefndar segja allt sem segja þurfi um styrkjakerfið í heild sinni. Stjórnvöld þurfi að klára þá umræðu hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. „Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila alls kyns álitum sem eng­ inn tekur mark á,“ segir hann. Bendir hann á að ríkisstjórnin hafi aukið framlög til RÚV um millj­ arð frá árinu 2021 án þess að ræða umsvifin á auglýsingamarkaði. Það þó að Lilja Alfreðsdóttir ráðherra hafi sagt að minnsta kosti sex sinn­ um að hún vildi stofnunina af þeim markaði. Ekki hafi heldur verið tekið á erlendum streymisveitum eða sam­ félagsmiðlum sem starfi á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir þær skyldur sem hvíli á íslenskum fjölmiðlum. „Ég er kominn á þá skoðun að stjórnmálamönnum finnist gott að hafa þetta svona,“ segir Þórhallur. „Að með þessum hætti hafi þeir betri tök á fjölmiðlaumhverfinu og telji sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði.“ Skapa þurfi fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi, laust við kenjar stjórnmálanna. n Sagt vera almennur styrkur til fjölmiðla í fjárlaganefnd Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og aðrir í meiri- hluta fjárlaga- nefndar hafa legið undir gagnrýni vegna styrksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR bth@frettabladid.is ALÞINGI Björn Leví Gunnarsson, þingaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segist hafa sent fyrir­ spurn á alla meðlimi í fjárlaganefnd Alþingis um hvort úttekt hefði verið gerð á tengslum þingmanna við það sem hann kallar „bitlingaúthlutun“ meirihluta nefndarinnar. „Þá vissi ég ekki um tengsl Stefáns Vagns Stefánssonar,“ segir Björn Leví. Fr a m hef u r kom ið veg na umsóknar N4 sem virðist hafa tryggt sér bróðurpartinn af hund­ rað milljóna króna aukastyrk frá Alþingi í gegnum fjárlaganefnd, að María Björk Ingvadóttir, sjónvarps­ stjóri N4, sem ritaði bréfið þar sem hún óskaði fjárframlags, er mág­ kona Stefáns Vagns, nefndarmanns Framsóknarflokksins í meirihluta nefndarinnar. Björn Leví telur að mögulega sé um að ræða brot á siðareglum. Eng­ inn fyrirvari hafi verið gerður þrátt fyrir fyrirspurn hans. „Ég gef þessari afgreiðslu núllein­ kunn, þetta á ekki að gerast,“ segir Björn Leví. Þingmaðurinn telur að Stefáni hafi borið að sanna fyrir fram að tengslin hafi ekki haft áhrif á afgreiðsluna með sama hætti og Bjarna Benediktssyni fjármálaráð­ herra hafi borið að sanna að pabbi hans hafi ekki notið tengsla við hann í Íslandsbankamálinu. „Þetta er nýja skúffuféð.“ n Stefán Vagn gat ekki um tengsl sín Björn Leví Gunnarsson, þingaður pírata bth@frettabladid.is ALÞINGI „Siðferðileg viðmið um hvernig kjörnir fulltrúar fara með vald hljóta alltaf að vera mats­ kennd,“ segir Henrý Alexander Henrýsson siðfræðingur um N4­ málið. „En um leið er þessum viðmið­ um ætlað að koma í veg fyrir ger­ ræðislegar og handahófskenndar ákvarðanir, ekki síst þegar kemur að fjárveitingarvaldi,“ bætir hann við. Henrý segir að spurningar um fagmennsku við fjárveitinguna til N4 reyni á siðferðileg viðmið. „Hér hefur verið komið á kerfi sem á að sjá til þess að opinbert fé geti skilað sér til einkarekinna fjöl­ miðla. Hvaða ástæða getur verið fyrir að fara fram hjá því kerfi?“ Þá segir Henrý um hæfi Stefáns Vagns að það sé list að kunna að spyrja sig hvort ekki sé einhver annar betur til þess fallinn að taka ákvarðanir ef maður stendur of nærri því sem til umfjöllunar er. „Í þessu máli stingur líka í augu hvernig fjárlaganefnd er samsett hvað kjördæmin varðar og tengsl við það svæði sem N4 þjónustar fyrst og fremst.“ Henrý segir að enginn vilji hafa svo geirneglt regluverk að kjörnir fulltrúar þurfi ekki að læra að beita dómgreind sinni þegar kemur að ýmsum ákvörðunum. „Í þessu máli virðist hins vegar ljóst að þetta lítur ekki vel út. Það er bókstaflega verið að bjóða upp á að gagnrýnum spurningum sé varpað fram.“ n Siðfræðingur segir að N4-málið líti ekki vel út Í þessu máli stingur líka í augu hvernig fjárlaganefnd er sam- sett. Henrý Alexander Henrýsson, siðfræðingur 6 Fréttir 15. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.