Fréttablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 10
Niðurstöðurnar verða
kynntar á nýju ári.
Halla Hrund
Logadóttir,
orkumálastjóri
Það er mögulegt að
nýta þessa auðlind þar
sem það er ráð fyrir
verulegri fjölgun á
höfuðborgarsvæðinu á
næstu árum.
Rósa Guðbjarts-
dóttir, bæjar-
stjóri Hafnar-
fjarðarbæjar
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
SKOÐIÐ
LAXDAL.IS
Glæsilegar
síðar dúnkápur
frá
Dagskrá:
Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
Önnur mál
Við bjóðum sjóðfélaga velkomna á fundinn.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
Grand Hótel Reykjavík,
fimmtudaginn 28. apríl kl. 17:00
Gildi-lífeyrissjóður
Ársfundur 2022
▪
▪
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
ser@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Umferðarmet var
slegið á höfuðborgarsvæðinu í nóv-
ember. Hún jókst hún um fimm af
hundraði miðað við sama tíma í
fyrra.
Á vef Vegagerðarinnar segir að
umferðin í ári verði líklegast rétt
undir því sem hún var árið 2019.
Gamla nóvembermetið er einmitt
frá því ári. Í ár reyndist umferðin
vera ríf lega þremur prósentum
meiri en nóvembermetið frá 2019. n
Metumferð á höfuðborgarsvæðinu
Umhverfis- og framkvæmda-
ráð Hafnarfjarðarbæjar ýjaði
að mikilvægi þess að rannsaka
virkjunarmöguleika í Krýsu-
vík á nýjasta fundi sínum.
Bæjarstjóri segir að ef það
verði gert á réttan máta geti
þetta reynst mikilvæg orku-
lind fyrir höfuðborgarsvæðið.
kristinnpall@frettabladid.is
ORKUMÁL „Við skrifuðum undir
viljayfirlýsingu við HS Orku um
rannsóknir á þessu svæði. Þau hafa
verið að sækjast eftir því undan-
farin ár og það náðist samstaða
innan bæjarstjórnar um að ræða
samstarf og það gæti farið svo að
það verði gert samkomulag f ljót-
lega,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir,
bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar,
spurð um möguleikann á virkjun
í Krýsuvík.
Umhverfis- og framkvæmda-
ráð Hafnarfjarðarbæjar lýsti yfir
áhyggjum af heitavatnsöryggi á
nýjasta fundi sínum og talaði um
möguleikann á því að reisa virkjun
í Krýsuvík. Með því væri hægt að
skapa tengingu við kerfi Veitna
sem dregur úr álagi á virkjunum á
Hellisheiði og Nesjavöllum og það
sé því gild ástæða til að f lýta fyrir
rannsóknum á nýtingu jarðvarma
á svæðinu.
„Það er mögulegt að nýta þessa
auðlind þar sem það er ráð fyrir
verulegri fjölgun á höfuðborgar-
svæðinu á næstu árum og aukningu
ferðamanna sem eykur eftirspurn
eftir heitu vatni.“
Í bókuninni er fjallað um að
skerðing á heitu vatni sé að verða
að föstum lið í kuldaköstum sem
sé miður þegar umhverfis- og
framkvæmdaráðið leggi áherslu á
afhendingaröryggi heita vatnsins
á álagstímum. Telur ráðið að með
nýtingu jarðvarma í Krýsuvík væru
komin tvö samtengd kerfi sem gætu
aukið öryggi og fyrirsjáanleika
afhendingaröryggis á heitu vatni
inn á höfuðborgarsvæðið.
Rósa segir að það sé að mörgu
að huga ef til samstarfsins kemur,
meðal annars að gæta upp á nátt-
úruna á svæðinu.
„Það er mikilvægt að gera þetta
af skynsemi og í jafnvægi við nátt-
úruna þar sem þetta er viðkvæmt
og fallegt svæði. Þessi umræða hefur
verið til staðar í langan tíma og við
viljum gera þetta með umhverfis-
sjónarmið að leiðarljósi.“
Ólafur Ingi Tómasson, sem situr
í ráðinu, segir að þessi umræða sé
ekki ný af nálinni.
„Það eru sennilega um fimmtán
ár síðan síðan þetta kom fyrst til
umræðu og rataði á deiliskipulagið.
Sjálfur hef ég lengi velt þessu fyrir
mér og sérstaklega eftir eldgosið og
umræðuna um hitaveituöryggi á
Suðurnesjum.“
Hann segir þörfina til staðar að
finna nýjar lausnir í þessu málefni
og kuldakast eins og gengur yfir
Ísland þessa dagana sé áminning
um það.
„Þetta er mikið háhitasvæði og
það hefur verið talað um að það sé
þörf á tvöfalt meiri afköstum árið
2060. Veitur hafa talað um að þau
séu komin að þolmörkum með heita
vatnið og það er talið að Krýsuvík
gæti þjónustað allt að 30 prósent af
höfuðborgarsvæðinu.“ n
Skoða að virkja í Krýsuvík
Jarðhitasvæðið
í Krýsuvík
hefur lengi verið
áfangastaður
innlendra og
erlendra ferða-
manna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
kristinnhaukur@frettabladid.is
ORKUMÁL Halla Hrund Logadóttir
orkumálastjóri segir stöðuna á heitu
vatni á höfuðborgarsvæðinu í lagi
til skamms tíma þó að kuldatíðin
sé óvenju löng. Hins vegar sé þörf á
heildarmati á heitu vatni. Það sé á
döfinni, bæði hvað varðar flutning
og leit að heitu vatni á Íslandi.
Hitaveitur eru í nokkru basli, bæði
vegna kuldatíðar og annarra óhappa.
Hafa veitustjórar kallað eftir lands-
átaki í leit að heitu vatni.
„Orkustofnun vinnur nú að því, í
samvinnu við ÍSOR og ráðuneytið,
að gera áhættugreiningu á landinu
öllu. Til að sjá hvar þörfin er mest og
hvernig stjórnvöld geta komið að,“
segir Halla. Þetta sé undanfari þess
að átak geti hafist. „Þetta er mjög
mikilvæg vinna og niðurstöðurnar
verða kynntar á nýju ári,“ segir hún.
Síðasta átak í hitaveitu var ein-
mitt í síðustu orkukreppu, 20 kerfi
sem byggð voru á árunum 1961 til
1983. „Við erum enn þá að njóta
góðs af þeirri fjárfestingu,“ segir
Halla. „Það er eðlilegt að þegar fólki
fjölgar og heitavatnsneysla eykst til
annarrar notkunar að geta kerfisins
sé skoðuð.“ En með annarri notkun
á hún til dæmis við fiskeldi, þar sem
aukningin er einna mest, og upp-
byggingu nýrra baðlóna.
Varðandi skerðingar segir Halla að
ástæður þeirra geti verið ólíkar, hvort
vatn sé lítið eða að flutningskerfinu
sé forgangsraðað til heimila. „Það er
mikilvægt að allir séu meðvitaðir um
að heitt vatn er takmörkuð auðlind,“
segir hún og minnir á að mikilvægt
sé að sólunda henni ekki. n
Meti heitt vatn í heild
10 Fréttir 15. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ