Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 8
VA lí A 1. árgangur . 2. ársfjórðungur
var settur í stofufangelsi. Einn
maður reyndi að kveikja í vindl-
ingi í borðstofunni. Skólafólkið
lét hann hætta. Vín og tóbak er
útlægt úr skólanum á Laugar-
vatni, og hin óbeinu áhrif eru nú
að verða sýnileg um héraðið.Hugs-
um okkur stað, þar sem ekki er
siðlegt, sterkt aðhald, hversu mik-
ið myndi hafa verið drukkið,
reykt, og látið svart með munn-
tóbaki á 700 manna samkomu
sambærilegri við hin frægu mót
við Þjórsárbrú?
í áfengismálunum er stefna
Vökumanna farin að hafa mikil
áhrif. í fyrravetur sóttu Vöku-
menn um styrk til að efla sam-
vinnu við íslendinga vestanhafs.
Þar er haldið áfram á sömu braut.
Fyrir Vökumönnum liggur það
verk, að halda sambandi við ís-
lendinga erlendis, hvar sem
nokkrir menn dvelja við nám eða
vinnu í sömu borg, en langmest
er verkefnið gagnvart Vestur-ís-
lendingum í hinni fjölþættu sam-
vinnu, sem þar er að hefjast.
Ennþá stærra verkefni er að
skipuleggja þá æskumenn, sem
ætla að lifa sem frjálsir menn í
frjálsu landi, þar sem er óðal ætt-
ar þeirra, um að auka starfið í
landinu, snúa sér með mikilli at-
orku að því að nota auðsupp-
sprettur landsins, og byggja ný
heimili handa þjóð, sem hrað-
fjölgar með hverju ári. í því stóra
máli hafa konurnar sitt mikla
86
verksvið, að gera hin nýju heimili,
með smekk, vinnu og samtökum,
þannig að fjölskyldan finni þar
nægileg verkefni, öryggi og griða-
stað, þegar kaldir vindar næða.
Vökumannahreyfingin á að geta
náð til allra æskumanna í skól-
um landsins, nema þeirra, sem
vilja vera fangar byltingahreyf-
inganna, áfengsins eða leti og
dáðleysis. Það er hægt að ætlast
til, að þeir kennarar, sem hafa
nokkra verulega ábyrgðartilfinn-
ingu gagnvart þjóð sinni og upp-
eldisstarfi sínu og ekki líta á stöðu
sína eins og atvinnubót, veitta
þeim persónulega af náð sam-
borgaranna, muni hiklaust koma
til fylgis við þá manndómsbylgju,
sem gengur yfir landið, og sem
mun hafa úrslitaþýðingu til að
vernda hið nýfengna frelsi og
forna menningu íslendinga.
----------- l>eltl£iiig . . . .
Ég veit, að ég veit ekkert.
Sokrates.
Allt er betra að kunna en ekki
kunna. íslenzkur málsháttur.
Með þekkingunni vex efinn.
Goethe
Sá, sem ekkert veit og ekkert
kann, verður ávallt síðastur.
Svissneskur málsháttur.
Mikil þekking orsakar höfuðverk,
segir sá lati. Á hverjum degi vil ég
auka þekkingu mína, þó að litlu
verði við bætt í hvert sinn, segir
sá hyggni. Lincoln.