Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 9
í. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA
Skúli I»ór»larson:
Örlög' Tékkóslóvakíu
SuncLurliviun Tékkoslóvakiu er tvimœia-
laust merkasti atburðurinn meðal erlendra
stjórnmálaviðimrða á árinu 1938. Vopnavald
þýzka nazismans lagði þar i rústir jriðsamt
lýðrœðisríki og skapaði sér jafnframt góð
skilyrði til að leika sama leikinn á ný. í eftir-
farandi grein ræðir Skúli Þórðarson mag. art.
þennan viðburð, tildrög hans og orsakir,
áhrif hans á stjórnmálaviðhorfið í álfunni
og nœstu skrefin, sem Hitler œtlar sér að stíga
í þessa átt.
Tékkoslovakía liggur '(
í miðri Evrópu. — j
Norðan að landinu liggja
Þýzkaland og Pólland,
vestan Þýzkaland, sunn-
an Austurríki og Ung-
verjaland og austan
Ungverjaland og Rúm-
enía. Aðallönd hins
tékkóslovakíska ríkis
eru hin gömlu tékknesku lönd,
Bæheimur og Mæri (Máhren).
Þessi lönd eru afar frjósöm og
auðug frá náttúrunnar hendi. Kol
eru þar mikil í jörðu og gnægð
af málmum, enda hefir feikna
mikill iðnaður risið þar upp. Með-
an þessi lönd lutu Austurríkis-
keisara, voru þau með réttu nefnd
gimsteinninn í kórónu hans.
Snemma á miðöldum
tóku slavneskar þjóðir
sér bólfestu í Bæheimi og Mæri
og löndunum austan við þau, og
urðu germanskir þjóðflokkar, er
þar bjuggu fyrir, að lúta í lægra
haldi. Nefndust íbúarnir í Bæ-
heimi og Mæri og hluta aí
Siesíu Tékkar, en hinir Slóvak-
ar, er austar bjuggu, og voru
Tékkarnir aðalþjóðin. Þjóðir þess-
ar mynduðu allvoldugt ríki, er
Magyarar eyðilögðu á öndverðri
10. öld, en upp úr því mynduðu
Tékkarnir ríki út af fyrir sig í
Bæheimi og Mæri. Það ríki stóð
með miklum blóma á seinni hluta
miðalda, og var menning þess
mikil og glæsileg. En þrátt fyrir
það, þótt Tékkarnir stæðu hæst
allra - slavneskra þjóða, hvað
menningu snerti, og þótt landa-
mæri ríkis þeirra að vestan væru
eins náttúrleg og hugsast gat,
þar eð Bæheimsfjöllin mynda
eins konar víggirðingu milli Bæ-
heims og Þýzkalands, gátu þeir þó
87
Forsaga