Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 18

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 18
VAK.A 1. árgangur . 2. ársfjórdungur hinum þýzku og ungversku hér- uðum Tékkóslóvakíu uxu með hverjum degi, fjöldi Sudeten- Þjóðverja fór til Þýzkaland og var myndað heilt herfylki af þeim við landamærin. Þegar leið á sumarið leit út fyrir, að stríðið væri óhjá- kvæmilegt, því að þar sem svo mikið var í húfi, var mjög ólík- legt að Frakkar gæfu eftir, og mundu þá Rússar fylgja þeim að málum. Sjálfir höfðu Tékkar ná- lægt milljón hermanna á að skipa, og var her þeirra sennilega betur búinn að vopnum en nokkur ann. ar her í Evrópu. Þar að auki hafði Tékkóslóvakía feikna miklar vopna- og hergagnaverksmiðjur. Ennfremur hafði það geysilega mikla hernaðarlega þýðingu fyrir óvini Þýzkalands að hafa Tékkó- slóvakíu bæði sem miðstöð fyrir flugher og sem vopna- og her- gagnabúr. Tékkar höfðu einnig komið sér upp traustum varnar- virkjum á landamærunum og höfðu hið ágætasta stórskotalið og þar með góð skilyrði til að verjast þangað til her Rússa væri kominn á vettvang. Rússar höfðu líka í allt sumar mikinn her til- búinn í Ukraine til að koma Tékk- um til hjálpar, hvenær sem á þyrfti að halda. í septembermánuði settu Þjóð- verjar Tékkum úrslitakosti, og kom það þá strax í ljós, að Eng- lendingar vildu umfram allt kom- ast hjá stríðinu, en lengi vel leit 96 út fyrir, að Frakkar og Rússar mundu grípa til vopna og að Eng_ lendingar mundu verða að fylgja þeim nauðugir. Almenningur í Englandi og Frakklandi vildi stríðið og tékkneska alþýðan vildi óðfús berjast til hins síðasta fyrir frelsi landsins. Það kom því öllum almenningi í Evrópu mjög á óvart, þegar Chamberlain tókst á fundinum í Múnchen að koma á samningi, þar sem gengið var að öllum kröf- um Hitlers og gerður var endir á sjálfstæði Tékkóslóvakíu. Á þess- um fundi sátu Hitler, Mussolini, Chamberlain og Daladier, sem undirritaði þar samning, er gerði föðurland hans að annars flokks stórveldi. Rússar fengu ekki leyfi til að hafa fulltrúa á fundinum, og tékkneska stjórnin gekk að skilmálunum á móti vilja þjóðar- innar. Síðan 1871, þegar þýzka ríkið var stofnað og Elsass-Lothringen var tekið af Frökkum, hefir veldi Þjóðverja aldrei aukizt eins mikið eins og við sundurlimun tékk- neska ríkisins. Bismark hefir sagt, að sá, sem væri herra yfir Bæ- heimi, væri herra yfir allri Ev- rópu. Þótt þessi orð kannske bendi á ofmat á þýðingu Bæheims fyrir yfirráðin í Evrópu, þá hefir Bis- mark þó geysimikið til síns máls. Eftir að hafa náð yfirráðum í Tékkóslóvakíu hefir Þýzkaland möguleika til að ná yfirráðunum

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.