Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 34

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 34
VA IvA I ■ árgangur . 2. ársfjórdungur arþroska fyrr en þær eru orðnar mæður. Á miðöldunum var Norðurálfan allt of mikið undir áhrifum ó- giftra manna. Nú á dögum gera ógiftar konur sig um of gildandi í opinberu lífi, mæðurnar of lítið. Fáar skoðanir virðast mér eins andstyggilegar og sú skoðun margra uppeldisfræðinga, að kona verði óhæf sem kennari, þegar hún er orðin móðir. Af því að ég virði gott hjónaband svo mikils, þá álít ég að það eigi að vera hægt að slíta því, þegar það ein- hverra hluta vegna mistekst, en ekki eins og nú fyrir aðeins eina ástæðu. Þetta mun nú vera kall- að „að grafa undan helgi hjóna- bandsins“! * Af flestum hjónaböndum fæð- ast börn. Allir eru sammála um, að það leiddi til ófarnaðar, ef fæðingum fækkaði um helming á landi hér — þá myndi fólkinu fækka hröðum skrefum — eða þeim fjölgaði um helming, svo að íbúatalan ykist of ört. En menn greinir á um, hvort of mörg eða of fá börn fæðist eins og nú er. Sjálf- ur veit ég ekki, hvað segja skal, þótt mér sé ljóst, að of mörg börn fæðist í fátækrahverfunum, en of fá í vel stæðu og vel hýstu út- hverfunum. En skynsamleg niður- staða um mannfjölgun og mann- fjölda mun ekki fást fyrr en við gerum okkur ljóst, að um hreint 112 talnadæmi er að ræða, sem ekki verður leyst með því að einblína á tómar skýjaborgir. Uppeldiskerfi vort er ranglátt gagnvart börnunum, af því að meirihluti þeirra er afskiptur og varla nokkurt fær tilsögn í vís- indalegum sannindum frá mann- legu sjónarmiði. Vísindaleg kennsla ætti ekki að byrja á lög- málum um fallhraða og hreyf- ingu einhverra dularfullra hluta, heldur á líkama mannsins sjálfs. Á því byrjaði mín uppfræðsla, þegar ég var þriggja ára. Einstaklinga á milli, karla og kvenna, er geysilegur meðfæddur mismunur, sem ekkert uppeldi megnar að vega upp. Eg get ekki hugsað mér að nokkur þjálfun hefði getað breytt Ramsay Mac Donald í Jack Hobbs eða gagn- kvæmt. Fyrirmyndar þjóðfélag væri það, sem gæfi hverjum karli og konu tækifæri til að ávaxta sitt meðfædda pund til hins ýtr- asta. Tvö meginskilyrði eru fyrir því. í fyrsta lagi frelsi, sem leyfir hverjum einstaklingi að þroskast eftir upplagi sínu, en reynir ekki að steypa alla í sama mótið. — hversu ágætt, sem það kynni að vera. í öðru lagi, jafnir möguleik- ar, sem þýðir, að hver maður geti, eftir því sem í mannlegu valdi stendur, komizt á þá hillu í lífinu sem bezt hæfir upplagi hans. Sóun á mannlegum verum er meira böl í okkar samfélagi, heldur en nokk-

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.