Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 40

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 40
VAIt A í. árgawrur . 2. ársfjórðungur stoðirnar, sem atvinnumenning fyrri tíma hefir hvílt á, og við vit- um það meðal annars af því, að þær standa margar enn í sveita- menningu nútímans, þó að nokk- uð séu sumar þeirra farnar að fúna til endanna. Undirstaðan í fjárhagslífi ís- lenzkra sveitamanna hefir lengst af verið sú fyrirhyggja, sem lagði á það allt kapp að afla lífsviður- væris með eigin framleiðslu. Fram til síðustu tíma var það aðalþátt- urinn í heimilishagsæld íslenzkra bænda og gilti jafnt um fæðis- og fataefni. Þessari grundvallar- hugsun hefir verið fram fylgt með einstakri iðni, sparsemi og þraut- seigju, og í því legið mjög mikil stjórnsemi, að nota til hlítar alla starfskrafta heimilanna, sumar, vetur, vor og haust, til að geta til ítrustu marka uppfyllt lífsþarfir fólks og fénaðar. Þó að á því yrðu stundum raunalegir misbrestir, þegar brunaharðindi eða yfir- gangur trylltra, eyðandi náttúru- afla yfirbuguðu í bili mannlega krafta, þá er víst, að þessi stefna er eitt af því þýðingarmesta, sem orkaði því,að ekki fór verr en raun varð á. Við, sem nú lifum, höfum og ríka ástæðu til aðdáunar á þeirri nægjusemi, sparsemi og nýtni, sem kunnugt er um, að oft og einatt bjargaði lífi og atvinnu landsmanna. í viðskiptalífi þjóðarinnar gilti um langan aldur ein meginregla, 118 sem hafði ákaflega mikla þýðingu og sýndi mjög sterka fyrirhyggju og menningarþroska. Hér á ég við landaura reikninginn, sem kom að miklu leyti í veg fyrir verð- sveiflur og óheillavænlegar breyt- ingar í innanlands viðskiptum. Þar gilti sami mælikvarði öldum saman í verðlagi nauðsynjavöru, vinnu og fénaðar, og tók jöfnum höndum til þeirra, sem eingöngu stunduðu sveitavinnu, og hinna, sem að öðrum þræði þreyttu fang- brögð við Ægi og leituðu hvers- konar hlunninda. í viðskiptunum gilti að öðru leyti sú regla, að skuldasöfnun var lítt möguleg og voru þar jöfnum höndum sjálfráð og ósjálfráð öfl að verki. Okkar frægu fornsögur bera víða um það ljósan vott, hve mikið var lagt upp úr orðheldni og drengskap í viðskiptum. Það, sem hér er talið, munu hafa verið þýðingarmestu öflin í fjármálamenningu fyrri alda í sveitum okkar lands. Stóru og fjölmennu heimilin voru í hverri sveit menningarstöðvar á fjármálavísu og má víðs vegar í okkar sögu finna ótal dæmi um þá sterku heimilisrækt og fyrir- myndar fjármálabrag, sem þar ríkti, miðað við þá þekkingu, sem þeirra tíma menn höfðu yfir að ráða, Allt heimafólk var oft og einatt ein samtaka heild, sem allt vildi á sig leggja, ef hætta þótti á að hagur heimilisins væri í veði.

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.