Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 41

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 41
í. árgangur . 2. ársfjórdungur VAKA II. Á síðustu 30-40 árum hefir orðið gerbylting í atvinnuháttum og menningu þjóðarinnar. Er það tímabil almennt talið mesta fram- faratímabil í hennar sögu. í mörgum greinum er ekki um að villast, að svo er. Eru verklegar framkvæmdir og aukin þekking í verklegum efnum þar í fremstu röð. í þeim efnum eru framfar- irnar svo stórstígar að enginn samanburður kemst að við önnur tímabil í sögunni. Á ýmsum öðr- um sviðum eru breytingarnar meira vafasamar og í sumum greinum okkar menningar er um stóra afturför að ræða. Má þar einkum til nefna þær breytingar, sem orðið hafa á viðskiptaráð- vendni í fjármálum og opinberu lífi, og að öðru leyti ýmsar óþarf- ar og óhollar lífskröfur, sem eru í fullu ósamræmi við framleiðslu- hag þjóðarinnar í heild. Mætti mörg dæmi færa því til sönnunar, en hér er ekki ástæða til þess. Um byltinguna í atvinnulífinu er það Ijósast vitni, að um aldamótin síð- ustu bjó lítill hluti þjóðarinnar í kaupstöðum og kauptúnum, en nú er skipt svo um, að í sveitum býr nú aðeins rúmlega y3 lands- manna. Árið 1900 voru t. d. íbúar Reykjavíkur 5802, en árið 1937 eru þeir 36103. Þeir hafa því rúm- lega sexfaldazt á þessu tímabili. Þó að hlutföllin milli sveita og kaupstaða hafi breytzt svona gíf- urlega, þá er alkunna að til þess liggja aðrar orsakir en þær, að ekki hafi miklar verklegar fram- farir orðið í sveitum landsins. Þær hafa orðið miklu meiri en menn gera sér almennt grein fyrir. í ræktun, girðingum, húsabygging- um, vega- og brúargerðum o. fl. hafa umbæturnar orðið svo gífur- legar, að aðstaðan er gerbreytt frá því, sem var um síðustu alda- mót og á öllum liðnum öldum. Þekkingin í verklegum efnum er líka svo gagnólík að ekkert er til samanburðar frá fyrri tíma. Ef þeir, sem nú eru komnir á efri ár, hefðu vitað fyrir 30 árum síð- an, hvernig nú horfir við á sviði verklegrar menningar í sveitum landsins, þá myndu þeir allir hafa talið víst, að við nútíðarmenn lifðum í ríki sælunnar. Að við stöndum nú svo fjarri því tak- marki, stafar af mörgum, ólíkum orsökum, sem hér er ekkert færi að rekja til hlítar. En ein er áreið- anlega sú, að um leið og sam- göngubæturnar hafa breytt öllum fjarlægðum, og um leið og erlent og innlent lánsfé streymdi yfir sveitirnar, þá hefir óþroskuð og meira og minna útlend bæjar- menning, sem öll þjóðin hefir dregið dám af, gert það örðugt, og jafnvel lítt mögulegt, að sam- eina sterkustu þættina í fjár- málamenningu sveitanna við þá gerbreyttu aðstöðu, sem verkleg tækni, örar samgöngur og aðrar 119

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.