Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 42

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 42
VAIv A 1. árgangur . 2. ársfjórðungur umbætur sköpuðu. Það er því ekki ofmælt að segja, að sumar sterk- ustu stoðir okkar fornu sveita- menningar séu farnar að fúna til endanna. Þetta er þó ekki nema að nokkru leyti komið í ljós enn, af því að allt sveitafólk okkar lands, sem er upp alið áður en öldukast stríðsáranna æddi yfir landið, er, ef svo mætti segja, vaxið upp í þeim jarðvegi, sem skapaði hugs- unarhátt gagnólíkan þeim, sem kunnastur er í viðskiptalífi síð- ustu ára. Þetta fólk hefir því haft ljósan skilning á nauðsyn þess að framleiða til eigin þarfa, að virða fyrirhyggju, nægjusemi og spar- semi og að sjá og skilja hvílíkur auður er í náttúrufegurð og gróð- urlendi okkar frjósömu sveita. Þegar þetta fólk fellur frá, þá er víða um sveitir landsins þannig ástatt, að litlar líkur eru til að aðrir taki við jörðunum, ef ekki breytist til muna sú stefna, að hugur uppvaxandi fólksins leiti til bæjanna. Skólamenning og fjármálastefna undanfarinna ára hefir líka verið þannig, að svo hlaut þetta að fara, og straumur- inn fer áreiðanlega vaxandi, ef ekki verður breytt í réttara horf. III. Um það er ekki að villast, að ís- lenzka þjóðin er á hættulegum vegi, bæði fjárhagslega og menn- ingarlega. Að vitna í skólalærdóm nútímans dugir þar ekki til mót- 120 mæla, og þó að allar okkar verk- legu framfarir séu góðar á sína vísu, þá duga þær ekki til björg- unar, ef svo gengur lengi enn, að framleiðslan til sjávar og sveita sé rekin með tapi. Sá hugsunar- háttur, sem hefir fengið byr undir báða vængi á síðustu árum, að það sé eftirsóknarverðast að vinna fyrir kaupi í föstum stöðum eða lausri vinnu og að ríkisvaldið eigi að sjá fyrir öllum, sem ekki geta lifað vel með þeim hætti, hann stefnir áreiðanlega í öfuga átt við heill þjóðarinnar, og er þegar far- inn að reka sig óþyrmilega á. Stórfelld breyting er því óum- flýjanleg, og hún verður að stefna í þá átt, að nota betur en nú okkar ágæta, frjósama land. Undirstaðan í fjármálabyggingu kaupstaðanna, sjávarútvegurinn, hefir reynzt ótrúlega sterk. Þó er hún farin að haggast og bila vegna ofhleðslu og er óhætt að segja, að litlar líkur séu til, að hún þoli lengi enn, ef ekki er létt á farginu. Nú fjölgar þjóðinni mikið á annað þúsund manns á ári. Sá hópur þarf árlega að fá lífsfram- færi til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Það er auðvitað sjálfsagt að tryggja svo sem unnt er velgengni sjávarútvegs og iðnaðar, en það er eigi að síður víst, að framtíð íslands byggist mest á okkar frjó- sama, gróna landi. í sveitunum getur áreiðanlega lifað mörgum sinnum fleira fólk en þar er nú,

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.