Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 44

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 44
VAKA 1. árgangur . 2. ársfjórdungur að húsbóndinn verði að vinna fyr- ir konunni og börnunum næstum að segja fram á fullorðinsár, af því að ekki er um næga atvinnu að ræða, leiðir til ófarnaðar, ekki aðeins fjárhagslega, heldur og menningarlega. í sveitum hefir þetta aldrei svo til gengið og ekki líkur til að það breytist. Maðurinn og konan vinna bæði að fram- leiðslunni og fyrir þörfum heim- ilisins, og börnin fara strax og þau geta eitthvað að vinna margvís- leg verk. Verða þau fremur með þeim hætti samgróin þeirri starf- semi, sem hagur heimilisins bygg- ist á. Þessu skylt er annað, sem hefir ákaflega mikil áhrif á hugs- unarhátt uppvaxandi fólks í sveit- um annars vegar og kaupstöðum hins vegar, en það er að sveita- börnin alast upp í nánu samfélagi við hina lifandi náttúru og harðna í baráttunni við örðugleika ó- blíðrar veðráttu. Þau verða sam- gróin dýra- og jurtalífi og hafa fyrir augum . margvíslega og breytilega náttúrufegurð. Þessu er allmikið á annan veg háttað með kaupstaðabörnin, sem nú eru mik- ill meiri hluti af okkar þjóðar- æsku. Þau eru meira bundin við inniveru og götulíf og hafa færri tækifæri til að kynnast náttúru- fari landsins. Þau hafa að vísu miklu fleiri færi á að njóta skemmtana,að iðka íþróttir og auk þess mikið meiri tíma til bóknáms. Allt um það er vissa fyrir því, að 122 sveitalífs-uppeldið hefir almennt meira þroskagildi og gefur meiri líkur fyrir andlegri og líkamlegri heilbrigði, auk þess, sem aðstaðan þar gefur þann þjóðfélagslega styrk, að hægt er að nota betur hina veikari starfskrafta. Því er það, að víðast um hinn menntaða heim, er það talið þýðingarmikið fyrir þjóðarþroska og þjóðar- menningu, að sem allra mest af fólkinu alist upp við landbúnað- arstörf. Við íslendingar erum enn ekki nema að litlu leyti farnir að kynnast hinum lakari áhrifum af uppeldi bæja og borga, og það er af því, að svo mikill fjöldi af okk- ar kaupstaðafólki er uppalið úti um sveitir. Það hefir því þroskazt í baráttunni við örðugleika hinnar breytilegu náttúru okkar frjósama en kalda lands. Þessa nýtur það sjálft og þess börn, þó að það fari að lifa við meiri þægindi og vafa- samari lifnaðarhætti, þegar það hefir flutt til bæjanna. Allt þetta, og margt fleira, ber að taka með í reikninginn, þegar því er gaumur gefinn, hver áhrif beri að hafa á straum tímans í atvinnu- og fjármálamenningu þjóðarinnar. Að læra mikið og margt í skólum og á annan hátt er þarft og gott, en því aðeins kem- ur það að haldi, að áhrifin njóti sin til heilbrigðra lifnaðarhátta og almennrar velgengni í atvinnu- iífi landsins. Til þess að það geti orðið á komandi tímum, ber ríka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.