Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 46
VAKA /. árgaugur . 2. ársfjórðungur
— Á hverjum degi, auðvitað.
— Það er gott. En veiztu hvað
er að bölva?
— Það eru voða ljót orð, sem
fólk segir.
— Já. En hefir þú nokkurn
tíma heyrt mömmu þína bölva?
— Mömmu mína? Ertu frá þér?
— Hefir mamma þín nokkru
sinni barið þig?
— Bara einu sinni — með hár-
bursta — en hún grét líka allan
daginn á eftir.
— Hvers vegna barði hún þig?
— Af því að ég hafði kveikt í
gluggatjöldunum með eldspítu.
— Veiztu hvað áfengi er, Ned-
die?
— Þú meinar whisky? Já, það
drekkur Arthur, bílstjórinn okkar.
— Hefirðu nokkru sinni séð
mömmu þína drekka whisky?
— Ertu sjóð-vitlaus! Whisky
er eitur, sem brennir upp magann
í fólki, ef ekki er járnbotn í
honum, eins og 1 maganum á Ar-
thur.
— Hefir mamma þín sagt þér
það?
— Arthur hefir sjálfur sagt
mér, að hann hafi járnmaga-----
— Það er ágætt, drengur minn.
En segðu mér nú, koma oft ó-
kunnugir karlmenn heim með
mömmu þinni? Hefirðu séð karl-
menn heima hjá þér, sem þú ekki
þekktir?
— Já, það koma oft karlmenn
í eldhúsið til Trínu.
124
— Hefirðu aldrei séð ókunnuga
karlmenn inn í stofunum hjá
mömmu þinni?
— Bara Vashom lækni. Hann
kemur til mömmu, þegar hún
hefir höfuðverk.
— Er mamma þín oft úti að
skemmta sér?
— Hvað er það?
— Ég á við, hvort hún fari í
cirkus og bíó.
— Auðvitað. Það er voða gaman
að fara með henni.
— Þú hefir þá ekki yfir neinu
að kvarta? Þér finnst þú eiga góða
og ástúðlega móður?
— Já — það geturðu reitt þig á!
— Það, sem þú hefir sagt,
Neddie, er í beinni andstöðu við
framburð ákærandans. Hefir
mamma þín sagt þér, hvað þú
ættir að segja hér?
— Nei.
— Hvað sagði hún við þig í
morgun?
— Hún spurði mig, hvort mér
þætti ekki vænt um sig og hvort
ég vildi ekki gjarnan vera hjá sér
— og konunni þarna-------
— Heyrðu, Neddie, það sitja
tvær konur við borðið þarna.
Hvor þeirra talaði við þig áður en
þú lagðir á stað hingað?
— Mamma mín — hún, sem
situr við hliðina á konunni í loð-
feldinum.
— Neddie, konan í loðfeldinum
er móðir þín!
— Nei, það er hún ekki, ekki