Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 55

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 55
/. <írgangur . 2. ársfjórðungur VAKA jafnanlega fagrar. Nú hélt hún í þeim ljósrauðum silkidúk, sem hún var að sauma í örlitla, há- rauða fugla, ásamt litlum, græn- um fugli á kvisti. Öðru hvoru laut hún höfði til að hvísla ein- hverju að lítilli stúlku, á að gizka tíu ára að aldri, sem stóð við hlið hennar. Litla stúlkan var einnig að sauma út, en henni varð mjög tíðlitið út um gluggann, út í garð- inn, þar sem hraustlegur, sjö ára drenghnokki var að leika sér að litlum kiðlingi. Öðru hvoru hló drengurinn dátt og þá gat litla stúlkan ekki varizt því að þrosa einnig. En móðir hennar sá það ávallt og hafði áminninguna á reiðum höndum: „Barnið mitt, hugsaðu um það, sem þú ert að gera.“ — Fætur móðurinnar og ömmunnar voru reirðir, þeir höfðu verið hindraðir í að vaxa og sviptir eðlilegri lögun. Fætur litlu stúlkunnar höfðu hins vegar fengið að halda eðlilegri stærð og lögun, því að faðir hennar hafði skrifað og mælt svo fyrir. Gamla frúin sneri sér nú að vinnukonunni og spurði: „Hefir þú sagt þjóninum að kaupa önd til kvöldverðar?“ Eiginkonan leit upp og sagði með mjúkri, tilbreytingarlausri rödd: „Ég hefi gætt þess, móðir mín, að uppáhaldsréttir hans séu til kvöldverðar. Og þegar hún uppgötvaði, að tebolli gömlu konunnar var tóm- ur, stóð hún á fætur, tók tekönnu úr postulíni af borðinu og hellti úr henni í bolla gömlu frúarinnar. Síðan hellti hún hálfköldu tei úr bolla húsbóndans og fyllti hann aftur með heitu tei úr könnunni. Að þessu loknu tók hún sér aftur sæti og hélt áfram að sauma. Hið rólega yfirbragð hennar og virðulega framkoma gaf engan veginn til kynna, að tilfinninga- líf hennar hefði komizt úr jafn- vægi. Á litlausu andliti hennar var engar svipbreytingar að sjá og út úr svipnum skein ekki nein eftirvænting. Silkiklæði hennar voru svo ljósblá, að þau virtust helzt vera grá að lit. Augnabrúnir hennar skáru sig vel af við hin ógreinilega lit andlitsins, þær voru svartar eins og augun. Svart hárið var gljástrokið aftur frá enninu og undið upp í hnút í hnakkanum. Augu hennar fylgdu stöðugt hreyfingum drengsins, sem lék sér úti í garðinum. Þegar hann féll og gráturinn virtist ætla að yfirbuga hann, mátti sjá örlitla svipbreytingu á andliti móður hans. Hún stóð þá á fætur í skyndi, flýtti sér út í garðinn, reisti drenginn á fætur, þrýsti honum eitt andartak að brjósti sínu og sagði síðan með sínum tilbreytingarlausa málrómi: „Ekki að gráta, vinur minn. Pabbi þinn kemur bráðum og hon- um myndi falla mjög illa að hitta þig grátandi. Hugsaðu þér, þú 133

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.