Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 57

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 57
/. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA „Jæja, þá er ég kominn heim aftur!“ Þegar gamli maðurinn heyrði þessa rödd, stóð hann á fætur. En jafnskjótt minnist hann þess, að slíkt var ekki viðeigandi. Hann settist því aftur og beið sem fyrr. Gamla frúin krosslagði hendurn- ar í kjöltu sinni. Unga konan kallaði á dóttur sína og tók sér síðan stöðu bak við stól tengda- móður sinnar. Drengurinn kom nú einnig til hennar, óþægilega snortinn af þessum óvenjulega hátíðleika, og greip dauðahaldi í hönd hennar. Litla stúlkan hélt enn á saumum sínum en augu hennar viku ekki frá dyrunum. Unga konan leit alls ekki upp. Hún stóð grafkyrr og virti án af- láts fyrir sér rifu milli gólfflís- anna. Svo voru dyrnar opnaðar og hún heyrði fast fótatak á stofu- gólfinu. Hún varð óljóst vör við, að gamli maðurinn reis úr sæti sínu, og hún heyrði unga mann- inn, eiginmann sinn, hrópa: „Faðir minn, faðir minn!“ „Eftir sjö ára....“ sagði gamli maðurinn, en svo missti hann vald yfir röddinni og byrjaði að kjökra. „Setztu niður, faðir minn,“ sagði ungi maðurinn, og reyndi að hlæja ofurlítið við um leið. Síðan hellti hann tei í bolla föður síns. „Eg er kominn heim aftur,“ sagði hann, „yfir hafið, hingað til ykkar — hér er ég, móðir mín.“ Gamla frúin reis úr sæti sínu. Hún var óstyrk og studdi hendi sinni á arm sonar síns. „Yuan, sonur minn, mér finnst þú hafa hækkað. Þú kemur mér næstum því ókunnuglega fyrir sjónir, þú ert mikið fullorðins- legri en þú varst.“ „Sjö ár hljóta alltaf að skilja eftir sín spor,“ sagði Yuan með hressilegum málrómi um leið og hann hellti einnig tei í bolla móð- ur sinnar. Nú var röðin komin að henni — eiginkonunni. Hann staðnæmdist frammi fyrir henni en hún leit ekki upp. Hún vissi vel, hvernig henni bar að haga framkomu sinni, því að hún hafði notið góðs uppeldis. Nú stóð hann einmitt á þeim bletti gólfsins, sem hún hafði stöðugt fest augun á. Hún sá því skóna, sem hann var á og veitti athygli efninu í buxunum, dökku, þykku, útlendu efni. ,,Oh!“ sagði hann með ein- kennilega fjarlægri rödd. „Eg vona að móður sonar míns líði vel?“ „Betri tengdadóttur hefðum við ekki getað eignazt," sagði gamli maðurinn þá allt í einu. „Hún man ávallt eftir öllum sínum skyldum gagnvart okkur og rækir þær allar af mikilli prýði. Betri móður hefðu börn þín ekki getað eignazt, hún er réttlát gagnvart vinnufólkinu og mjög samvizku- söm í hvivetna." 135

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.