Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 59

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 59
1. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA mílufjórðunga!“ Hann hló við og gekk út úr stofunni. Gamli maðurinn sat og horfði beint fram. „Þrír dagar eru ekki langur tími,“ sagði hann við konu sína. „Þeir hljóta að hafa haft hagstæðan byr. Ef þeir hefðu hreppt mótvind, hefði ekki veitt af fimm eða sex dögum til þess að draga bátinn upp eftir fljót- inu.“ „Eg fór til musterisins á hverj- um degi og bað um byr. Eg keypti reykelsi, til að fórna guðunum og te handa prestunum fyrir tvo silfurpeninga. Hann hlaut því að fá góðan byr.“ Gamli maðurinn fór aldrei til musterisins, því að hann trúði ekki á þessa guði. Hann var á- hangandi Konfuciusar og lét kvenfólkið um trúna á guðina. Hann sýndi þó konu sinni ávallt fullkomið umburðarlyndi í þessu efni og lét sér því nægja að segja: „Það er árstíð hinna hagstæðu vinda.“ Þessari fullyrðingu gat kona hans ekki tekið þegjandi, enda var hún fremur tannhvöss að eðlis- fari: „Þú ert líka alveg vita trúlaus! Eg hefi sannreynt aftur og aftur, að guðirnir bænheyra okkur. Ef eg hefði ekki heimsótt musterið reglulega, hefðu ýmiskonar erfið- leikar og hættur getað mætt syni okkar í hinum ókunnu löndum og á hinu stóra hafi!“ „Jæja, jæja,“ sagði gamli mað- urinn friðsamlega. Hann mat á- vallt heimilisfriðinn meira en þennan skoðanamun þeirra. „Til- bið þú þína guði. Og ef þú biður um skynsamlega hluti á hinum réttu augnablikum, þá er víst ekkert því til fyrirstöðu að þú verðir bænheyrð.“ * Um kvöldið, þegar kvöldverð- inum var lokið og Yuan hafði af- hent sérhverjum þá gjöf, sem hann hafði meðferðis, gekk unga konan inn í herbergi þeirra hjón- anna. Hún hafði aldrei sofið þar síðan Yuan fór að heiman, heldur hafði hún sofið inni hjá börnun- um. Henni fannst svo einmanalegt að sofa ein í herbergi. En hún hafði alltaf látið halda herberg- inu vel hreinu og séð um góða loftræstingu. Stundum hafði hún setið þar við sauma stund og stund, en að öðru leyti var her- bergið ónotað. Nú sat hún þar og beið þess að hann kæmi inn. Framhald í nœsta hefti. ------- Heimskur................. Sá heimski heldur hvern mann heimskari sér. Heimskum manni eru heitingar gjarnar. Á fáu kann heimskur hóf. Seint þekkir heimskur hæðni. íslenzkir málshœttir. 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.