Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 63
1. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA
er vitað, hversu fjölmennur þessi nýi
flokkur kann að vera. En víst er það, að
engan alþingismann hefir hann kosið.
Fullveldisafmælisdaginn 1. des. s. 1.,
var ákveðið, að formenn stjórnmála-
flokkanna á Alþingi flyttu ávarp til
þjóðarinnar í útvarpi, og gerðu það for-
menn fjögra þeirra, en kommúnista-
flokks ekki. En í stað þess flutti þá
ávarp einn af fyrrverandi þingmönnum
þessa niðurlagða flokks, og var það
ávarp með sama blæ og þingræður þess
manns venjulega hafa verið, meðan hann
var kommúnistaflokksmaður, að öðru
leyti en því, að þá var orðtak hans:
„við kommúnistar", en nú: „við sósía-
listar", en stjórnmálaflokkur með því
nafni hefir hér ekki verið til, og getur
þvi ekki hafa kosið neinn alþingismann.
Ávarpsflytjandinn kom fram sem vara-
formaður sins nýja flokks, 1 forföllum
formannsins, fyrrverandi þingmanns
Alþýðuflokksins, sem kosinn var af hon-
um.
Þessir (utanveltu-)þingmenn,þrír fyrr-
verandi kommúnistaflokksmenn og einn
fyrrverandi Alþýðuflokksmaður, virðast
þannig ætla að mynda flokk á Alþingi,
undir nýju, útlendu nafni, þótt aðrir
flokkar hafi þá á þing kosið. Og svo
óeðlilegt sem það sýnist vera, virðist
ekkert lagaákvæði vera því til fyrir-
stöðu. Má því gera ráð fyrir, að þeir
muni taka sæti á Alþingi og njóta þar
þingmannaréttinda kjörtímabilið á enda.
En eftir því sem ástatt er nú um flokka-
skipun á þinginu, er ekki annað sýnilegt,
en að vera þeirra þar verði aðeins til
baga, valdi ruglingi, þingtöf og óþarfa
kostnaði.
Þótt Alþingi sé hið fjölmennasta lög-
gjafarþing í heimi, í hlutfalli við smæð
þjóðarinnar, er það svo smátt, að það
þolir ekki flokkafjölda, er getur aðeins
verið til skaða og tafar fyrir framgang
þjóðþrifamála, og líklegastur til þess,
að einhver einræðisflokkur undir er-
lendum áhrifum geti náð hér vexti og
viðgangi og orðið smáflokkunum yfir-
sterkari.
En með því ekkert virðist því til fyrir-
stöðu, að þingmenn haldi fullum rétti
til setu á Alþingi, og þátttöku í störfum
þar, þótt kjörflokkur þeirra sé lagður
niður, þótt viknir séu úr kjörflokki
sínum og þótt gengnir séu í nýjan flokk,
er engan alþingismann hefir kosið, —
ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að
allir þeir alþingismenn, sem vaka vilja
yfir frelsi og sjálfstœði þjóðarinnar og
verja ríkjandi þjóðskipulag, mynái nú
einn flokk. Mætti nefna hann t. d.
Vökuflokk, eða öðru stuttu og laggóðu,
yfirlætislitlu nafni. Orðtak þingmanna
þess flokks gæti þá verið: „vér vöku-
menn“. Er líklegt, að til slíks flokks
myndu flestir landsmenn vilja teljast,
og líklega allir þingmenn núverandi
flokka — ef til vill að haustfædda flokk-
inum nýja, með útlenda nafninu, einum
undanskildum.
Við myndun Vökuflokksins (eða hvað
hann héti), yrðu núverandi flokkar, er
í hann gengju, lagðir niður (hin yfir-
lætiskenndu kjörfylgisveiðanöfn þeirra
mega missa sig), og þá losnaði þjóðin
að miklu leyti við hina hvimleiðu, sann-
girnislausu flokkastreitu, og hinn lam-
andi innanlandsófrið.
Úrlausnarefnin þarfnast óskiptra
krafta hins fámenna liðs góðra íslend-
inga. Björn Bjarnarson,
Grafarholti.
Bezta bókin 1938
aka efnir til atkvæðagreiðslu meðal
lesenda sinna um það, hver sé hezta
bók ársins 1938, þeirra er út komu hér
á landi, þýddar eða frumsamdar.
Nafn bókar og höfundar skal skrifa
á sérstakan seðil og senda ritstjóra
Vöku fyrir 1. maí n. k. — Ekki er nauð-
synlegt að senda atkvæðaseðla í sérstöku
umslagi, heldur mega þeir vera í um-
slögum með bréfum eða öðru. — Á baki
seðilsins skal standa nafn og heimilis-
fang þess, er atkvæðið hefir greitt. Það
er varúðarráðstöfun gegn því, að sami
maður geti greitt meira en eitt atkvæði.
Af tímaritsins hálfu verður því auðvitað
haldið vandlega leyndu, hvernig hver
einstakur hefir greitt atkvæði.
Lesendur Vöku! Takið þátt í þessari
nýstárlegu atkvæðagreiðslu.
141