Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 66

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 66
VAKA 7. árgangur . 2. ársfjórdungu kommúnismans. Einkum þykir höfund- inum hafa tekizt upp að lýsa þrotlausum tilraunum einstaklinganna — meðvituð- um og óafvituðum — til þess að brjóta fjötra einhæfninnar, finna sjálfa sig í hópsálinni, sem valdhafarnir leitast við að skapa. Þegar valdhafarnir voru búnir að átta sig á, hver var tilgangurinn með bók- inni, var hún tafarlaust gerð upptæk. Samtímis hvarf höfundurinn, eins og jörðin hefði gleypt hann, og hefir ekki til hans spurzt síðan. Vel Itiiin kona engdadóttir „tinkonungsins“ bolivi- anska, frú Patino, hefir nú hlotið titilinn best klœdda kona heimsins, eftir ársstyrjöld um kjóla og hatta við her- togafrúna af Windsor. En þessi sigur hefir orðið dýrkeyptur. Patino gamli tengdapabbi, hefir lýst því yfir við París- arblöðin, að hann hafi látið tengda- dóttur sína hafa til umráða í þessu til- efni röska eina milljón króna í íslenzkum peningum. — Það má sjá af þessu, að tízkustyrjöld verður ekki unnin án þess að hafa gnægð fjár handa á milli, frem- ur en aðrar styrjaldir. „Ileiilein4* I l*óllandi Ekki alls fyrir löngu lét Göbbels þau orð falla, að sérhver þýzkur minni- hluti utan Þýzkalands ætti sinn „Hen- lein“. Þetta mun ekki vera fjarri sanni. Jafnvel þýzki minnihlutinn í Póllandi, sem annars lætur lítið á sér bera, á sinn „Heinlein“. Hann heitir Rudotph Weis- ner. — Weisner er hávaxinn, ljóshærð- ur maður, hálffertugur að aldri. Hann á sæti í pólska þinginu sem fulltrúi þýzka minnihlutans, en annars lætur hann lítið á sér bera, einkum síðan undirritaður var vináttusáttmálinn milli Þjóðverja og Pólverja. Aiýfundnaland lestir munu vita, að Nýfundnaland (Newfoundland) liggur við austur- strönd Ameríku, og að á grunnunum úti 144 fyrir því eru ein hin beztu þorskfiski- mið í heimi. Lengra nær nær þekking almennings yfirleitt ekki í þessum efn- um. Danski rithöfundurinn Aksel Sande- mose hefir gist Nýfundnaland á ferðum sínum um Ameríku. Hann hefir ritað nokkuð um landið, einkum höfuðborgina og íbúana. Frásögn hans er skýr og skemmtileg og vel til þess fallin að varpa ljósi yfir þessa framandi þjóð. — Það, sem hér á eftir verður sagt um íbúa Nýfundnalands, verður byggt á frásögn Sandemose. íbúar Nýfundnalands eru einkum af írskum, skozkum eða enskum ættum, en annarra þjóðflokka, svo sem Frakka og Skandinava, verður þar einnig vart. Og þó að þjóðernið sé svona blandað, er hægt að tala um íbúa Nýfundnalands sem þjóð. Þeir eru ólíkir öðrum íbúum Norður-Ameríku, þeir eru Nýfundna- lendingar, bráðlynd, óeirðagjörn og hreinskilin þjóð, sem lklega á hvergi sinn líka í heiminum, Óeirðir eru nálega daglegt brauð í St. John’s, höfuðborg landsins. Þó er landslýður konungshollur. Þegar unga fólkið í St. John’s, sem mikið iðkar skautahlaup, heyrir God save the king hljóma frá hátölurunum á skauta- svellinu, nemur það staðar, og ungu mennirnir standa berhöfðaðir meðan lagið er leikið. Menntun er ekki á háu stigi á Ný- fundnalandi. Fjöldi manns er ekki læs og hugtak eins og almenn upplýsing er ekki í hávegum haft. Fámenni og kunn- ingsskapur allra hefir sett sinn blæ á fólkið. Það er vakað yfir breytni nábú- ans, eins og líferni hans sé hið eina í veröldinni, sem einhverju máli skiptir. Siðavendni er mikil. Ef grunur leikur á því, að ung stúlka hafi verið ein með karlmanni nokkra stund, veldur það mikilli hneykslun og verður umræðu- efni fólks svo vikum skiptir. Sandemose kveðst aldrei hafa séð unga gifta konu á Nýfundnalandi. Ástæðuna telur hann þá, að konurnar hafi sérstakt lag á því að verða gamlar um leið og þær ganga í hjónaband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.