Fréttablaðið - 04.01.2023, Síða 14
Sjálfvirkur
opnunarbúnaður og
snertilausir rofar frá
Þýsk gæðavara.
Snertilausir rofar
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
Inga Sæland
formaður
Flokks fólksins
Í jólamánuðinum f læða minn-
ingarnar fram sem beljandi foss. Ég
dvel við liðna tíma. Ég sé sjálfa mig
sem litla telpu heima hjá pabba
og mömmu þar sem jólaandinn
sveif yfir og allt um kring. Þar sem
mamma var í aðalhlutverki, vakti
fram á nætur, bakaði, eldaði og
pússaði allt sem hönd á festi. Þar
sem fárviðri geisaði utan við glugg-
ann minn með tilheyrandi snjó-
komu sem færði allt á bólakaf. Allt
var hjúpað töfraljóma og ólýsan-
legri tilhlökkun. Alveg sama hvað
á gekk hjá fullorðna fólkinu, okkur
börnunum var haldið fyrir utan
það.
Nú er öldin önnur og ekki nokkur
leið að loka augunum fyrir því órétt-
læti og þeim hörmungum sem þús-
undir íslenskra barna mega þola
í dag. Í gjörbreyttu samfélagi þar
sem gildi og viðmið eru öll önnur en
þegar ég var að alast upp. Þetta eru
börn sem oft leggjast svöng á kodd-
ann á kvöldin þar sem fátæktin er
slík að hver króna fer í að greiða
græðgisvæddum leigufélögum
fyrir húsaskjól á okurverði. Þetta
eru börnin sem fá helst að borða
hjá hjálparstofnunum sem reyna
eftir fremsta megni að úthluta þeim
mat. Hjálparstofnanir sem meiri
hluti alþingismanna undir agavaldi
ríkisstjórnarinnar sagði nei við að
styrkja um 150 millj. króna fyrir
jólin. Þetta eru börnin sem fara í
jólaköttinn, fá hvorki ný föt né nýja
skó. Þetta er börnin sem eiga frekast
á hættu að vera lögð í einelti, börnin
sem fá engar tómstundir sem kosta
peninga af því að þeir eru einfald-
lega ekki til. Ég þarf ekki að tíunda
frekar um það sem liggur í framtíð
flestra þessara barna. Þið vitið það
öll.
Stjórnleysi, trúleysi, virðingar-
leysi er það sem svífur yfir vötnun-
um í dag. Stjórnvöld láta sér á sama
standa þótt fólk eigi hvorki í sig né á.
Sama þótt fólk eigi ekki í nein hús að
venda. Málin eru sett í nefnd. Með
öðrum orðum, ábyrgðinni er fleygt
út um gluggann. Þessir svokölluðu
valdhafar hafa hvorki visku né getu
til að takast á við þau verkefni sem
þau voru kjörin til að sinna. Ég hlýt
að draga þá ályktun fremur en að
halda að þessir einstaklingar séu
mannvonskan holdi klædd. Eitt er
þó alveg víst að öll þessi yfirgengi-
lega fátækt, allt þetta vonleysi tug-
þúsunda Íslendinga er í boði stjórn-
valda. Það er nöturlegt til þess að
vita að Alþingi Íslendinga – æðsta
stofnun þjóðarinnar, skuli ekki
sjá sóma sinn í því að rétta þeim
hjálparhönd sem búa hér í sárri
neyð, heldur þvert á móti múra enn
rammgerðari fátækragildru um þá
sem þau voru kjörin til að vernda.
Þetta er allt mannanna verk! n
Örbyrgð í auðugu landi
Kristján
Björnsson
vígslubiskup
í Skálholti
Um áramót er eðlilegt að gera upp
liðna tíð og horfa um leið til fram-
tíðar. Í kirkjunni er liðinn tími mjög
langur í sögunni. Í kirkjunni má líka
segja að horft sé mjög langt fram í
tíma með tilliti til guðfræði vonar-
innar. En það góða við guðfræði
vonarinnar er að hún liggur ekki
öll í óræðri framtíð. Hún er í raun
það afl sem breytir öllu á líðandi
stund. Það er afar brýnt fyrir kirkju
og kristni að íhuga allt er varðar
umbúnað í þessum heimi enda var
umbúnaður mjög fátæklegur er
Jesús fæddist. Tilefni jóladaganna
allra til þrettánda dagsins er í raun
mjög einfalt þótt við höfum hlaðið
á það umgjörð og gjöfum. Tilefnið er
að gleðjast með því að gleðja aðra og
huga að þeim sem búa við skertan
kost og þrengingar, sjúkdóma, stríð
og aðrar ógnir. Við þurfum að muna
að Kristur er það afl sem stendur
af sér alla eyðileggingu og ógnir
einmitt með því að hafa tekið sér
stöðu mitt í sorg og kvíða, missi og
átökum okkar.
Ég hef ekki áhyggjur af kristni
sem býr í hjörtum okkar en er hugsi
yfir stöðu kirkju minnar og sam-
eiginlegri þátttöku trúaðra í því
trúarlífi sem mótar samfélagið. Það
er eitt að trúa í hjartanu og láta það
móta okkur sjálf. Annað er að láta
persónulega trú hafa mótandi áhrif
á samskipti okkar við aðra og sam-
félagið í heild. Ég á erfitt með að sjá
fyrir mér trú og kærleika Jesú Krists
sem ekki er miðlað til annarra í orði
og verki. Hvaða merkingu hefur
þannig trú ef við þenjum svo bara
flautuna á jeppanum á þau sem eru
föst í snjónum á litla borgarbílnum
sínum? Dómharka er verst. Líka í
trúarlegri umræðu. En svo sjáum
við og heyrum af fólki sem lætur
gott af sér leiða hvar sem það fer
þótt það minnist ekki á trú sína.
Verkin tala; hughreystandi orð og
gjörðir.
Umbúnaður á það til að pakka
trúarlegri hugsun okkar svo ræki-
lega inn að hún hafi þverrandi áhrif
á samfélagið og náunga okkar. Þetta
er einnig raunveruleg hætta með
kirkju sem stofnun með sérstöðu.
Ef ég tek dæmi af því sem stendur
mér næst hefur Þjóðkirkjan verið
að ganga í gegnum ótrúlega miklar
breytingar síðustu misseri og því
fylgja vaxtarverkir sem hafa ekki
farið framhjá almenningi. Ég tel að
við gætum ratað á rétta leið með
styrk kristinnar vonar og skilningi
á samfélaginu. Framtíðarsýn okkar
mótast af afli vonarinnar í miðjum
breytingum þessara daga og vikna,
mánaða og missera. Mörgum kann
að virðast freistandi að finna lag og
leggja að kirkjunni í þessum breyt-
ingum miðjum. En það er líka eðli-
legt. Ég sé hins vegar mikil tækifæri í
þeirri siðbót sem þarf til að einfalda
skipulag kirkjunnar. Það er í þeirri
von að góðu verkin og góða þjónust-
an verði að meira gagni fyrir þjóð og
land. Erindi kirkjunnar er einfalt en
það er gríðarlega mikilvægt. Jólin
minna okkur á þann litla umbúnað
sem þurfti til að breyta öllu í sögu
mannkyns, farsæld fólksins og sam-
félagsins í heild og þá staðreynd að
góður helmingur jarðarbúa trúir nú
á sama Jesú Krist. n
Kraftur vonar
á nýjum tímum
Lovísa
Ólafsdóttir
heilsuhagfræðing-
ur og forvarnar-
ráðgjafi fyrirtækja
hjá VÍS
Höfund langar að byrja á því að óska
sjómönnum, fjölskyldum þeirra og
útgerðum til hamingju, en í nóv-
ember 2022 fór í loftið nýtt atvika-
skráningarkerfi ATVIK – sjómenn
sem VÍS þróaði og gaf sjómönnum
og var af hent rannsóknarnefnd
samgönguslysa til eignar á síðast-
liðnu ári.
Hvers vegna er atvikaskráning
mikilvæg?
Árið 2002 gerði höfundur rann-
sóknina „Áhrif hvíldar á öryggi og
heilsu sjómanna“, þar sem um 150
sjómenn tóku þátt. Í rannsókninni
voru svefnvenjur, svefnmynstur og
heilsa sjómanna skoðuð og í því
skyni skoðuð áhrif góðrar hvíldar
sem liðs í að draga úr álagseinkenn-
um, slysum og veikindum. Helstu
niðurstöður voru eftirfarandi:
• Almennt hvílast sjómenn illa
og líkamsástand þeirra er í f lestum
tilfellum bágborið. Um 62% þeirra
sem tóku þátt í rannsókninni sögð-
ust þjást af verkjum í baki og 49%
af verkjum í hálsi eða öxlum. Þegar
dýnuundirlagið var skoðað sást að
álag á mjóbak og herðablaðasvæði
var mikið
• Um 43% þeirra töldu sig ekki
vakna úthvílda og um 60% sögðust
þjást af streituþunglyndi með kvíða
og svefntruf lunum. Um 80% sjó-
manna sögðust fá meiri svefn á fyrri
vaktinni en þeirri seinni sem passar
við svefnmælinguna sem var gerð. Í
um 40% tilfella mátti rekja streitu til
álags að degi til.
Til þess að skynja svefn þarf ein-
staklingurinn að vera sofandi í þrjár
til f jórar mínútur. Augnablikið
þar sem einstaklingurinn gerir
sér ekki grein fyrir því að hann er
sofandi nefnist „svefngloppur“ og
er þess vegna ekki meðvitaður um
hættur í umhverfinu. Niðurstaða
svefnmælinganna sýndi að tíðni á
„svefngloppum“, þ.e. þegar svefninn
ryðst inn í vökutímann, var nokkuð
há. Þessar „svefngloppur" voru að
gerast á tímum sólarhringsins þegar
slysin áttu sér stað samkvæmt tölu-
legum upplýsingum frá Slysavarna-
skóla sjómanna. Þó svo að ekki
hafi verið hægt að tengja ákveðna
„svefngloppu“ við ákveðið slys, þá
gáfu niðurstöðurnar vísbendingar
um hvað væri að gerast í umhverf-
inu og enn fremur mikilvægi slysa-
skráninga.
Líkamsástand bágborið
Það sem kom einnig í ljós var að
líkamsástand sjómanna var mjög
bágborið og verulega undir því sem
mælist hjá meðalmanni. Um þriðj-
ungur manna féll í f lokk fyrsta stigs
offitu (BMI) og flestir voru um það
bil að falla yfir í annað stig. Yfirvigt
og offita veldur hjarta- og æðasjúk-
dómum, en hefur um leið áhrif á
hvíldarþörf. Grunur um kæfisvefn
var hjá um 9% sjómannanna.
Atvinnurekandi ber ábyrgð á
góðu vinnuumhverfi
Mikil ábyrgð situr hjá stjórnendum
fyrirtækja þegar kemur að góðum
aðbúnaði í vinnuumhverfinu og
ber atvinnurekandi ábyrgð á því
að framkvæmt sé áhættumat starfa
skv. vinnuverndarlögum. Auk þess
er atvinnurekandi leiðandi af l í
sterkri öryggismenningu. Engu að
síður situr ábyrgðin á eigin öryggi
og heilsu hjá einstaklingnum sjálf-
um, en um 61% sjómanna sagðist
aldrei stunda líkamsrækt, um 56%
þeirra reyktu og langflestir drukku
mikið magn af kaffi. Þrátt fyrir aug-
ljós mikil álagseinkenni sóttu fæstir
sjómenn sér meðferð við þeim.
Vinnuumhverfi sjómanna er
skilgreint sem „hörð vaktavinna“
samanborið við aðrar tegundir
vaktavinnu, þar sem í þessari rann-
sókn var um að ræða sex klst. vakta-
vinnukerfi. Það tekur líkamann um
fimm daga að endurstilla líkams-
klukkuna, en oftar en ekki voru sjó-
menn að vinna á annarri vaktinni
einn túrinn, fóru í land í 2–3 daga
og síðan út á sjó á hinni vaktinni.
Vinnufyrirkomulag sem þetta leiðir
til þess að líkamsklukkan brengl-
ast og líkaminn fer að vinna gegn
sjálfum sér þ.e. blóðsykur eykst,
blóðþrýstingur hækkar, hormóna-
starfsemin brenglast, örvun verður
til á annarri starfsemi líffæra og
mótstöðuaf l líkamans minnkar.
Þó svo að dauðsföllum hafi fækkað
svo um munar síðustu áratugi með
bættum skipaf lota og öryggis-
búnaði, þá er slysatíðni sjómanna
enn há og trónir á toppnum miðað
við aðrar starfsstéttir samkvæmt
nýlegri rannsókn Valdimars Briem
og félaga. Í þeirri rannsókn er einnig
komið inn á mikilvægi atvikaskrán-
inga og vald eflandi öryggisstefnu.
Mætum því óvænta
Verum viðbúin því óvænta og
höldum til haga mikilvægum upp-
lýsingum eins og skráningu næstum
því slysa og atvika. Byggjum upp
sterkt lærdómssamfélag með öfl-
ugri öryggisstefnu, -menningu og
öryggishegðun. Hver vinnustaður
á sitt eigið DNA og er rót þess, en
þegar kemur að slysum er eitt slys
of MIKIÐ og það er á ábyrgð allra.
Leggjum áherslu á forvarnir þar
sem DNA-ið okkar er. „Við vitum
hver við erum“, „Við vitum hvað við
gerum“ og síðast en ekki síst „Við
vitum hvert við viljum fara“. n
Sjómenn, til hamingju,
við stefnum í rétta átt
Stjórnvöld láta sér
á sama standa þótt
fólk eigi hvorki í sig
né á. Sama þótt fólk
eigi ekki í nein hús að
venda. Málin eru sett í
nefnd.
Vinnuumhverfi sjó-
manna er skilgreint
sem „hörð vaktavinna“
samanborið við aðrar
tegundir vaktavinnu,
þar sem í þessari rann-
sókn var um að ræða
sex klst. vaktavinnu-
kerfi.
14 Skoðun 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið