Fréttablaðið - 04.01.2023, Qupperneq 21
Nú erum við í flottri
stöðu en enginn í
liðinu er eitthvað
sáttur. Það vilja allir
fara upp á við.
Alfons Sampsted, leikmaður
Twente og íslenska karlalands-
liðsins
Micah Parsons var val-
inn varnarnýliði ársins
og var í öðru sæti í
kjöri um varnarmann
ársins á síðasta ári.
Landsliðsmaðurinn Alfons
Sampsted er genginn í raðir
hollenska stórliðsins Twente.
Hann kvaddi norska félagið
Bodo/Glimt fyrir áramót eftir
afar farsæl þrjú ár. Hinn 24
ára gamli Alfons er spenntur
fyrir komandi áskorun og
telur skrefið rétt á þessum
tímapunkti.
helgifannar@frettabladid.is
Fótbolti Alfons Sampsted gekk í
raðir Twente í Hollandi á frjálsri
sölu á dögunum. Hann kemur frá
norska félaginu Bodo/Glimt, þar
sem hann átti góðu gengi að fagna.
Bakvörðurinn segir í samtali við
Fréttablaðið að Twente hafi sýnt
sér áhuga fljótlega eftir að leiktíma-
bilinu í Noregi lauk um miðjan nóv-
ember.
„Það var nokkuð langur aðdrag-
andi að þessu. Eftir að ég kláraði
tímabilið með Bodo/Glimt í nóvem-
ber fer ég með landsliðinu í ferð og
eftir hana fékk ég fyrst að heyra af
áhuga Twente. Þetta var svona einn
og hálfur mánuður,“ segir Alfons.
Vildi skilja í góðu
Hann lét Bodo/Glimt vita um leið og
ákvörðun hans um að fara lá fyrir.
„Af virðingu við þá sem vinna hjá
Bodo/Glimt og klúbbinn sjálfan
vildi ég segja þeim eins f ljótt og
hægt var hvað ég ætlaði að gera. Það
var svo þeir gætu fundið einhvern í
mína stöðu og að við gætum skilið á
góðum nótum.“
Alfons horfir stoltur til baka á
tímann hjá Bodo/Glimt, þangað
sem hann kom frá Norrköping fyrir
tæpum þremur árum síðan. Leik-
maðurinn viðurkennir að hafa ekki
búist við því að félagið myndi ná
eins frábærum árangri og raun ber
vitni á tíma sínum þar. Bodo/Glimt
varð norskur meistari í fyrsta sinn
árið 2020 og aftur ári síðar.
„Þetta voru þrjú f lott tímabil,
bæði út frá Evrópuleikjunum og
svo unnum við titilinn auðvitað
tvisvar,“ segir Alfons.
„Ég bjóst ekki við þessu þegar ég
skrifaði undir. En fljótlega á fyrsta
tímabilinu áttaði ég mig á því að
við værum með hrikalega gott lið.
Samstarfið á milli einstaklinga í
liðinu var virkilega gott. Á einhvern
hátt náðum við að viðhalda því í
þessi þrjú tímabil þrátt fyrir að við
værum að missa leikmenn til stórra
liða eftir hvert tímabil, lykilmenn.“
Það var hálfmagnað hvernig
Bodo/Glimt hélt alltaf uppteknum
hætti þrátt fyrir að missa menn.
„Eftir hvert tímabil spurði maður sig
hvort við gætum haldið þessu á jafn-
háu gæðastigi og áður. Maður komst
einhvern veginn alltaf að því að við
værum bara með frábæran hóp.“
Twente með háleit markmið
Nú er Alfons hins vegar kominn til
Twente. Það var þó ekki eina félag-
ið sem hann gat valið um. „Það
voru nokkrir möguleikar, eitthvað
í Frakklandi og Þýskalandi. Tilfinn-
ingin fyrir Twente var samt alltaf
virkilega góð svo þetta var ekkert
erfitt val.“
Alfons lýsir því þegar hann heill-
aðist fyrst af Twente. „Þegar við í
Bodo/Glimt vorum að fara að keppa
við PSV í Evrópudeildinni notuðum
við leik milli Twente og PSV til að
undirbúa okkur. Við strákarnir
vorum eftir það að ræða hvað þeir
í Twente væru góðir. Við vorum
heillaðir af kraftinum, hræðslu-
leysinu þeirra við að spila og við-
horfi Twente.“
Þegar kappinn heyrði af áhuga
Twente fór hann svo að kynna sér
liðið betur. „Þeir spila með miklum
krafti, eru sóknarsinnaðir. Það er
mikið svigrúm til að gera mistök og
bæta sig. Heildarpakkinn heillaði
mig bara.“
Twente hefur verið að sýna sitt
rétta andlit undanfarið eftir smá
dvala síðustu ár. Liðið hefur einu
sinni orðið meistari, vorið 2010.
Það féll hins vegar 2018 en virðist nú
vera að finna taktinn. Sem stendur
er Twente í fimmta sæti hollensku
úrvalsdeildarinnar og í baráttu um
Evrópusæti.
„Twente horfir á sig sem eitt af
stóru félögunum í Hollandi og er
búið að gefa út að það vilji berjast
um Evrópusæti á hverju ári. Nú
erum við í f lottri stöðu en enginn
í liðinu er eitthvað sáttur. Það vilja
allir fara upp á við. Markmiðið
er að stefna alltaf á efstu sætin í
deildinni og þar af leiðandi Evr-
ópukeppni.“
Ræddi við Arnar Þór
Alfons segir að Arnar Þór Viðars-
son landsliðsþjálfari hafi hjálpað
sér að taka ákvörðun um að fara til
Twente. Arnar var á mála hjá liðinu
eitt tímabil er hann var leikmaður.
„Á sínum tíma var ég með nokkra
kosti og var bara að viðra hug-
myndirnar við hann. Þá sagði hann
mér frá sinni reynslu af Twente.
Hún var góð. Hann sagði að þetta
væri f lottur staður að vera á sem
fótboltamaður og manneskja.
Hann hafði virkilega góða hluti að
segja, að þetta væri skemmtilegt
næsta skref á ferlinum. Hans mat
hafði mikið að segja þegar kom að
því að taka ákvörðun.“
Alfons telur að hann geti tekið
framförum með landsliðinu eftir
skiptin til Twente.
„Ég tel að ég geti lært margt hérna.
Ég hef tekið eftir því fyrstu vikuna
að það er hátt tempó og það er
mikið lagt upp úr því að leysa sínar
stöður. Ef ég set saman það sem ég
hef lært um að vinna í kerfi og liðs-
heild hjá Bodo/Glimt við það að vera
hörkugóður í einn á móti einum og
sem einstaklingur í Twente held ég
að ég sé búinn að taka stórt skref og
að það verði gott fyrir landsliðið.“ n
Alfons Sampsted lék með Bodo/Glimt í Noregi fyrir áramót. Nú tekur við nýtt og spennandi verkefni með hollenska stórliðinu Twente. Fréttablaðið/Getty
Alfons heillaðist
strax af Twente
kristinnpall@frettabladid.is
ruðningur Micah Parsons, varnar-
tröll frá Dallas Cowboys, er væntan-
legur hingað til lands í vor þar sem
hann og Andre Cisco, varnarmaður
Jacksonville Jaguars, halda nám-
skeið fyrir ungmenni í amerískum
ruðningi. Þrátt fyrir ungan aldur
og að vera að ljúka öðru tímabili
sínu í NFL-deildinni hefur Parsons
stimplað sig inn sem einn besti
varnarmaður deildarinnar.
„Þetta er ekkert smá nafn að fá
hingað. Allir sem fylgjast með NFL-
deildinni þekkja þetta nafn. Ég
hlakka rosalega til að vera í kring-
um hann og hlusta á hann,“ segir
Úlfar Jónsson, leikmaður og þjálfari
hjá Einherjum, en hann kemur að
skipulagningu námskeiðsins.
„Hann er einn besti varnarmaður
deildarinnar og Cisco er byrjunar-
liðsmaður hjá Jaguars. Við hrukkum
í kút þegar við heyrðum af áhuga
þeirra á að halda þetta námskeið
hérna á Íslandi. Þeir sem standa á
bak við þetta halda árlega sumar-
búðir í Evrópu, oftast í Þýskalandi,
Danmörku og Finnlandi þar sem
íþróttin nýtur meiri vinsælda, en
íþróttin fer stækkandi hér á landi.
Svo hjálpar það okkur að þekkja
ritstjóra American Footall Interna-
tional sem hefur verið duglegur að
skrifa um okkur undanfarin ár og
hjálpað okkur að koma liðinu okkar
á framfæri.“
Athygli vekur að námskeiðin eru
fyrir unglinga.
„Þetta getur reynst gríðarlega
mikilvægt. Við erum bara með
ákveðna reynslu en þarna kemur
maður sem varð stjarna strax í
háskólaboltanum. Við erum með
efnilega unglinga sem eru að horfa
á möguleikann á að fara út á skóla-
styrk og jafnvel komast að í NFL-
deildinni einn daginn og þetta gæti
reynst dýrmætt í þessari vegferð.“
Úlfar segir að þarna verði um leið
þjálfarar frá háskólum sem opni
möguleikann á að íslenskir leik-
menn komist á skólastyrk.
„Þarna eru líka að koma þjálfarar
frá menntaskólum og háskólum í
Bandaríkjunum, það gefur þessum
strákum meiri sýnileika. Það er
komin heilmikil eftirvænting hjá
yngri kynslóðinni að bíða eftir
þessu.“ n
Eitt stærsta nafn NFL-deildarinnar heldur námskeið á Íslandi
Parsons fékk fullt hús stiga í kosningunni um varnarnýliða ársins í fyrra
ásamt því að vera valinn í úrvalsliðið (e. All-Pro). Fréttablaðið/Getty
MIÐVIKUDAGUR 4. janúar 2023 Íþróttir 17Fréttablaðið