Fréttablaðið - 04.01.2023, Side 26

Fréttablaðið - 04.01.2023, Side 26
Ragna Sigurðar- dóttir skrifar um myndlistar- menn í nýjustu skáldsögu sinni en hún er sjálf menntaður myndlistar- maður. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Ragna Sigurðardóttir skrifar um íslenska listamenn í París um miðja síðustu öld í bókinni Þetta rauða, það er ástin. tsh@frettabladid.is Skáldsagan Þetta rauða, það er ástin eftir Rögnu Sigurðardóttur segir frá tveggja ára tímabili í lífi Elsu, ungr- ar listakonu sem flyst frá Íslandi til Parísar á 6. áratugnum. „Mig langaði til þess að skrifa um þetta tímabil hjá íslenskum lista- mönnum, 6. áratuginn, þar sem geómetrísk abstraksjón er að koma inn í listalífið. Það voru mikil átök í gangi á þessum tíma og ég fékk hugmyndina að þessu sögusviði fyrir nokkrum árum síðan. Fyrir þremur árum gaf ég út smásagna- safn sem heitir Vetrargulrætur, í því safni eru tvær sögur sem gerast á 5. og 6. áratugnum hjá listamönnum hérna heima,“ segir Ragna. Hún segist hafa viðað að sér miklum heimildum um þetta tímabil og þá listamenn sem voru í fararbroddi listalífsins á 5. og 6. áratug síðustu aldar. „Listin sem þau voru að skapa skipti þjóðina svo miklu máli og þau fundu til mjög mikillar ábyrgðartilf inningar gagnvart því. Þarna um 1950 er Evrópa að opnast eftir seinni heimsstyrjöld- ina og listamenn geta ferðast á milli landa. Það voru margir Íslendingar sem fóru til Parísar á þessum tíma, alveg nokkrir tugir. 6. áratugurinn var kallaður franski áratugurinn af því það voru svo mikil áhrif þaðan. Þetta voru bæði mynd- listarmenn, rithöfundar og skáld. Þarna er Ísland nýorðið sjálfstætt og þá kemur fram þessi spurning, hvernig þjóð ætlum við að vera og hvernig list ætlum við að skapa? Sú list sem við sköpum hún mótar þá þjóð sem við erum. Það var pressan sem hvíldi á þeim, að bera þennan kyndil,“ segir Ragna. Deilur og átök Að sögn Rögnu skiptust íslenskir listamenn þessara tíma í tvo hópa, annars vegar þá sem vildu fylgja alþjóðlegum straumum og stefnum og hins vegar þá sem vildu halda í þjóðlegar hefðir og gildi. „Þannig það voru miklar deilur og átök. Mér finnst mjög áhugavert bæði að hugsa og skrifa um það þegar fólk leggur einhvern veginn allt í sölurnar fyrir list. Þá óhjá- kvæmilega fer maður að hugsa um hlutverk listarinnar í dag. Hvernig er það? Eru listamenn enn að taka jafn mikla áhættu? Ég komst eiginlega að þeirri niður- stöðu þegar ég var búin að skrifa þetta að mér finnst eitthvað vera til í þessu enn í dag,“ segir hún. Finnst þér listamenn vera jafn rót- tækir í dag og þeir voru þá? „Það er erfitt að vera róttækur þegar samfélaginu er sama. Vissu- lega í listum núna er náttúrlega bara allt hægt og það er ekki sama pressa en þeir sem eru að vinna sína list þeir búa enn við fjárhags- legt óöryggi. Þó hafa starfslaun listamanna auðvitað breytt mjög miklu. Í dag eru það kannski helst kvikmyndagerðarmenn sem leggja húsin sín að veði og eru fimm ár að vinna að einu verkefni. Og í sjálfu sér allir listamenn, vegna þess að þú græðir náttúrlega yfirleitt ekkert á þessu. En það á kannski bara við um allt sem fólk brennur fyrir yfir höfuð, hvort sem það er að stofna veitingahús eða gerast listamaður. Mér finnst áhugavert að skrifa um svona miklar ástríður.“ Konur áberandi í hreyfingunni Ýmsir þekktir íslenskir listamenn bjuggu í París á 6. áratugnum á borð við Nínu Tryggvadóttur og Gerði Helgadóttur. Spurð um hvort hún hafi sótt innblástur til þessara listamanna við skrif bókarinnar segir Ragna: „Ég skoðaði mjög marga og las mér til um bæði þessar konur og marga f leiri listamenn. Valtý Pét- ursson, Hörð Ágústsson, Þorvald Skúlason og fleiri. Það sem ég reyndi að gera er að ég reyndi að byggja á þeirra aðstæðum og þeirra lífi en þær persónur sem eru í bókinni eru ekki byggðar á einhverjum einum listamanni. Það eru tvær aðalper- sónur og þær byggja báðar á lífi nokkurra listamanna.“ Brjálæðislega metnaðarfull Aðalpersóna Þetta rauða, það er ástin er Elsa sem Ragna lýsir sem ungri konu uppfullri af metnaði. „Hún er mjög ung þegar hún fellur fyrir myndlistinni og ein af stóru ástunum í hennar lífi er myndlistin og málverkið. Henni gengur vel frá upphafi, gengur vel í skóla og fær mikla hvatningu að heiman. Hún er mjög ung þegar hún fer út og fær fjárhagsstuðning frá fjölskyldu sinni og fyrirtækjum og styrki frá Alþingi. Þannig að hún finnur mjög mikið fyrir þessari pressu að standa sig og það er ekkert einfalt. Hún lendir í því að þurfa að taka ákvörðun um hvort hún ætlar að halda áfram eða ekki,“ segir Ragna. Hún bætir því við að lífið hjá ungu fólki sem á framtíðina fyrir sér sé ekki alltaf auðvelt. „Mig langaði líka að skrifa sögu um ungt fólk sem er á þessu aldurs- skeiði rétt eftir tvítugt og þarf að taka svo mikið af ákvörðunum sem geta verið erfiðar. Ekki bara hennar ákvarðanir heldur þessar ákvarð- anir sem móta kannski lífið til fram- búðar. Fólk veit oft ekkert hvað það vill, þetta getur verið erfiður tími.“ Myndlist og skáldskapur Ragna er sjálf menntaður mynd- listarmaður. Hún lærði myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hélt eftir útskrift í framhaldsnám til Hollands. Hvernig finnst þér myndlistin og skáldskapurinn spila saman? „Mér finnst það bara vinna rosa- lega vel saman. Ég er menntuð í myndlist á þeim tíma þegar allir voru að gera hugmyndalist, þann- ig að ég málaði aldrei neitt. Þegar ég var í Myndlista- og handíðaskól- anum þá var ég í nýlistadeildinni í gamla daga og við fengum undan- þágu frá því að fara í módelteikn- ingu. Í minni myndlist var ég alltaf að skrifa, þannig að ég er ekki mál- ari. En síðan á seinni árum hef ég tekið námskeiðin sem ég fékk að sleppa í gamla daga. Þegar ég var að skrifa þessa bók fór ég í námskeið í olíumálun og fékk rosalega mikið út úr því, náði svona tengslum við litinn,“ segir hún. n Mikil átök og miklar ástríður Bækur Lungu Pedro Gunnlaugur Garcia Fjöldi síðna: 391 Útgefandi: Bjartur Kristján Jóhann Jónsson Skáldsagan Lungu er íslensk ættar- saga. Í ættinni tengjast Ítalir, Víet- namar og Íslendingar. Frásagnar- tæknin er frumleg. Sögumaður er alvitur, segir frá í þriðju persónu og segir að höfundur aðalsögunnar sé Stefán, sem jafnframt er persóna í bókinni. Stefán hafi skrifað þá sögu fyrir sig og Jóhönnu dóttur sína og hann lætur hana hafa handritið. Sögumaðurinn alvitri segir okkur frá Jóhönnu og samskiptum þeirra feðgina og sú frásögn er eins konar rammi um aðalsöguna sem eignuð er Stefáni. Ýmislegt gerist eftir að Jóhanna fær handrit sögunnar sem Stefán skrifast fyrir. Sögumaðurinn mótar með öðrum orðum þann höf- und sem sagt er frá í verkinu, rétt eins og Pedro Gunnlaugur mótar sögumanninn sem mótar ættarsöguna sem Jóhanna hefur undir höndum. Frá- sögnin er þannig eins og margföld rússnesk dúkka af því tagi sem margir kalla babúsku. Hinn alvitri sögumaður Undir lok bókar kemur í ljós hvað fyrir Stefáni vakti með sög ugerð sinni en hann getur ekki haft heimildir fyrir öllu sem hann segir frá svo að hann er að einhverju leyti að búa til skáldsögu um ætt sína. Fjörið í frásagnartækni bókarinnar gerir lesturinn ekki auðveldari fyrir lesandann og í ljós kemur að lesandi ættarsögunnar, Jóhanna, er ekki bara að lesa hana. Hinn alvitri sögumaður sem hér ræður ríkjum hefur ekki átt miklum vinsældum að fagna upp á síðkastið en í vexti skáldsögunnar á nítj- ándu öld var blóma- skeið hans. Þegar talað er um „alvitran sögumann“ þá ber í raun og veru ekki að skilja það þannig að hann „viti allt“. Það er frekar þannig að hann veit það sem honum sýnist og hann hefur gaman af. Slíkur sögu- maður getur undið sér milli persóna og birst í því rými og þeim tíma sem honum sýnist, og skilið eftir lausa enda þegar hann vill. Í með- förum Pedro Gunnlaugs verður þessi aðferð oft súrrealísk og mjög skemmtileg. Hættan er alltaf sú að höfundurinn yfirgefi persónur full- snemma án þess að vinna úr þeim og hverfi að öðrum of fljótt. Glöggt er gests augað Sagan Lungu geysist til dæmis frá óbjörgulegum ítölskum liðhlaupa og uppburðalítilli víetnamskri stúlku í Kanada, að tröllauknum hana í Hörgárdal og fljúgandi engla- konur í þoku kallast á við háþró- aðan sýndarveruleika í tölvuheimi. Enginn ræður sínum næturstað í þessari sögu. Allt ólgar af fjölmenn- ingu, kynusla, kynjaátökum, fíkni- efnaneyslu og tölvutækni. Þegar best gengur eru frásagnargleði og hugkvæmni allsráðandi og lesandi veit sjaldnast á hverju hann á von. Á hinum Norðurlöndunum hafa fyrir löngu stigið fram höfundar sem koma inn í þjóðarbókmennt- irnar með reynslu, þekkingu og sögu sem tengd er annarri menn- ingu og fjalla um sitt nýja heima- land, í þessu tilviki Ísland, á nýjan og ferskan hátt. Þetta er einmitt það sem saga Pedro Gunnlaugs gerir. Ég gæti trúað að innlendar bókmennt- ir með erlendar rætur gætu jafnvel verið enn nauðsynlegri fyrir okkur Íslendinga í smæð okkar en flestar aðrar þjóðir. „Glöggt er gests augað,“ segir máltækið og þó að Pedro Gunnlaugur sé auðvitað Íslendingur en enginn gestur, þá er að minnsta kosti annað augað í honum þetta dýrmæta gestsauga. n Niðurstaða: Nútímaleg ættar- saga, ólgandi af frásagnargleði og skemmtilegheitum. Töfraraunsæi bregður fyrir eins og í þjóðsögum og miðaldabókmenntum og landamæri skipta litlu. Víða dreifast ættbálkarnir Mér finnst mjög áhuga- vert bæði að hugsa og skrifa um það þegar fólk leggur einhvern veginn allt í sölurnar fyrir list. 22 Menning 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttablaðiðMennInG Fréttablaðið 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.