Verktækni - 2020, Blaðsíða 15

Verktækni - 2020, Blaðsíða 15
15 Eins eru svarendur með hlutfallslega fleiri bíla á heimili en íbúar á Íslandi. Þetta helst í hendur við þá staðreynd að svarendur bjuggu við hlutfallslega hærri heildartekjur heimilis en íbúar á Íslandi og má því rekja til hærri velmegunar svarenda. Hlutur bíllausra heimila í úrtakinu er of lítill (4% í stað 11% heimila sem eru án bíls). 4.2. Viðhorf almennings til ýmissa þátta sjálfakandi ökutækja Hafa ber í huga að hér er spurt um einstaka þætti á einangraða vegu undir hugsanlegum aðstæðum. Vel kann að vera að aðrir þættir eins og t.d. verð vegi þyngra þegar kemur að mati á ferðamátum. Slíkt er athugað í strjálum vallíkönum sem ekki er frekar gert skil í þessari grein. Upplifun öryggis í nálægð við ökutæki Spurt var um þægindi í nálægð við sjálfakandi ökutæki í umferð eftir því hvaða ferðamáta maður ferðaðist með. Mynd 1 sýnir að óvörðum vegnotendum sem ekki ferðast í bíl, hvort sem er sjálfakandi eða hefðbundnum, líður síður vel í nálægð sjálfakandi ökutækja. Einnig má sjá að fótgangandi finna síður fyrir ógn af sjálfakandi ökutækjum enda eru fótgangandi síður líklegir til að deila vegrými með sjálfakandi ökutækjum á gangstéttum á meðan hjólreiðafólk, rafskutlu- og mótorhjólanotendur munu gera það á vegum, sem útskýrir muninn á fótgangandi og öðrum utan bíls. Mynd 1: Upplifun öryggis vegfarenda í nálægð við sjálfakandi ökutæki Almennt má fullyrða að um 60% farþega í öðrum sjálfakandi ökutækjum og í hefðbundnum bílum gefa upp jákvæða öryggistilfinningu (einkunn 4-6) í samanburði við 40% notenda annarra ferðamáta. Þetta er töluvert hærra en niðurstöður Eurobarometer, gefa til kynna að 37% evrópubúa líði vel í nágrenni sjálfakandi ökutækis sem fótgangandi vegfarandi, um 30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.