Verktækni - 2020, Blaðsíða 28

Verktækni - 2020, Blaðsíða 28
28 Einnig mætti bera niðurstöðurnar saman við grunnlíkan samgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem og samgöngulíkan með öðrum breytingum t.a.m. Borgarlínu. Ef framkvæma ætti rannsóknina aftur mætti innifela fleiri ferðamáta til að fá heildarsýn á allt úrval ferðamáta sem ferðalangur hefur hverju sinni. Skoða mætti betur þau gögn sem ökutækið og farveitur safna hverju sinni og hvaða gögn mætti nýta til þess að stýra umferðarflæði betur og m.t.t. til þarfa veghaldara eins og t.d. viðhaldi. Gagnaöflun líkt og önnur frekari atriði þurfa auðvitað að standast kröfur setts lagaramma og þarf að skoða slíkt vandlega. Þetta mætti skoða í tilraunaskyni samhliða fyrstu prófunum ferðamátanna hérlendis. Við prófanir er einnig mikilvægt að sannreyna viðhorf farþega fyrir og eftir ferðina. Enn er óstaðfest að draga muni úr umferðaróhöppum eins og hefur verið rakið í þessari grein. NHTSA greinir frá því að 94% slysa eru af mannavöldum en innviðaeigendurnir líta ekki svo á að rekja megi slys til hönnunar innviðanna. Lagt er til að umferðaröryggi sé skoðað nánar með tilliti til aukinnar sjálfstýringar og hvernig megi best meta áhrif sjálfakandi ökutækja á umferðaröryggi í formi mælistika. Síðast en ekki síst er vert að minnast á það að uppi hafa verið áform um setningu veggjalda á íslenskum vegum. Kílómetraháð veggjöld gætu reynst markvisst tól til að lágmarka ekna heildarkílómetra og fækka tómum ferðum þegar bílar verða fyllilega sjálfakandi og minnka þannig tafir. Hafa þarf í huga hvernig mismunandi form veggjalda kunna að hafa áhrif á umferð og viðhorf almennings til nýs raunveruleika sjálfakandi ferðamáta. 5.5. Lokaorð Þessi grein fjallar um ýmis viðhorf almennings gagnvart sjálfakandi ökutækjum og þau borin saman við evrópskar niðurstöður Eurobarometer. Á sama tíma og farþegum sjálfakandi ökutækis líður betur en óvörðum farþegum í nálægð ökutækisins er víst að stórum hluta fólks liði betur sem farþega með eftirlit öryggisfulltrúa í ökutækinu. Þá er alls óvíst að fólk sé tilbúið að senda börn sín með ökutækinu. Svarendur voru almennt jákvæðari gagnvart því að flytja vörur á milli staða með sjálfakandi tækni. Þrátt fyrir þetta er 70% svarenda jákvæðir gagnvart því að tæknin sé prófuð í eigin nágrenni og 60% jákvæðir gagnvart því að prófa tæknina sjálfir. Niðurstöður rannsóknarinnar eru nýmæli á Íslandi og bundnar eru vonir við frekari rannsóknir á ferðamátavali m.t.t. hugsanlegra ferðamáta er fram líða stundir. Höfundaframlag: Hugmyndafræði, A.E.; aðferðafræði, A.E. and H.S; formleg greining, A.E.; rannsókn, A.E og H.S.; gagnaúrvinnsla, A.E.; skrif—upprunaleg drög, A.E.; skrif—rýni og yfirferð, A.E og H.S; umsjón, A.E.; verkefnastýring, A.E. Allir höfundar hafa lesið og samþykkt innsent handrit. Höfundar hafa allir lagt til töluvert framlag til rannsóknar þessarar. Frekari þakkir: Við rannsóknir hafa höfundar notið góðs af samstarfi innan COST-hópsins “Wider Impacts and Scenario Evaluation of Autonomous and Connected Transport” (WISE- ACT, COST-Action CA16222). Þá er Vegagerðinni, Verkfræðingafélagi Íslands, Bílgreinasambandinu, Skipulagsstofnun, Háskóla Íslands, og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri þakkað kærlega fyrir viðleitni sína í að dreifa spurningalistanum meðal meðlima, starfsfólks, nemenda og víðar. Tveimur nafnlausum ritrýnendum er kærlega þakkað fyrir sitt framlög til að bæta greinina fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.