Verktækni - 2020, Blaðsíða 46

Verktækni - 2020, Blaðsíða 46
46 Vegna skorts á almennilegum hönnunargögnum er samræmi verka hverfandi. Flækjustig verka er mjög hátt vegna þeirra fjölda verka sem þarf að klára, þ.e.a.s. frá hönnun, smíði, samsetningu, prófunum og kappakstri á bílnum. Fjölbreytni og ónákvæmni upplýsinga sem og tímapressan bæta enn frekar við flækjustigið (Flækjustig verka = 1). Vegna þess að tæknihóparnir fimm vinna að verkum sem eru háð hvort öðru, til dæmis burðarvirkið, fjöðrun, raf- og drifkerfið, þá þurfa þeir að eiga náin og góð samskipti á meðan þeir vinna að hönnun. Það er mikilvægt til að tryggja að allir íhlutir passi og það sé gert ráð fyrir þeim. Þess vegna verður að miðla skýrt heildar hönnunarmarkmiðinu til hópanna og allar hönnunarbreytingar verða að vera ræddar og samþykktar af öllum viðkomandi hópum (Gagnvirkni verka =1). 1.4. Samskipti (5/6) Samskipti nemenda eru mjög virk – innan hópa, milli hópstjóra og milli hópstjóra og stjórnendateymisins. Samskiptin eru öll á jafningjagrundvelli, oftast milli tveggja einstaklinga og snúa aðallega að tæknilegum úrlausnarmálum og verkáætlunum. Samskiptin fara að mestu fram munnlega og í gegnum samskiptaforrit eins og Slack. Samskipti nemenda í verkefninu eru mikil, innan hópa sem og milli hópa. Til viðbótar þá eru hópstjórar og stjórnendahópur verkefnisins í daglegum samskiptum. Samskipti nemenda við leiðbeinendur fara aðallega í gegnum stjórnendahóp verkefnisins. Nemendur hafa hins vegar nefnt í kennslukönnunum að þeir hefðu viljað hafa meira samband við leiðbeinendur (Innri samskipti = 2). Fundagerðir hafa verið mjög takmarkaðar. Misræmi í samskiptum nemenda er eðlilegt og leysist í langflestum innan nokkurra mínútna. Oft hefur mátt rekja misræmi til misheyrnar en misræmið hefur stundum verið vegna þekkingar og reynsluleysis. Alvarlegra misræmi kemur upp þegar stjórnendur og jafnvel hópstjórar ná ekki að miðla ákvörðunum sínum til allra nemendanna í verkefninu þannig að þeir skilji þær. Þetta getur orðið til misskilnings varðandi heildarmarkmið verkefnisins sem og markmið og væntingar til hópa (Misræmi í samskiptum = 1). Samskipti stjórnendahópsins við leiðbeinendur hafa verið brottgeng í gegnum árin. Flest árin hafa samskiptin verið mjög góð en í tvö ár urðu þau mjög slæm. Að hluta til má segja að slæmu samskiptin hafi verið vegna misskilnings nemenda. Samkvæmt stjórnendahópunum þessi tvö ár þá töldu þeir að verkefnið væri sjálfstætt – það hefði haft sína kennitölu og sinn bankareikning – og samskipti við leiðbeinendur vera sama eðlis og önnur samskipti við aðila innan skólans. Það verður látið liggja á milli hluta hvort þessi eftir á skýring sé rétt ástæða fyrir samskiptaörðugleikunum. Önnur samskipti nemenda út fyrir Háskólann; þ.e., við atvinnulífið og önnur lið hafa verið til fyrirmyndar (Ytri samskipti = 2). Mat á heildarframmistöðu nemenda í verkefnisnámskeiði í verkfræði Þegar öllum frammistöðuþáttum hefur verið gefin einkunn er hægt að meta heildarframmistöðuna. Það eru margar leiðir til þess. Eins og áður segir hafa allir frammistöðuþættir jafnt vægi. Heildarframmistöðueinkunnin er 50%. Hún er fæst með því að leggja saman stig allra frammistöðuþátta og deila með hámarksstigum. Tafla 7 sýnir niðurstöðurnar. Dálkur 2 sýnir stigin sem nemendur fengu í hverjum þáttahóp, alls 43 stig. Dálkur 3 sýnir hámarksstig sem hægt er að fá, alls 86 stig. Dálkur 4 sýnir frammistöðueinkunn í hverjum þáttahóp. Litirnir standa fyrir lágmarks (rautt), meðal (gult) og góða (hvítt) frammistöðu. Tafla 7 – Heildarstig þáttahópa, hámarksstig sem hægt er að fá í hverjum hóp, einkunn fyrir hvern hóp og mat á heildarframmistöðu með því að leggja jafnt vægi á frammistöðuþætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.