Verktækni - 2020, Blaðsíða 5
5
Sjálfakandi ökutæki á Íslandi: Viðhorf almennings gagnvart
nýjum ferðamáta
Arnór B. Elvarssona,b, Haraldur Sigþórssonb,c,d
aInfrastructure Management Consultants, 8008 Zürich, Sviss.
b WISE-ACT COST Action 16222.
cVerkfræðideild Háskólans í Reykjavík, Menntavegur 1, 102 Reykjavík.
dVerkfræðistofa Haralds Sigþórssonar, Suðurhlíð 38d, 105 Reykjavík.
Fyrirspurnir:
Arnór B. Elvarsson
arnor.elvarsson@gmail.com
Greinin barst 5. október 2020.
Samþykkt til birtingar 2. desember 2020.
Ágrip
Sjálfakandi ökutæki eru stundum álitin vera hin fullkomna lausn við samgönguvandamálum
samtímans. Undir vissum sviðsmyndum er tæknin talin hafa marga kosti, meðal annars að
bæta aðgengi fatlaðra, aldraðra, ungra og annarra sem ekki ferðast jafn auðveldlega nú til
dags. Hins vegar, þá gæti tæknin haft í för með sér aðra síður eftirsótta eiginleika undir
öðrum sviðsmyndum. Koma tækninnar mun hins vegar ekki raungerast nema hún verði
samþykkt af notendunum, þ.e. almenningi.
Viðhorf almennings gagnvart tækninni hafa ekki verið skoðaðar fyllilega, og sérstaklega ekki
á íslenskri grundu. Í þessari grein er sagt frá niðurstöðum rannsóknar byggðri á
spurningalista unnum á samstarfsvettvangi WISE-ACT í Evrópu og víðar. Spurningalisti var
lagður fyrir íslenskan almenning og fékkst 561 gilt svar, bæði m.t.t. huglægra þátta og
ferðamátavalskönnunar og þau greind eftir lýðfræðilegum þáttum svarenda. Eftir samanburð
úrtaks og þýðis voru niðurstöður bornar saman við evrópskar niðurstöður Eurobarometer.
Íslenskur almenningur er almennt séð jákvæðari gagnvart sjálfakandi ökutækjum en
Evrópubúar í heild, en þó enn tortryggnir. Á sama tíma og farþegum sjálfakandi ökutækja
líður betur en óvörðum farþegum í nálægð ökutækisins er víst að stórum hluta fólks liði betur
sem farþega með eftirliti öryggisfulltrúa í ökutækinu. Þá er alls óvíst að fólk sé tilbúið að
senda börn sín með ökutækinu. Svarendur voru almennt jákvæðari gagnvart því að flytja
vörur á milli staða með sjálfakandi tækni. Þrátt fyrir þetta eru 70% svarenda jákvæðir
gagnvart því að tæknin sé prófuð í þeirra nágrenni og 60% svarenda jákvæðir gagnvart því
að prófa tæknina sjálfir. Frekari rannsóknir eru lagðar til á grundvelli mælistika sem varpað er
fram í greininni.
Lykilorð: ferðamátaval, viðhorf, sjálfakandi, öryggi.
Abstract
Automated vehicles (AVs) are sometimes considered a silver bullet for contemporary
transport problems. For particular scenarios, the technology is believed to have many
advantages, such as improving the accessibility of underserved populations. However, the
technology may also lead to lesser consequences under other scenarios, with some